Lífið

Gefur körlum ráð

Christina Hendricks þykir ein fallegasta kona heims. Hún sló í gegn í þáttunum Mad Men. Nordicphotos/getty
Christina Hendricks þykir ein fallegasta kona heims. Hún sló í gegn í þáttunum Mad Men. Nordicphotos/getty
Leikkonan Christina Hendricks sem sló í gegn fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Mad Men hefur verið nefnd ein kynþokkafyllsta kona heims. Í viðtali við tímaritið Esquire gefur hún karlmönnum nokkur góð ráð um hvernig eigi að umgangast kvenfólk.

„Leggið á minnið hvað það er sem okkur líkar. Þegar ég byrjaði að hitta eiginmann minn var ég mjög hrifin af öllu sem viðkom fjölleikahúsum. Mánuði síðar gaf hann mér fallega ljósmyndabók með myndum af fjölleikahúsum og þegar ég sá gjöfina brast ég í grát. Mér fannst yndislegt að hann hefði munað eftir því sem ég hafði sagt heilum mánuði áður og haft fyrir því að leita að gjöf sem hitti fullkomlega í mark.“ Auk þess segir Hendricks að karlmenn eigi að hrósa konum sínum og alls ekki tala illa um vinkonur þeirra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.