Fleiri fréttir

Mariah Carey með notaðan trúlofunarhring

Mariah Carey hefur samkvæmt slúðurpressunni vestra trúlofast kærasta sínum, Nick Cannon. Orðrómur um yfirvofandi hjónaband kviknaði þegar söngkonan mætti á Tribeca kvikmyndahátíðina í New York með risavaxinn trúlofunarhring á fingri og kærastann í eftirdragi.

Þúsund keyptu leik

Um eitt þúsund manns gerðu sér ferð í Elko og BT í Skeifunni aðfaranótt þriðjudags til að festa kaup á tölvuleiknum Grand Theft Auto IV.

1. maí á Kaffi Hljómalind

Lífræna kaffihúsið, Kaffi Hljómalind, verður með lifandi dagskrá 1. maí til að fagna baráttudegi verkalýðsins.

Reykjavík! fagnar fyrsta fjárnáminu

„Baldvin Esra hjá Kimi Records keypti okkur á nauðungarsölu. Hann sá að þarna var fjárhagslegt rekald á ferð, gerði tilboð í allt heila klabbið og á okkur nú með húð og hári," segir Haukur Magnússon gítarleikari Reykjavík!. Sveitin hyggst halda upp á bága fjárhagsstöðu og fjárnám á Kaffibarnum um laugardaginn.

Dvaldi á meðal götubarna

Guðmundur Tjörvi Guðmundsson opnar á morgun ljósmyndasýninguna Börnin í ræsinu en þar mun Guðmundur sýna myndir sem hann tók þegar hann dvaldi á meðal götubarna í Kænugarði í Úkraínu.

Lindsay tekur upp með Snoop

Rapparinn Snoop Dogg kemur við sögu á nýjustu plötu Lindsay Lohan. Fox News greinir frá því að Snoop og Lindsay hafi þegar tekið upp lag á plötuna, og að kunnugir segi það bara ansi frambærilegt. Timbaland og Pharrell ljá Lindsey einnig hönd við gerð plötunnar, sem Motown Records gefur út.

Barnasýningin Óskin á Kópavogsdögum

Einleikhúsið frumsýnir barnaleiksýninguna Óskina á Kópavogsdögum á laugardaginn. Óskin er ævintýri með frumsömdum söngvum fyrir yngstu áhorfendurna. Hún er farandsýning fyrir leikskóla og yngsta bekk grunnskóla og tekur um það bil 45 mínútur í flutningi.

Benji semur ástarlag til Paris

Good Charlotte rokkarinn Benji Madden hefur samið lag til sinnar heittelskuðu Parisar Hilton. „Þetta er það fallegasta sem nokkur hefur gert fyrir mig,“ sagði Hilton í viðtali í dögunum.

Mannabreytingar í Soundspell

Píanóleikarinn Sigurður Ásgeir Árnason er hættur í Soundspell, og í stað hans kemur gítarleikarinn Þórður Páll Pálsson. Á MySpace síðu sveitarinnar segir að brotthvarfið eigi sér eðlilegar skýringar og þeir félagar séu allir vinir.

Ling Ling látinn

Risapandan Ling Ling lést úr hjartabilun í búri sínu í dýragarðinum í Tokyo í gær. Ling Ling hafði verið heilsuveill um nokkurt skeið, og var bæði nýrna- og hjartveikur. Hann var 23ja ára, og því fimmta elsta karlkyns panda í dýragarði í heiminum.

Eurovisionkeppandi hrópar Gas! Gas!

Króatíski þáttakandinn í Eurovision, Severina, er að gefa út sína fyrstu plötu í fjögur ár. Fyrsta smáskífa plötunnar hefur litið dagsins ljós og ber hið skemmtilega nafn Gas gas. Íslandsvinurinn Goran Bregovic semur lagið.

Keyrt á hund Danadrottningar

Tveggja ára hunduð Margrétar Þórhildar Danadrottningar liggur á dýraspítala eftir að keyrt var á hann. Ástandið er sagt alvarlegt.

Kynlífsmyndband með Jimi Hendrix

Það er ekki bara á færi nútíma glamúrdrósa að búa til kynlífsmyndbönd. Eitt slíkt, fjörtíu ára gamalt hefur nú skotið upp kollinum. Aðalstjarnan í því á fátt sameiginlegt með þeim Paris, Pamelu og Kim, en það er enginn annar en Jimi Hendrix.

Angelina þreytt á óléttunni

Þó Brad Pitt og Angelina Jolie brosi breitt framan í myndavélarnar segja kunnugir að lífið sé ekki jafn skemmtilegt bak við tjöldin. Samkvæmt heimildum Life and Style hlakkar parið til nýjustu viðbótarinnar í barnaflóruna, en óléttan er hinsvegar alveg að gera út af við Angelinu.

