Fleiri fréttir

Hættuleg ást

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian átti stuttan ástarfund með fótboltastjörnunni Cristiano Ronaldo fyrir nokkru. Nú telur göturitið In Touch að vinir og ættingjar stúlkunnar óttist að hún hafi fallið fyrir Ronaldo, en hann hefur orð á sér fyrir að vera mikill kvennabósi. „Konur elska hann og hann hefur gaman af því að skemmta sér með þeim. Hann er frægur og myndarlegur en hann hefur engan áhuga á að festa sig við eina konu. Kim ætti að passa sig á því að falla ekki fyrir honum,“ var haft eftir blaðamanni sem fylgst hefur með ferli fótboltamannsins.

Frímann skiptir um stöð

Frímann Gunnarsson og ferðalag hans um húmorinn á Norðurlöndunum og Bretlandi verður á Stöð 2 í stað RÚV. Þetta staðfestir skapari Frímanns, Gunnar Hansson. Eins og Fréttablaðið greindi frá stóð fyrst til að þættirnir yrðu á RÚV en að sögn Gunnars skildi leiðir vegna fjármögnunar verkefnisins.

Boðberar dauðans

Falleg, átakanleg og ósköp mannleg mynd um tvær tættar sálir í bandaríska hernum sem mæta í einkennisbúningum heim til fólks sem misst hefur ástvini í stríði.

Topp 50 atriði í eldgosinu

Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur sett hluta af heiminum á aðra hliðina. Við tókum saman nokkrar af þeim fréttum sem hafa verið efst á baugi síðustu daga.

Nemendaleikhúsið: þrjár stjörnur

,,Allt bendir til að í árganginum fáum við krafta sem ættu að duga okkur vel á sviðum næstu áratugina," segir Páll Baldvin í leiklistardómi um Stræti.

Eurovision-stemning í Sundhöll Reykjavíkur

Sundhöll Reykjavíkur var undirlögð af kvikmyndagerðarfólki aðfaranótt sunnudags þegar nýtt myndband við Eurovision-slagarann Je ne sais quoi var tekið upp.

Gefur körlum ráð

Leikkonan Christina Hendricks sem sló í gegn fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Mad Men hefur verið nefnd ein kynþokkafyllsta kona heims. Í viðtali við tímaritið Esquire gefur hún karlmönnum nokkur góð ráð um hvernig eigi að umgangast kvenfólk.

Ingólfur Bjarni slær í gegn í Þýskalandi

Sjónvarpsfréttamaðurinn Ingólfur Bjarni Sigfússon fór fyrir viku til Þýskalands og hugðist eyða dágóðri stund í að kynna sér starfsemi sjónvarpsstöðvarinnar ZDF. Hann var varla fyrr búinn að koma sér

Rándýr leigubíll frá Barcelona

„Ég mæli ekki með svona ferðalagi en þetta var bara eina leiðin til að komast heim,“ segir Ágúst Jakobsson kvikmyndagerðarmaður. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku var Ágúst fenginn til að taka upp auglýsingu með Lionel Messi, besta knattspyrnumanni heims.

Setja Faust upp í Young Vic

„Þetta er ein af stóru stundunum,“ segir Gísli Örn Garðarsson en uppfærsla Vesturports og Borgarleikhússins á hinni sígildu sögu um Faust verður fjörutíu ára afmælissýning leikhússins Young Vic í Lundúnum.

Winehouse ástfangin

Söngkonan Amy Winehouse er tekin aftur saman við fyrrverandi eiginmann sinn, Blake Fielder-Civil, en hjónakornin skildu í fyrra eftir stormasamt samband. Parið sást skemmta sér á djass-stað í London um helgina og

Íslandsvinurinn Guru látinn

Rapparinn Guru úr hljómsveitinni Gang Starr er látinn 43 ára að aldri. Hann spilaði á Íslandi fyrir nokkrum árum.

