Lífið

Rándýr leigubíll frá Barcelona

Ágúst Jakobsson þurfti að keyra frá Barcelona til London eftir að hafa tekið upp auglýsingu með Lionel Messi. Tökurnar gengu vel en heimferðin var hræðileg að sögn Ágústs.
Ágúst Jakobsson þurfti að keyra frá Barcelona til London eftir að hafa tekið upp auglýsingu með Lionel Messi. Tökurnar gengu vel en heimferðin var hræðileg að sögn Ágústs.
„Ég mæli ekki með svona ferðalagi en þetta var bara eina leiðin til að komast heim,“ segir Ágúst Jakobsson kvikmyndagerðarmaður. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku var Ágúst fenginn til að taka upp auglýsingu með Lionel Messi, besta knattspyrnumanni heims.

Auglýsingin er fyrir kínverskt fjármálafyrirtæki og var hluti hennar tekinn í Barcelona. Ágúst komst með naumindum þangað áður en flug lagðist af í Evrópu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli og hann lenti í miklum vandræðum með að komast heim til London. Það var þó bót í máli að tökurnar með Messi gengu mjög vel.

„Það lá allt flug til London og Englands niðri, allar lestir voru fullar og ekki var hægt að fá bílaleigubíla í Barcelona. Við tókum því leigubíl sem breska framleiðslufyrirtækið sem ég var að vinna hjá borgaði,“ segir Ágúst. Leigubílnum deildi hann með fimm vinnufélögum sínum og reikningurinn var þokkalegur; um fjögur þúsund evrur eða tæpar 700 þúsund íslenskar krónur.

„Þetta var Mercedes Benz Vito Mini Van sem var bara þokkalega þægilegur fyrstu tíu tímana til Parísar en svo var maður alveg búinn að fá hundleiða á þessari keyrslu,“ segir Ágúst sem komst heim til sín klukkan fjögur um nótt eftir tuttugu tíma ferðalag. Á mánudag er svo ráðgert að hann haldi til Peking í Kína til að klára gerð auglýsingarinnar. „Nú er bara spurning hvort ég komist þangað,“ segir Ágúst.- hdm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.