Lífið

Kátir dagar á Þórshöfn í áttunda sinn.

Kátir trúðar hafa lagt leið sína á Káta daga á Þórshöfn.
Kátir trúðar hafa lagt leið sína á Káta daga á Þórshöfn.

Dagana 17.-20. Júlí verður bæjarhátíðin Kátir dagar haldin á Þórshöfn og er það í áttunda sinn sem hátíðin káta er haldin. Verður þar dagskrá við hæfi allrar fjölskyldunnar, gönguferð um svæðið undir leiðsögn heimamanna,kassabíalrallý, djasstónleikar og unglingadansleikur svo fátt eitt sé nefnt.

Hápunktur laugardagskvöldsins verður svo sveitaball með Tinu Turner ívafi þar sem Sigríður Beinteinsdóttir og Bryndís Ásmundsdóttir ásamt stórhljómsveit troða upp.

Aflraunakeppnin Langanesvíkingurinn mun einnig fara fram á laugardeginum en þar fá gestir tækifæri til að reyna á krafta sína í hinum ýmsu aflraunum.

Nánari upplýsingar um hátíðina má sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.