Lífið

Múslimar æfir yfir tónleikahaldi Eltons John

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Elton John hélt tónleika i Marokkó á dögunum. Mynd/ AFP.
Elton John hélt tónleika i Marokkó á dögunum. Mynd/ AFP.
Múslimar í Marokkó eru ævareiðir yfir því að stjórnvöld hafi heimilað söngvaranum Elton John að halda tónleika í landinu á dögunum.

Elton John á fjölmarga aðdáendur í landinu og konungsfjölskyldan og ríkisstjórnin gáfu samþykki sitt fyrir heimsókninni. Ákveðið var að herða mjög löggæslu á meðan að tónleikarnir færu fram og gætu þúsundir einkennisklæddra og óeinkennisklæddra lögreglumanna öryggis. Tónleikarnir fóru friðsamlega fram þrátt fyrir að Réttlætis- og þróunarflokkurinn, sem er stærsti múslimaflokkurinn í landinu, hafi krafist þess að komið yrði í veg fyrir að tónleikarnir yrðu haldnir.

Mustapha Ramid, leiðtogi Réttlætis- og þróunarflokksins, sagði að Elton John væri þekktur fyrir samkynhneigð sína og fyrir að réttlæta hana. Hann sagði að flokkurinn væri frekar frjálslyndur en það væri bara alveg óásættanlegt að réttlæta samkynhneigð. Samkynhneigð væri andstæð múslimskum lífsgildum og Ramid sagðist óttast að Elton John myndi hafa slæm áhrif á ungmenni í Marokkó.

Yfirvöld í Marokkó tóku hins vegar ekki í mál að meina Elton John að halda tónleika.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.