Lífið

Aðþrengd eiginkona breytir um útlit

Eva Longoria og vinkonur hennar Victoria Beckham og Katie Holmes. SAMSETT MYND.
Eva Longoria og vinkonur hennar Victoria Beckham og Katie Holmes. SAMSETT MYND.

Eva Longoria, ein aðalstjarnan úr sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum, er að eigin sögn mikill aðdáandi Spice Girls. Fyrr á árinu gerði hún sér sérstaka ferð til Englands til að sjá þær syngja í gullgöllunum.

Engan skal undra að Longoria vilji líkjast vinkonu sinni Beckham sem er talin vera einn helsti áhrifavaldur þegar kemur að tísku á alheimsvísu.

Longoria vakti athygli fjölmiðla í gær beggja vegna Atlantshafsins nýkomin heim úr rómantísku fríi með eiginmanninn Tony Parker sér við hlið stuttklippt eins og vinkonur hennar Victoria Beckham og Katie Holmes, eiginkona Tom Cruise.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.