Lífið

Sarah Jessica Parker fjarlægir heimsfrægan fæðingarblett

Sarah Jessica Parker.
Sarah Jessica Parker.

Það lítur allt út fyrir að leikkonan Sarah Jessica Parker hafi látið fjarlægja einn frægasta fæðingarblett nútímans sem var staðsettur í andliti hennar, nánar tiltekið á hökunni.

Ekki bar á öðru þegar leikkonan sást á opinberum vettvangi á Yankee leikvanginum í Bronx í New York.





Margir aðdáendur Sex and the City þáttanna segja fæðingarblett leikkonunnar vera hennar helsta vörumerki en burtséð frá því segir talsmaður HBO framleiðanda kvikmyndarinnar Sex and the City að fyrirtækið hafa mikinn áhuga á að framleiða aðra bíómynd um vinkonurnar í framhaldsþáttunum vinsælu Sex and the City.





Enrique Iglesias.

Fæðingarblettur í andliti söngvarans Enrique Iglesias komst í fréttirnar þegar hann var fjarlægður árið 2003 samkvæmt læknisráði því sortuæxli eru illkynja æxli sem eiga stundum uppruna sinn í litarfrumum húðarinnar og eiga það til að myndast í fæðingarblettum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.