Lífið

Ingólfur Bjarni slær í gegn í Þýskalandi

Ingólfur Bjarni Sigfússon hefur farið á kostum í umfjöllun sinni um eldgosið á þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF.
Ingólfur Bjarni Sigfússon hefur farið á kostum í umfjöllun sinni um eldgosið á þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF.
Sjónvarpsfréttamaðurinn Ingólfur Bjarni Sigfússon fór fyrir viku til Þýskalands og hugðist eyða dágóðri stund í að kynna sér starfsemi sjónvarpsstöðvarinnar ZDF. Hann var varla fyrr búinn að koma sér makindalega fyrir en að eldgosið í Eyjafjallajökli lokaði á allar flugsamgöngur í Evrópu og hann var farinn að flytja fréttir af Íslandi í þýsku sjónvarpi við góðan orðstír.

„Týpískt íslenskt, að lenda í einhverju svona,“ segir Ingólfur þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Ingólfur talar reip­rennandi þýsku og því átti hann ekki í miklum erfiðleikum með að bregðast við þessum óskum frá þýsku sjónvarpsstöðinni. „Þeirra maður komst ekki til Íslands fyrr en í gær [í fyrradag og þeir urðu að brúa þetta með einhverjum hætti,“ segir Ingólfur.

Sjónvarpsfréttamaðurinn hafði verið á þönum þegar Fréttablaðið náði tali af honum og hafði lítinn tíma fyrir spjall.

„Ég vaknaði klukkan fjögur í morgun og mætti þá í morgunsjónvarpið hjá þeim og ræddi um eldgosið og er núna á leiðinni til Frankfurt til að vera í þýskum spjallþætti hjá ARD sem heitir Bechmann,“ útskýrir Ingólfur sem kvartar þó ekki enda námsferðin virkilega staðið fyrir sínu. „Þetta er alvöru námsferð, maður fær alvöru innsýn í þetta svona.“ - fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.