Lífið

Með nýjan þjóðsöng

Fyrsta lag Gunnars, Nýi þjóðsöngurinn, er komið út.
Fyrsta lag Gunnars, Nýi þjóðsöngurinn, er komið út.

Gunnar Reynir Þorsteinsson, trommari í Bermúda, hefur gefið út sitt fyrsta lag sem nefnist hinu hógværa nafni Nýi þjóðsöngurinn. Lagið fjallar um íslenska bankahrunið þar sem orðið „bananalýðveldi" er sungið á grípandi hátt í viðlaginu.

„Þetta er ársgamalt lag. Ég spilaði það óvart í partíi í Mosfellsbæ um daginn fyrir Sálarball og þetta var að hitta þvílíkt í mark," segir Gunni. „Það var hringt mikið í mann eftir þetta og spurt hvort maður ætlaði ekki að drífa sig að taka þetta upp."

Hann segir að lagið hafi fyrst og fremst verið gefið út í gamni, enda sé bráðnauðsynlegt að hafa gaman af lífinu. - fb

Hægt er að hlusta á bút úr laginu og kaupa það hér á Tónlist.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.