Lífið

Stuttmyndadagar að hefjast

Baldvin Z, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Vera Sölvadóttir skipa dómnefnd stuttmyndadaga í ár. Skilafrestur mynda er til 3.maí.
Baldvin Z, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Vera Sölvadóttir skipa dómnefnd stuttmyndadaga í ár. Skilafrestur mynda er til 3.maí.
Hinir árlegu Stuttmyndadagar verða í haldnir þann 31. maí en frestur til að skila inn myndum rennur út 3. maí. Baldvin Z, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Vera Sölvadóttir sitja í dómefndinni í ár en veitt verða peningaverðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin: sigurvegarinn fær hundrað þúsund krónur, myndin sem lendir í öðru sæti fær 75 þúsund og þriðja sætið hlýtur fimmtíu þúsund.

Allar nánari upplýsingar og reglur um myndirnar er að finna á vefsíðu hátíðarinnar, stuttmyndadagar.is. Skipuleggjendur hátíðarinnar vilja vekja sérstaka athygli á því að myndirnar mega ekki vera lengri en fimmtán mínútur og að Íslendingar verða að vera í lykilstörfum og/eða hlutverkum.

Venju samkvæmt verða sérstök áhorfendaverðlaun veitt og þá mun Sjónvarpið sýna verðlaunamyndirnar. Leikstjóra sigurmyndarinnar verður síðan boðið á Short Film Corner sem haldið er ár hvert í kringum Cannes-hátíðina.

Stuttmyndahátíðin hefur verið haldin síðan 1991 en þar hafa margir af fremstu leikstjórum þjóðarinnar stigið sín fyrstu skref. Nægir þar að nefna Ragnar Bragason, Grím Hákonarson, og Reyni Lyngdal.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.