Cher og Tom Cruise voru par

Plastbomban Cher hefur í fyrsta sinn viðurkennt að hafa átt í sambandi við Tom Cruise. Sögusagnir um samband þeirra hafa lengi verið lífsseigar, og staðfesti Cher þær í viðtali við Opruh á dögunum. „Þetta hefði getað orðið afar rómantískt samband, ég var alveg brjáluð í hann," sagði Cher, sem var tæplega fertug þegar sambandið hófst, en Cruise 23 ára.

Pamela Anderson fær ríkisborgararétt

Ofurbomban Pamela Anderson er orðin bandarískur ríkisborgari. Þessum stórfréttum greindi Pamela, sem er fædd og uppalin í Kanada, frá á vefsíðu sinni á dögunum. Fyrsta verk Baywatch stjörnunnar eftir að rétturinn var fenginn var að skunda til Washington að berjast gegn tilraunum á dýrum. „Það sem er frábært við að vera ríkisborgari er ekki bara það að nú má ég kjósa. Núna get ég líka þrýst á þingheim að vernda dýr,“ ritaði dýraverndunarsinninn Pamela.

Frikki Weiss stígur sín fyrstu skref á hvíta tjaldinu

„Ég fékk pínulítið hlutverk í myndinni í fertugsafmælisgjöf," segir veitinga- og altmuligmaðurinn Friðrik Weishappel. Hann stígur sín fyrstu skref á hvíta tjaldinu á föstudaginn, þegar hann leikur lítið hlutverk í mynd Dags Kára, The Good Heart.

Uppáhaldsvændiskona ríkisstjórans í mál

Ein frægasta vændiskona síðari daga, ríkisstjórafellirinn Ashley Alexandra Dupre, er farin í mál við framleiðendur raunveruleikaþáttarins Girls Gone Wild. Þegar Eliot Spitzer, ríkisstjóri New York, sagði af sér vegna náinna samskipta við stúlkuna grófu framleiðendurnir upp gamlar myndir af henni þar sem hún dillar sér fáklædd í rútu þáttarins.

Cyndi Lauper með nýja plötu

Eitís drottningin Cyndi Lauper sendir frá sér nýja plötu í lok maí. Skífan ber nafnið Bring Ya to the Brink, og er tólfta plata söngkonunnar. Í kjölfar útgáfunnar ætlar Lauper í tónleikaferðalag með The B-52s og Joan Jett and the Blackhearts. Ferðalagið nefnist True Colors, og er ætlað að vekja athygli á réttindabaráttu samkynhneigðra.

Ryan Seacrest að verða atvinnulaus?

Áhorf á American Idol hefur snarminnkað þennan vetur, og eru framleiðendur því farnir að velta því fyrir sér hvað veldur. Þeir settu af stað könnun í síðustu viku, þar sem spurt er út í hvernir fólki líkar hin og þessi atriði þáttarins. Áberandi margar spurningar snúa að kynninum sjálfum, Ryan Seacrest.

Lögreglukórinn syngur við 15. lögreglumessuna

Lögreglukór Reykjavíkur undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar syngur við lögreglumessu í Langholtskirkju á fimmtudaginn, 1. maí. Þetta er í fimmtánda skipti sem sérstök lögreglumessa er haldin.

Gjafmildir Coldplay-menn

Meðlimir Coldplay hafa líklega gefist upp í baráttunni við ólöglegt niðurhal á netinu. Þeir hafa ákveðið að bjóða fyrstu smáskífuna af nýjustu plötu sinni, Viva la Vida, frítt á vefsíðu sinni. Þá ætla þeir að spila á tveimur ókeypis tónleikum til að kynna gripinn.

Myndband - Rottweiler rappa um óeirðirnar við Rauðavatn

Rapphljómsveitin XXX Rottweiler hundar hefur sent frá sér hápólitískt lag þar sem innblásturinn er sóttur í óeirðirnar við Rauðavatn í síðustu viku. Lagið ber nafnið Reykjavík - Belfast. Textinn er vægast sagt óvæginn í garð lögregluyfirvalda á landinu.

Miley Cyrus biðst afsökunar á dónamyndum

Táningastjarnan Miley Cyrus hefur með hlutverki sínu sem Hannah Montana, í samnefndum Disney-þáttum, leikið og sungið sér leið inn í hug og hjörtu þúsunda unglingsstúlkna. Þær, og ekki síst foreldrar þeirra eru ekki par hrifin af nýjasta viðtalinu við hana.

