Lífið

Winehouse ástfangin

Amy Winehouse er tekin aftur saman við fyrrverandi eiginmann sinn.
Nordicphotos/getty
Amy Winehouse er tekin aftur saman við fyrrverandi eiginmann sinn. Nordicphotos/getty
Söngkonan Amy Winehouse er tekin aftur saman við fyrrverandi eiginmann sinn, Blake Fielder-Civil, en hjónakornin skildu í fyrra eftir stormasamt samband.

Parið sást skemmta sér á djass-stað í London um helgina og virtust þau mjög ástfangin að sögn sjónarvotta. „Hún bað okkur um að kalla hana frú Fielder-Civil. Þau virtust mjög ástfangin. Hún var mjög viðkunnanleg og hann var það sömuleiðis," var haft eftir eiganda staðarins.

Fielder-Civil á einnig að hafa flutt inn á heimili Winehouse fyrr í mánuðinum, en hún keypti nýverið nýtt hús í hverfinu Camden í London.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.