Lífið

Jessica Alba: Fæðingin var eins og hugleiðsla

Jessica Alba með dóttur sína í fanginu. Ekki er gefið upp hvað henni var borgað fyrir að sitja fyrir með frumburðinn.
Jessica Alba með dóttur sína í fanginu. Ekki er gefið upp hvað henni var borgað fyrir að sitja fyrir með frumburðinn.

Jessica Alba fæddi sitt fyrsta barn 7. júní síðastliðinn. 27 ára leikkonan átti ekki í erfiðleikum með að fæða dótturina.

,,Ég öskraði ekki. Ég var alveg róleg. Fæðingin var fyrir mér eins og hugleiðsla. Á meðan ég fékk hríðir þá andaði ég líkt og ég væri stödd í jógatíma. Ég einbeitti mér mjög vel allan tímann," segir Jessica í forsíðuviðtali við tímaritið OK þar sem fyrstu myndirnar af stúlkubarni hennar og Cash Warren birtast umheiminum.

Warren lýsir einnig í viðtalinu hve undrandi hann var að sjá eiginkonu sína sitja hljóðan á meðan barnið fæddist.

Jessica Alba er að eigin sögn byrjuð að æfa og hreyfir sig í 20 mínútur daglega. Hún ætlar að fara sér hægt og borða hollan mat samhliða æfingunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.