Lífið

Fæðing tvíbura Brangelinu skjalfest - myndir

Angelina Jolie fæddi tvíbura á sjúkrahúsi í Nice í Frakklandi á laugardagskvöld. Eiginmaðurinn Brad Pitt var viðstaddur þegar börnin voru tekin með keisaraskurði. Þar með eiga þau orðið sex börn. Bandarískt tímarit hefur keypt réttinn af fyrstu myndunum af tvíburunum.

Borgarstjórinn í Nice, France, Christian Estrosi og læknirinn, Michel Sussmann, sem tók á móti börnunum héldu sérstakan fjölmiðlafund þar sem þeir staðfestu fæðingu tvíburanna.

Sýnd voru fæðingarvottorð barnanna undirskrifuð af föður þeirra með skammstöfun WBP, William Bradley Pitt.  Drengurinn hefur verið nefndur Knox Leon og stúlkan Vivienne Marcheline.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.