Lífið

Álfavísur í kvöld

Álfavísur Jóns Leifs verða fluttar af Háskólakórnum í kvöld.
mynd Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Álfavísur Jóns Leifs verða fluttar af Háskólakórnum í kvöld. mynd Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Háskólakórinn frumflytur Álfavísur eftir Jón Leifs á tónleikum sínum í Neskirkju í kvöld kl. 20.00.

Verkið var samið árið 1943 og er eitt þriggja kórverka sem tónskáldið nefndi Íslendingaljóð op. 30. Á tónleikunum verður einnig frumflutt kórverkið Til þín eftir Gunnstein Ólafsson við ljóð Birgis Sigurðssonar. Þá verða á efnisskrá kórlög eftir fjölmörg önnur íslensk tónskáld og madrígalar eftir Monteverdi.

Einsöngvarar á tónleikunum eru Aðalsteinn Ólafsson og Guðmundur Davíðsson. Stjórnandi Háskólakórsins er Gunnsteinn Ólafsson.- pbb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.