Jon Stewart nefnir eldfjallið Kevin

Bandaríski fréttagrínarinn Jon Stewart sá hversu illa fréttamönnum gengur að bera fram nafnið Eyjafjallajökull og gaf eldfjallinu nafnið Kevin.

Nýr dagskrárstjóri á X-ið

Ómar Eyþórsson hefur verið ráðinn dagskrárstjóri X-ins 977, en útvarpsstöðin hefur verið dagskrárstjóralaus undanfarin misseri.

Öskuskýið með eigin Twitter-síðu

Einn grínistinn hefur stofnað síðu fyrir öskuskýið úr Eyjafjallajökli og fer hamförum í því að láta skýið tjá sig um líðandi stund.

Sjúklega töff Kick-Ass

Þeir sem missa af þessari fremja glæp gegn sjálfum sér, segir Þórarinn Þórarinsson gagnrýnandi.

Barnamenningarhátíð á nesi og við flóa

Barnamenningarhátíð hófst í gær og fram á sunnudag verður viðamikil dagskrá í gangi um Reykjavík alla, nánast viðstöðulaust frá morgni til kvölds. Er best að líta á vef hátíðarinnar til að sjá hvaða er í gangi: http://barnamenningarhatid.is/dagskra/.

Flíkur innblásnar af gosinu

„Þetta er allt í vinnslu núna en vonandi verða flíkurnar komnar í verslanir eftir rúman mánuð. Þetta var upprunalega hugmynd hönnuðarins Hörpu Einarsdóttur, sem hefur verið að hanna fyrir okkur upp á síðkastið. Hún

Garðar og Ásdís bíða eftir 17 milljónum

„Við verðum að sitja á rassgatinu og bíða eftir að eitthvað gerist. Þeir fá peninga annað slagið og greiða út og við erum að bíða eftir að það komi að okkur,“ segir fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir.

Lögin hennar Helenu

Á fimmtudag, sumardaginn fyrsta kl. 20, verður leik- og söngkonan Jana María Guðmundsdóttir með tónleika í gamla samkomuhúsinu á Akureyri sem hún helgar lögum hinnar ástsælu söngkonu Helenu Eyjólfsdóttur.

Tuttugu beinar útsendingar á dag frá eldgosinu á Íslandi

Stærstu fréttastöðvar heims hafa verið að koma sér upp aðstöðu við rætur Eyjafjallajökuls og mikið aukaálag hefur verið á starfsmönnum íslensku fréttastofanna við að þjónusta erlendu stöðvarnar. Útsendingarbílar RÚV og Stöðvar 2 hafa verið í sólarhringsnotkun frá því fyrir helgi. Magnið af

Álfavísur í kvöld

Háskólakórinn frumflytur Álfavísur eftir Jón Leifs á tónleikum sínum í Neskirkju í kvöld kl. 20.00.

Lindsay skuldar 80 milljónir í kreditkort

Leikkonan Lindsay Lohan er sífellt nær því að sigla í strand. Nú berast fregnir af því að kreditkortafyrirtækin sem hún skiptir við séu búin að fá nóg af skuldasöfnun hennar.

Cameron Diaz og A-Rod hittast á laun

Leikkonan Cameron Diaz og hafnaboltastjarnan Alex A-Rod Rodriguez nota hvert tækifæri til að hittast á W-lúxushótelinu í Miami.

Danny Glover handtekinn

Leikarinn Danny Glover er sannkallaður aðgerðasinni sem sýnir það í verki. Á föstudaginn stóð hann vaktina fyrir framan höfuðstöðvar franska matvælaframleiðandans Sodexo í Maryland í Bandaríkjunum.

Varúð! Heiladauði

The Spy Next Door er asnalegasta, leiðinlegasta og tilgangslausasta Jackie Chan-mynd sem maður hefur séð, segir gagnrýnandi Fréttablaðsins.

