Fleiri fréttir

Gorillaz bjarga Bono-veseni Glastonbury

Framkvæmdastjóri Glastonbury tilkynnti rétt í þessu að það verði Damon Albarn og Gorillaz sem troða upp á aðaltónleikunum í stað U2.

Eurovision: Við stefnum klárlega á sigur

Við hittum Jónatan Garðarsson sem heldur utan um íslenska Eurovisionhópinn í Osló í hádeginu í dag. „Það sem ég geri er að skipuleggja þetta frá a-ö. Núna eru margir í hópnum sem hafa gert þetta áður og vita hvaða kröfur ég geri," segir Jónatan. Sjá viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði.

Eurovision: BBC vill Heru Björk

Annað kvöld verður tveimur keppendum sem Bretum þykir að hafi slegið í gegn í gærkvöldi boðið að vera í beinni útsendingu á BBC þegar seinni riðillinn er sýndur þar annað kvöld. Hera Björk er annar af keppendunum en ekki hefur fengist uppgefið hver hinn keppandinn er. Fólk er að velta fyrir sér hvort það sé Grikkinn eða Belginn. Breski Eurovisionklúbburinn hefur spáð Heru Björk sigri í ár.

Eurovision: Gríska goðið fílar Ísland

Við spjölluðum við söngvarann og lagahöfundinn Giorgos Alkaios, fulltrúa Grikklands í Eurovisionkeppninni, eftir lokaæfinguna í gærdag. Við spurðum gríska goðið út í atriðið hans og hvernig honum líst á íslenska hópinn. Grikkinn komst upp úr fyrri undanúrslitakeppninni með lagið OPA sem fram fór í Telenor höllinni í Osló í gærkvöldi.

Eurovision: Fjölmiðlabann Heru

Örlygur Smári lagahöfundur framlags Íslands í Eurovision og Kristjana Stefánsdóttir söngkona veittu okkur viðtal eftir æfinguna fyrir utan Telenor höllina í gærdag.

Jón Gnarr kvaddi grínheima í kvöld

„Ég er að kveðja grínheima,“ sagði Jón Gnarr þegar hann ávarpaði gesti á uppistandi sem Besti flokkurinn stóð fyrir á staðnum Venue nú í kvöld áður en fyrsti grínistinn steig á svið. Ungbest, ungt fólk í Besta flokknum stóð að uppákomunni en þar komu fram margir af helstu grínistum landsins.

Vill Pacino sem Frank Sinatra

Leikstjórinn Martin Scorsese vonast til að þeir Al Pacino og Robert De Niro leiki í næstu mynd sinni, sem fjallar um ævi söngvarans Franks Sinatra.

Árni Sveins sigurvegari á Skjaldborg

Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildarmynda, var haldin í fjórða sinn um hvítasunnuhelgina. Hátíðin fór fram á Patreksfirði líkt og fyrri ár og var margt góðra gesta.

Top Model-stjarna elskar Diktu

„Ég hitti strákana í Diktu þegar þeir spiluðu í New York fyrir nokkrum árum. Ég keypti handa þeim Cosmopolitan-kokteila!“ segir fyrirsætan Shandi Sullivan.

Claudia Schiffer eignast Cosimu Violet

Þýska ofurfyrirsætan Claudia Schiffer ól stúlkubarn þann fjórtánda maí síðastliðinn á spítala í London. Stúlkan heitir Cosima Violet Vaughn Drummond og heilsast henni og móðurinni vel að því er fram kemur á vef tímaritsins OK.

Lindsay laug að dómara

Lindsay Lohan sagðist ekki vilja ganga með ökklaband því hún þyrfti að mæta í tökur í Texas.

Kemur fram í Noregi ásamt Belle & Sebastian og Mew

„Við hlökkum mikið til. Þetta er í fyrsta skipti sem við gerum eitthvað erlendis í marga mánuði,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason Olsen, söngvari hljómsveitarinnar Ultra Mega Technobandið Stefán (UMTBS).

Íslenskt lag um HM í fótbolta

„Þetta er ekki bara fótbolti, þetta er andrúmsloftið. HM er eitthvað sem sameinar fólk og á sér engin landamæri,“ segir Eiríkur Einarsson, forsprakki HM-boltanna sem hafa gefið út fyrsta íslenska HM-lagið.

Julia horfir á börnin vakna

Þegar Julia Roberts er morgunfúl lýsa litlu börnin hennar upp tilveruna með ánægjulegum athugasemdum.

Óþekkt lög eftir Ása flutt á morgun

Á morgun verða þær stöllur Freyja Gunnlaugsdóttir klarínettuleikari og Hanna Dóra Sturludóttir messósópran með tónleika í Seltjarnarneskirkju kl. 20 og troða svo upp a föstudagskvöld á Stokkalæk. Á tónleikunum munu þær flytja Ljóðaflokk eftir Lori Laitman við texta gyðingabarna frá stríðstímum, lög eftir Atla Heimi Sveinsson við texta Jónasar Hallgrímssonar og nýjar útsetningar Atla Heimis á lögum Ása í Bæ og Oddgeirs Kristjánssonar.

Eurovision: Tilbúin fyrir stóru stundina - myndir

Hera Björk og Örlygur Smári höfundar lagsins Je Ne Sais Quoi eru ánægð með síðustu æfinguna sem fram fór í Telenor höllinni í Osló dag. Í kvöld flytur Hera ásamt söngvurum lagið í beinni útsendingu í fyrra undanúrslitakvöldi Evrópusöngvakeppninnar sem hefst klukkan 19:00 í kvöld. Sautján lög verða flutt og komast tíu lög áfram í úrslitakeppnina á laugardag. Skoða má Heru Björk og hennar fólk í myndasafninu en þau verða síðust á svið í kvöld.

Bono: Ég er í rusli

Bono skrifar að hann sé í rusli og að U2 hafi samið nýtt lag fyrir Glastonbury-tónleikana en auk þeirra hefur verið hætt við 16 tónleika í Bandaríkjunum.

Eurovison: Kjóllinn geymdur á öruggum stað

Við kíktum í morgun á hótelið þar sem íslenski hópurinn dvelur. Þar hittum við Emilíönu Tómasdóttur hárgreiðslukonu, Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu, Elínu Reynisdóttur förðunarfræðing og Birnu Gyðu Björnsdóttur danshöfund.

Eurovisionkveðja frá Osló - myndband

„Við erum að fara upp á herbergi með smá pizzu áður en við förum á æfingu núna í kvöld í Telenor-höllinni," sagði Pétur Örn Guðmundsson söngvari sem var með fangið fullt af pizzum þegar við hittum hann og söngkonurnar Heiðu Ólafs og Ernu Hrönn á Radisson hótelinu í Osló í gærkvöldi. Þá senda söngvararnir Íslendingum hlýja Eurovisionkveðju í meðfylgjandi myndskeiði. Hera Björk á rauða dreglinum.

Hannar nokkrar línur í einu

Fatahönnuðirnir Edda Guðmundsdóttir og Arna Sigrún Haraldsdóttir eru þær fyrstu til að hanna undir merkjum Black-merkisins.

Sjá næstu 50 fréttir