Stjörnublaðamaður til liðs við Morgunblaðið

Kolbrún Bergþórsdóttir stjörnublaðamaður ætlar að söðla um og fylgja Ólafi Stephensen ritstjóra 24 stunda yfir á Morgunblaðið. Kolbrún segir ekki ljóst hvaða þáttum blaðsins hún muni sinna.

Vala selur í Sjálandinu

Lífsstílsgúrúið Valgerður Matthíasdóttir er búin að selja íbúð sína í Sjálandshverfinu í Garðabæ, og er á leiðinni niður í bæ. „Já, ég er að fara niður á Klapparstíg,“ segir Vala. „Þá er ég í göngufæri við krakkana mína sem eru að koma heim úr langskólanámi.“

Skemmtilegasta bloggið er um strætó

Skemmtilegasti bloggarinn á blogcentral.is er fundinn. Gylfi Freyr, sem bloggar af ástríðu um strætó og strætóferðir hlaut yfirburða kosningu á vefsvæðinu. Úsendarar síðunnar heimsóttu Gylfa óvænt í vinnuna, og spurðu hann aðeins nánar út í þetta óvenjulega áhugamál.

Whitney klúðrar tónleikum

Whitney Houston þarf að taka sig duglega saman í andlitinu ef hún ætlar að slá aftur í gegn. Lifandi sönnun þessa voru tónleikar hennar á jazzhátíð í Tobago á dögunum.

Friðrik söng í hlýrabol í London

Þrettán hundruð manns sungu með Evróvisjónframlagi Íslendinga, This is My Life, þegar Eurobandið tók lagið í Scalaklúbbnum í London um helgina. „Þetta var þvílíkur vettvangur, það kunnu allir textann og sungu með,“ segir Friðrik Ómar, þreyttur en ánægður með helgina.

Aðdáendurnir hættulegri en serbneski herinn

James Blunt hefur lifað vígvellina á Balkanskaga, en aðdáendur hans eru mun hættulegri. Söngfuglinn, sem starfaði áður sem friðargæsluliði NATO á Balkanskaga, hoppaði fram af sviðinu á tónleikum sínum í Ashville í Norður-Karólínu á dögunum. Brjálaðir aðdáendur eltu hann á röndum, og endaði eltingarleikurinn á því að Blunt braut litla fingur hægri handar.

Mamma Ellu Dísar bloggar

Ragna Erlendsdóttir móðir Ellu Dísar, litlu stúlkunnar sem er með ólæknandi hrörnunarsjúkdóm hefur byrjað að blogga á Vísi. Í desember birti Vísir myndbrot af Ellu Dís, en þá var hún smám saman að missa mátt í höndum.

Engin skækja!

Leikkonan Scarlett Johansson segist ekki vera nein skækja eins og margir halda. Þvert á móti klæði hún sig upp á opnunum kvikmynda til þess að líta vel út. Hún fer ekki út með hverjum sem er og nælir sér ekki í lifrabólgu.

Paparassi kærir Paris og Benji

Ljósmyndari í Los Angeles er æfur út í Paris Hilton og kærastann hennar, Benji Madden. Hann segir að þau hafi keyrt ítrekað yfir fót hans og stungið svo af.

50 Cent í eróbikk

Rapparinn 50 Cent þarf að hætta að lyfta lóðum og mæta í fleiri eróbikktíma. Þetta eru fyrirmæli frá framleiðendum myndarinnar Microwave Park. Rapparinn leikur lögreglumann í myndinni, og á að vera grannur og spengilegur í hlutverkinu. Hann hefur hinsvegar lyft lóðum af miklum móð undanfarin ár, og þarf því að reyna að losa sig við eitthvað af vöðvunum.

Pabbi Amy vill láta loka hana inni

Hinn áhyggjufulli faðir söngkonunnar Amy Winehouse hefur lýst því yfir að hann vilji láta loka hana inni á meðferðarstofnun. Söngkonan djammglaða hefur átt erfitt með fíkniefni og áfengi síðustu árin.

Fangamyndir fræga fólksins eru list

Listamaðurinn Rachel Schmeidler hefur fundið sér óvenjulegan og allt að því óþrjótandi efnivið. Fangamyndir fræga fólksins.

Skrifar bók um Lindu

Sir Paul McCartney er að skrifa bók um fyrrum eiginkonu sína Lindu. Hinn 65 ára gamli bítill mun þar deila mörgum þeirra frábæru stunda sem þau áttu saman. Hann mun hitta útgefanda í vikunni til þess að fara yfir málin.

Leikur aðalhlutverkið í Englum og djöflum

Leikarinn Ewan McGregor hefur landað aðalhlutverkinu í framhaldsmyndinni af Da Vinci lyklinum. Myndin heitir Englar og djöflar en bókin hefur vakið mikla athygli.

Sjá næstu 50 fréttir