Fleiri fréttir

Hundraðkall á mann fyrir konungsfjölskylduna

Elísabet Englandsdrottning og fjölskylda hennar kostuðu breska skattgreiðendur 40 milljónir punda á síðasta ári, jafnvirði sex milljarða króna, sem jafngildir 99 krónum á hvert mannsbarn þarlent.

Ef eldhúsið er skítugt get ég ekki sofnað, segir Geir Ólafs

Ef ég veit að eldhúsið er skítugt þá get ég ekki sofnað. Ég verð að hafa hreint í eldhúsinu, segir Geir Ólafsson söngvari meðal annars í þættinum Mér finnst sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni ÍNN þar sem hann spjallar við Sigríði Klingenberg, Ásdísi Olsen og Kolfinnu Baldvins.

Víóla og gítar fyrir norðan

Önnur sumartónleikahelgin við Mývatn fer nú í hönd og býður tónlistaráhugafólki upp á ljúfa tóna gítars og lágfiðlu. Þau Kristinn H. Árnason gítarleikari og Helga Þórarinsdóttir lágfiðluleikari koma fram á tónleikum í Reykjahlíðarkirkju í kvöld kl. 21 og í Skútustaðakirkju annað kvöld kl. 21 og leika þar létta og skemmtilega efnisskrá sem inniheldur meðal annars sónötu eftir Vivaldi, spænska tónlist og nokkrar ómissandi perlur úr íslenskri sönghefð.

Listamenn til sýnis í Húsdýragarðinum

Hópur ungra listamanna vöktu athygli í Húsdýragarðinum í liðinni viku. Þau hreiðruðu um sig innan girðingar og settu upp skilti líkt og þau væru líka eitt af húsdýrunum - og til sýnis.

Ramsey á Vegamótum

Stjörnukokkurinn Gordon Ramsey sem staddur er hér á landi brá undir sig betri fætinum í gærkvöldi. Hann sat á efri hæðinni á Vegamótum í góðra vinahópi með drykk við hönd.

Haffi Haff syngur um Bin Laden

"Það er hægt að túlka þetta sem pólitískt lag,“ segir Haffi Haff sem er að senda frá sér lagið Bin Laden. Danslag af dýrari gerðinni með snert af ádeilu. "Það er verið að benda á ákveðna hluti sem eru að gerast í heiminum,“ segir Haffi en lagið er eftir Steina nokkurn og textinn líka. "Hann er snillingur. Hann valdi akkúrat réttu orðin í textann.“

Michael Jackson verslar barnabækur í hjólastól

Myndir af Michael Jackson þar sem honum er ýtt um Las Vegas í náttfötum og hjólastól hafa vakið upp spurningar um heilsu poppgoðsins. Sérfræðingar efast um að konungur poppsins muni einhverntíman dansa "moonwalk" á ný.

Ævintýri skálds og maríjúanasala á netið

Skrapp út, nýjasta mynd Sólveigar Anspach verður frumsýnd þann áttunda ágúst næstkomandi. Fyrsta stiklan fyrir myndina var birt á kvikmyndasíðunni Topp 5 í dag. Myndin fjallar um skáldið, uppvaskarann og maríjúanasalann Önnu Hallgrímsdóttur, og skartar skáldkonunni Diddu í aðalhlutverki. Didda hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í Stormviðri, mynd Sólveigar frá 2003.

Fyrsta plata Merzedes Club í búðir á morgun

Langþráður frumburður hljómsveitarinnar Merzedes Club lítur dagsins ljós á morgun, þegar platan „I wanna touch you“ kemur út. Slagara á borð við „Ho ho ho we say hey hey hey“ og „Meira frelsi“ þarf vart að kynna fyrir mörgum, en þau eru bæði á plötunni. Titillagið „I wanna touch“ you hefur einnig vermt sæti á flestum vinsældalistum landsins. Nýjustu afurðina, „See me now“, er einnig að finna á plötunni, ásamt fleiri verðandi smellum.

Áhorf á Ríkissjónvarpið dregst saman

Samkvæmt nýjustu mælingu Capacent dregst áhorf á Ríkissjónvarpið mikið saman, eða um rúmlega 25 prósent, á milli vikna. Talsvert minna áhorf var einnig á Ríkissjónvarpið í síðustu viku eftir að hafa notið góðs áhorfs í vikunum á undan vegna EM.

Bannað að minnast á Brangelinu

Það er slegist um réttinn til að birta fyrstu myndirnar af frægustu ófæddum börnum heims, tvíburum Brangelinu. En það er ekki nóg að vera tilbúinn til að punga út fúlgum fjár fyrir myndirnar. Samkvæmt heimildum TMZ setja þau Angelina Jolie og Brad Pitt það skilyrði að blaðið sem birtir myndirnar eftirsóttu minnist ekki einu orði á gælunafn þeirra hjóna í fjölmiðlum „Brangelina“.

Ethan Hawke giftur barnapíunni

Leikarinn Ethan Hawke er giftur í annað sinn og sú heppna er ólétt ef marka má sjónvarpsstöðina E!. Stúlkan sem heitir Ryan Shawhughes var barnapía Ethans þegar hann var giftur leikkonunni Umu Thurman. Sagan segir að leikarinn eigi von á stúlku.