Einlægt sigurlag á leiðinni í útvarp

Kristmundur Axel Kristmundsson og félagar í Borgarholtsskóla sigruðu í Söngkeppni framhaldsskólanna um helgina með laginu Komdu til baka. Lagið vakti gríðarlega athygli, en textinn fjallar á afar einlægan hátt um alkóhólisma föður Kristmundar.

Ekkert gullát á afmælinu

„Það er alveg ljóst að þessi tímamót verða ekki umflúin, það er ekki hægt að slá þessu á frest með því að fara í tímabundið leyfi frá þessu – ég tek þessu fagnandi,“ segir Jón Páll Eyjólfsson, leikstjóri og leikari, sem í dag, 19. apríl, á fertugsafmæli. Jón Páll hefur haft í nægu að snúast á árinu sem er að líða og mun á afmælisdaginn æfa Íslandsklukkuna sem

Hudson með stærri brjóst

Fólk veltir því nú fyrir sér hvort Kate Hudson hafi farið í brjóstastækkun. Leikkonan, sem hefur státað sig af smávöxnum barmi sínum, sást við sundbakka fyrir stuttu og virkaði barmur hennar eilítið stærri. „Ég er með lítil brjóst, augljóslega. Það er ágætt að geta klæðst flegnum

Lærir leiklist

Lourdes, dóttir söngkonunnar Madonnu, mun að öllum líkindum hefja leiklistarnám við LaGuardia-skólann í New York. Talsmaður Madonnu segir fjölskylduna búsetta í New York en veit ekki til þess að Lourdes hafi sótt um inngöngu í LaGuardia. Orðrómur þess efnis hefur þó farið um skólann eins og eldur um sinu. „Ég heyrði að hún hefði fengið einkainntökupróf, ólíkt okkur hinum, sem mér þykir óréttlátt. LaGuardia er frábær skóli en stundum er eins og þau vilji vera meira eins og skólinn í þáttunum Fame,“ var haft eftir einum nemenda skólans.

Óttar með hjartaknúsara á tökustað

Óttar Guðnason kvikmyndatökumaður má búa sig undir mikla ásókn ungra kvenna á nýjasta tökustaðinn sinn. Óttar, sem hefur verið ráðinn tökumaður kvikmyndarinnar Love, Wedding, Marriage, getur vænst þess að paparazzar mun sitja um aðalleikara myndarinnar sem heitir Kellan Lutz.

Davíð tilnefndur til verðlauna

Stuttmyndin, Vet Inte, í leikstjórn Davíðs Charles Friðbertssonar hefur verið tilnefnd til verðlauna í flokknum besta alþjóðlega stuttmyndin á kvikmyndahátíðinni Swansea Bay Film Festival. Hátíðin er haldin í Bretlandi 8. til 16. maí og er verndari hennar hin heimsþekkta leikkona Catherine Zeta-Jones.

Regnboganum verði breytt í menningarmiðstöð

Hugmyndir eru uppi um að koma Regnboganum til bjargar og breyta þessu eina kvikmyndahúsi miðborgarinnar í svokallað arthouse-kvikmyndahús með kaffihúsi, bókasafni, sérhæfðum kvikmyndasýningum og kvikmyndahátíðum, og kvikmyndasýningum fyrir skóla og ferðamenn. Kvikmyndamiðstöð Íslands er að flytja upp á aðra hæð Regnbogahúsnæðisins og sjá

Stuttmyndadagar að hefjast

Hinir árlegu Stuttmyndadagar verða í haldnir þann 31. maí en frestur til að skila inn myndum rennur út 3. maí. Baldvin Z, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Vera Sölvadóttir sitja í dómefndinni í ár en veitt verða peningaverðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin: sigurvegarinn fær hundrað þúsund krónur, myndin sem lendir í öðru sæti fær 75 þúsund og þriðja sætið hlýtur fimmtíu þúsund.

Sjá næstu 50 fréttir