Lífið

Keyptu vespu fyrir útréttingar starfsfólks

Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar
Starfsmaður VSÓ á vespunni.
Starfsmaður VSÓ á vespunni.

Fyrirtækið VSÓ ráðgjöf í Borgartúni hefur brugðið á það ráð að kaupa vespu og reiðhjól sem starfsmenn fyrirtækisins geta notað til alls kyns útréttinga. Eru kaupin bæði hugsuð með umhverfismál og þægindi starfsmanna að leiðarljósi.

„Við vildum auka fjölbreytni á farartækjum handa starfsfólki fyrirtækisins," útskýrir Haukur Ómarsson, fjármálastjóri VSÓ. Hann segir að hugmyndin hafi spunnist út frá umhverfishópi innan fyrirtækisins sem vildi kanna hvort ekki væri hægt að fara umhversvænni leiðir í fararskjótamálum fyrirtækisins. Þar að auki sé oft mun þægilegra að ferðast um að léttum farartækjum á borð við vespum í miðborg Reykjavíkur.

Haukur segir jafnframt að starfsmenn fyrirtækisins hafi tekið mjög vel í uppátækið þrátt fyrir að nokkrir hafi verið svolítið hræddir við að aka nýjunginni. „Við munum pottþétt bæta við vespum ef þessi tilraun okkar heppnast vel, og eins með reiðhjólin."














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.