Stríðsmynd Tarantinos

Íslandsvinurinn og svallarinn Quentin Tarantino er eins og vanalega með mörg járn í eldinum. Hann hefur áhuga á að endurgera költmyndina Faster, Pussycat! Kill! Kill! sem brjóstaáhugamaðurinn Russ Meyer gerði fyrir alllöngu.

Geta ekki hætt að teikna

Um helgina verður slegið upp heljarinnar veislu í tilefni þriggja ára afmælis verslunarinnar Nakta apans í Bankastræti. Gamanið hefst í dag klukkan 14 og verða ýmsar uppákomur í boði. Sara María Eyþórsdóttir, hönnuður og eigandi verslunarinnar, segir að það verði stíf dagskrá í gangi alla helgina.

Tónlistin út til fólksins

Tvennir útitónleikar verða haldnir í gamla Sirkus­portinu í kvöld og annað kvöld. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð sem verða núna í júlímánuði.

Fönkið endurvakið

Hljómsveitin Ermar - Featuring Horny Horns mun spila fönktónlist á Glaumbar í kvöld. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Bít Box sem verður á Glaumbar alla fimmtudaga í sumar. Bít Box er samstarf Samma í Jagúar og Steinars sem rekur Glaumbar og vildu þeir með framtakinu skapa vettvang fyrir rytmíska tónlist hér í Reykjavík og hefur Tómas R. Einarsson meðal annars spilað á slíku kvöldi.

Fögnuðu nýrri plötu

Hljómsveitin Atómstöðin fagnaði útgáfu nýrrar plötu sinnar með partíi á Bar 11. „Það var fullt hús af fólki og ofsalega góð stemning,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, söngvari Atómstöðvarinnar, um útgáfupartí hljómsveitarinnar sem fram fór á Bar 11 síðastliðinn fimmtudag í tilefni af útgáfu plötunnar Exile Republic.

Loksins nýtt frá Emilíönu

Tónlistarkonan Emilíana Torrini stimplaði sig endanlega inn með plötunni Fisherman’s Woman, sem kom út í ársbyrjun 2005. Nú er loksins búið að tilkynna að næsta plata sé á leiðinni, hún mun heita Me and Armini og kemur út 8. september.

Gönguferðir á ensku

Borgarbókasafnið í Reykjavík hefur um nokkurra ára bil boðið borgarbúum og nærsveitamönnum upp á kvöldgöngur með bókmenntalegu ívafi. Þá hefur safnið bætt við og leggur í gönguferðir fyrir enskumælandi og enskuskiljandi gesti síðan 2003 í júlí og ágústmánuði.

Sumargleði Kima

Það er engu logið um það að Kimi Records á Akureyri er hressasta plötuútgáfa landsins um þessar mundir. Á meðan varla heyrist múkk frá öðrum útgáfum dælir Baldvin Esra hjá Kima út nýjum plötum og dreifir öðru eins. Það er því við hæfi að fjögur Kima-bönd taki höndum saman og fari um landið undir yfirskriftinni Sumargleði Kima.

Ekta mexíkóskur matur

„Við erum eiginlega steinhissa yfir því hvað það gengur vel,“ segir María Hjálmtýsdóttir sem rekur veitingastaðinn Santa María á Laugaveginum ásamt eiginmanni sínum, Ernesto Ortiz Alvarez, en staðurinn hefur fengið mjög góðar viðtökur frá því að hann var opnaður 1. mars.

Náttsöngvar í Skálholti

Tónlistarhátíðin í Skálholti heldur áfram með glæsilegu tónleikahaldi. Sönghópurinn Hljómeyki treður upp í kirkjunni í kvöld kl. 20 og verður þá mikið um dýrðir. Hópurinn flytur Náttsöngva Rachmaninovs, en um er að ræða eitt af sannkölluðum stórvirkjum tónbókmenntanna.

Nýr meðlimur Heimilistóna fæddur

„Lítill drengur er kominn í heiminn," staðfesti leik - og söngkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir sem eignaðist sitt annað barn ásamt Jóni Ragnari Jónssyni 13. júní síðastliðinn þegar Vísir óskar henni til hamingju með soninn en Katla Margrét skipar ásamt Elvu Ósk, Ragnhildi Gísladóttur, Vigdísi Gunnarsdóttur og Ólafíu Hrönn hljómsveitina Heimilistónar.

Alveg til í Alien 5

Í OK-tímaritinu breska segist leikkonan Sigourney Weaver alveg vera til í að leika kvenhetjuna Ellen Ripley í enn einni Alien-myndinni.

Byr með líkt merki og BIR

Nýlegt merki Byrs sparisjóðs verður að teljast nokkuð líkt merki bandaríska ímyndarfyrirtækisins BIR (Bio-imaging). Ekki eingöngu eru nöfn fyrirtækjanna nánast það sama heldur státa þau bæði af tveimur sláandi líkum hálfhringjum fyrir ofan nafn fyrirtækisins í merki sínu.

Drukkinn Darth Vader ræðst á stofnanda Jedi-kirkjunnar

Maður sem klæddi sig upp sem Darth Vader og lúskraði á Barney Jones, stofnanda Jedi-kirkjunnar í Bretlandi, slapp naumlega við fangelsisvist fyrir athæfið. Arwel Wynne Hughes, sem er 27 ára alkólisti, réðst á Jones og frænda hans og meðstofnanda Michael þegar þeir voru að mynda sig að slást með geislasverð. Vopnaður málmhækju barði maðurinn Jones í höfuðið og kýldi frænda hans í lærið.

Sjá næstu 50 fréttir