Lífið

„Hefði alltaf endað í einhverju sem varðar félagssviðið"

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson

Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri-grænna verður sextugur á morgun og heldur upp á þau tímamót undir bláhimni við heimili sitt í Vesturbænum.

„Árin hafa farið ákaflega vel með mig, svo vel að mér bregður í brún að aðeins séu 10 ár síðast til afmælisveislu hérna á Grímshaganum." segir Ögmundur sem býður vinum sínum og velgjörðamönnum velkomin í afmælið en það er opið hús á milli 5-8.

„Ég held að eitthvað í genunum og upplaginu hefði dæmt mig í þann farveg sem ég fór í, hvaða starfsvettvang sem ég hefði valið mér þá held ég að ég hefði alltaf endað í einhverju sem varðar félagssviðið," segir Ögmundur inntur eftir því hvort hann hefði valið sér annan starfsvettvang væri hann að velja í dag.

„Ég starfaði einnig lengi sem fréttamaður og fannst það mjög skemmtilegt starf og svo hef ég alltaf svolítið verið að fást við kennslu þannig að þetta sá kokkteil sem líf mitt hefur verið og ég er ánægður með." segir Ögmundur sem vonast eftir veðurblíðu og góðum fögnuði á morgun.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.