Lífið

Avatar 2 gerist í hafinu á Pandóru

Cameron ætlar alla leið með Avatar-þríleikinn.
Cameron ætlar alla leið með Avatar-þríleikinn.
Þessa dagana fylgir leikstjórinn James Cameron eftir DVD-útgáfunni á Avatar. Hann er einnig byrjaður að undirbúa farveginn fyrir næstu Avatar-mynd.

,,Næsta mynd gerist einnig á Pandóru en ég vil skoða annan hluta plánetunnar. Ég ætla að einblína á hafið. Þetta verður jafn litríkt og klikkað, bara ekki í regnskóginum," segir Cameron.

Avatar-sagan er þríleikur og segir Cameron að sagan færist einnig af plánetunni og upp í geiminn í kring. Söguþráður þriðju myndarinnar gerist þar að mestu leyti. Avatar var mörg ár í vinnslu en hann býst við því að ferlið taki nú minni tíma og verði ekki jafn kostnaðarsamt.

Þrátt fyrir að Avatar hafi halað inn ótrúlegar upphæðir er Cameron fúll yfir því hversu vel Lísu í Undralandi eftir Tim Burton gekk. Honum þykir hún hafa ýtt Avatar til hliðar of snemma og ætlar því að skella henni aftur í bíó í ágúst með nokkrum aukamínútum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.