Fleiri fréttir

Grissom hættir að greina í CSI

William Petersen hefur ákveðið að hætta að leika réttarrannsóknarmanninn Gil Grissom í þáttunum CSI: Crime Scene Investigation en þættirnir hafa notið umtalsverða vinsælda hér á landi.

Sumarsmellsval á Myspace-síðu Monitor

Popptímaritið Monitor hefur sett inn fimm lög á Myspace-síðu sem berjast um þann eftirsótta titil sumarsmellurinn 2008. „Við viljum fá úrskorin fyrir eitt skipti fyrir öll hver sé sumarsmellurinn í ár. Það er allt alveg einstaklega frjótt og skemmtilegt núna,og við viljum bara að fá fólk til þess að hlusta og tjá sig svo um lögin,"segir Atli Fannar Bjarkason ritstjóri Monitor.

Adam Freeland á Nasa

Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Adam Freeland hefur fundið tíma til að koma til Íslands þrátt fyrir þétta dagskrá út árið. Hann kemur fram á klúbbakvöldi Flex Music og Hugsandi Danstónlistar á NASA næstkomandi laugardag þann 19. júlí.

Kátir dagar á Þórshöfn í áttunda sinn.

Dagana 17.-20. Júlí verður bæjarhátíðin Kátir dagar haldin á Þórshöfn og er það í áttunda sinn sem hátíðin káta er haldin. Verður þar dagskrá við hæfi allrar fjölskyldunnar, gönguferð um svæðið undir leiðsögn heimamanna,kassabíalrallý, djasstónleikar og unglingadansleikur svo fátt eitt sé nefnt.

Amy byrjar á nýrri plötu

Amy Winehouse ætlar að taka sér frí frá tónleikum og hefja vinnu að næstu plötu. Þetta er haft eftir Mitch faðir hennar.

Löggan í Village People komin af spítala

Victor Willis, löggan í Village People og upprunalegi aðalsöngvari sveitarinnar, fékk að fara af spítala í San Diego í gær eftir velheppnaða aðgerð á raddböndum.

Ljóðskáld, kórar og rapparar

Á barnum Q-bar á Ingólfsstræti eru haldin vikulega svokölluð Open mike-kvöld þar sem fólk getur mætt og látið ljós sitt skína á sviðinu. Kvöldin hafa hingað til verið haldin á tveggja vikna fresti en vegna vinsælda verða þau haldin vikulega nú í sumar.

Hljóðbækur sem lifna við

Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri stendur í fyrirtækjarekstri í kringum hljóðbækurnar Íslenskar þjóðsögur, sem nýlega litu dagsins ljós. Fyrirtækið heitir Heyr heyr og sér um hljóðsetningar.

Leitar að hæfileikaríkum krökkum

„Mér varð hugsað til þess þegar ég fékk að koma fram í Stundinni okkar á sínum tíma og hvað mér fannst það mikil upplifun. Nú langar okkur að gefa krökkum um allt land sama tækifæri,“ segir Björgvin Franz Gíslason, umsjónarmaður Stundarinnar okkar, sem leitar eftir efni frá hæfileikaríkum krökkum sem gætu svo komið fram í þættinum.

Ljóðastund í Mosfellsbæ

Ljóðastund í tali og tónum fer fram í Listasal Mosfellsbæjar annað kvöld kl. 20. Jóhann Hjálmarsson og Christopher Burawa lesa úr ljóðum sínum og þýðingum og Tríó Carls Möller fléttar inn djasstónum. Tríóið skipa þeir Carl Möller, Guðmundur Steingrímsson og Bjarni Sveinbjörnsson. Tónlistin er eftir Carl Möller og fleiri.

Danskur Niflungahringur

Í gær kom út á vegum Decca safn DVD-diska með Niflungahring Wagners í sviðsetningu Konunglega danska leikhússins. Uppsetningin er frá 2006 og er verk hins kornunga óperustjóra, Kasars Bech Holten. Kassinn kemur út eftir hálfan mánuð í Þýskalandi, sama dag og Iréne Theorin, sem syngur Brynhildi, kemur fram í Bayreuth í hlutverki Ísoldar.

Neðanjarðarrapp á Organ

Triangle Productions munstanda fyrir tónleikum á Organ í kvöld. Tónlistarmaðurinn Josh Martinez mun koma fram en hann er einn virtasti neðanjarðarrappari heimsins í dag og fékk plata hans Buck up Princess verðlaun fyrir bestu hiphop-plötu ársins í föðurlandi hans Kanada árið 2004.

Á morgun með Megasi

Loksins er komið nafn á fyrirhugaðan disk Megasar, Magnúsar Þórs Jónssonar, með safni laga úr ýmsum áttum. Hann er væntanlegur í verslanir í lok næstu viku og kallast safnið Á morgun.

Fínt að vera á sjónum í kreppunni

Þröstur Jónsson, fyrrum bassaleikari hljómsveitarinnar Mínuss, er sem kunnugt er kominn á sjó og stundar nú sjómennskuna af lífi og sál á togaranum Barða NK 120.

Keyptu vespu fyrir útréttingar starfsfólks

Fyrirtækið VSÓ ráðgjöf í Borgartúni hefur brugðið á það ráð að kaupa vespu og reiðhjól sem starfsmenn fyrirtækisins geta notað til alls kyns útréttinga. Eru kaupin bæði hugsuð með umhverfismál og þægindi starfsmanna að leiðarljósi.

Hleypur um borgina hálfnakinn - myndband

Vinir mínir mönuðu mig í þetta, segir Rökkvi Vésteinsson forritari sem á það til að klæðast sundbol einum fata hlaupandi um götur borgarinnar. Ég varð háður athyglinni. Athyglissýki er fíkn og maður húkkast.

Ljóstrað upp um Banksy?

Breska dagblaðið The Mail on Sunday fullyrðir að hinn dularfulli graffítilistamaður Banksy heiti í raun Robin Cunningham og sé 34 ára gamall.

Rod Stewart aftur með Faces

Unnið er að endurkomu hljómsveitarinnar Faces og nú er talið líklegt að Rod Stewart verði við hljóðnemann á tónleikaferðalagi sveitarinnar. Þetta fullyrðir Ian McLagan, einn meðlima Faces.

Táknmyndir í bókasafni

Sýningin Táknmyndir úr tilverunni stendur nú yfir í Aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Á sýningunni má sjá verk eftir myndlistarmanninn Stefán-Þór

Þetta verður að vera erfitt, annars er ekkert gaman

Leikhópurinn Vér morðingjar setur upp Macbeth eftir Shakespeare í haust. Fram til þessa hefur hópurinn einbeitt sér að nýjum leikverkum. Tveir leikarar úr hópnum hafa notað sumarið til að kynna sér leiklistarlífið í Evrópu.

Sjá næstu 50 fréttir