Lífið

Adam Freeland á Nasa

Adam Freeland kemur fram á Nasa næstkomandi laugardagskvöld.
Adam Freeland kemur fram á Nasa næstkomandi laugardagskvöld.

Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Adam Freeland hefur fundið tíma til að koma til Íslands þrátt fyrir þétta dagskrá út árið. Hann kemur fram á klúbbakvöldi Flex Music og Hugsandi Danstónlistar á NASA næstkomandi laugardag þann 19. júlí. Ásamt honum koma fram Hr. Jones, Ghozt og Impulse sem eru drífandi plötusnúðar í danstónlistarmenningu klakans. Þú vilt ekki missa af þessum viðburði.

Adam Freeland var tilnefndur til Grammy-verðlauna í fyrra og hefur endurhljóðblandað lög fyrir hljómsveitir á borð við The Doors, The White Stripes, The Prodigy, Marilyn Manson og Nirvana. Þá hefur hann framleitt lög fyrir sjónvarpsþáttinn CSI: New York og Playstation tölvuleikinn Jucied 2.

Hann er þekktur fyrir blöndu sína af skítugu elektró fönki í bland við seiðandi hljóm rokktónlistar. Undanfarið hefur hann unnið mikið með hina svokölluðu nu-rave tónlist sem flestir tengja við Daft Punk. Þess má geta að hann túraði með M.I.A., MSTRKRFT og Justice í Ástralíu í fyrra.

Forsala miða fer fram í Mohawks á Laugavegi. Miðaverð forsölu er aðeins 2.000.-










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.