Reykjavík! fagnar fyrsta fjárnáminu Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 30. apríl 2008 16:27 MYND/Hörður Sveinsson „Baldvin Esra hjá Kimi Records keypti okkur á nauðungarsölu. Hann sá að þarna var fjárhagslegt rekald á ferð, gerði tilboð í allt heila klabbið og á okkur nú með húð og hári," segir Haukur Magnússon gítarleikari Reykjavík!. Sveitin hyggst halda upp á bága fjárhagsstöðu og fjárnám á Kaffibarnum um helgina. Forsaga málsins er sú að hljómsveitarmeðlimir, sem að eigin sögn eru bæði fjárhagslega þroskaheftir og lesblindir, höfðu lengi vanrækt skil á skattskýrslu sveitarinnar. Skattayfirvöld í Reykjavík hafa greinilega haft tröllatrú á tekjumöguleikum hennar, því þau ályktuðu að ekki kæmi annað til greina en Reykjavík! hefði þénað tugmilljónir á síðustu árum. Svo var þó ekki. Svo fór því fyrir rest að árangurslaust fjárnám var gert í einkahlutafélagi sveitarinnar, Engin miskunn ehf. Þeir voru því sendir aftur til skattstjóra til að semja um skuldina, en í millitíðinni hafði leiðrétt skýrsla verið send til skattayfirvalda. „Við fáum því greiðslufrest þangað til búið er að fara yfir hana og þeir fá staðfest endanlega hversu nöturlegur fjárhagslegur raunveruleiki íslenskra rokkara í pönkarakantinum er. Við höfum gert rosa fáar Vodafone auglýsingar undanfarið," segir Haukur sem sem hefur þó litlar áhyggjur af peningaleysinu almennt. „Mo money mo problems eins og Biggie Smalls sagði." „Við fengum með þessu endanlega staðfest að við og fjármál og peningar eigum svo til enga samleið. Við ætlum að einbeita okkur að því að vera frekar bara glaðir og hafa gaman af lífinu en að hafa áhyggjur af þeim," segir Haukur. Hann segist vona að sem flestir mæti og fagni fjárnáminu með þeim á Kaffibarnum á laugardaginn. „Það er frítt inn en það er hinsvegar skylduframlag í framkvæmdasjóð," segir Haukur og ítrekar að peningnum verði vel varið. „Hann fer alls ekki í neina vitleysu. Við ætlum bara að nota peninginn til að kaupa bjór til að gefa fólkinu í partýinu." Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Baldvin Esra hjá Kimi Records keypti okkur á nauðungarsölu. Hann sá að þarna var fjárhagslegt rekald á ferð, gerði tilboð í allt heila klabbið og á okkur nú með húð og hári," segir Haukur Magnússon gítarleikari Reykjavík!. Sveitin hyggst halda upp á bága fjárhagsstöðu og fjárnám á Kaffibarnum um helgina. Forsaga málsins er sú að hljómsveitarmeðlimir, sem að eigin sögn eru bæði fjárhagslega þroskaheftir og lesblindir, höfðu lengi vanrækt skil á skattskýrslu sveitarinnar. Skattayfirvöld í Reykjavík hafa greinilega haft tröllatrú á tekjumöguleikum hennar, því þau ályktuðu að ekki kæmi annað til greina en Reykjavík! hefði þénað tugmilljónir á síðustu árum. Svo var þó ekki. Svo fór því fyrir rest að árangurslaust fjárnám var gert í einkahlutafélagi sveitarinnar, Engin miskunn ehf. Þeir voru því sendir aftur til skattstjóra til að semja um skuldina, en í millitíðinni hafði leiðrétt skýrsla verið send til skattayfirvalda. „Við fáum því greiðslufrest þangað til búið er að fara yfir hana og þeir fá staðfest endanlega hversu nöturlegur fjárhagslegur raunveruleiki íslenskra rokkara í pönkarakantinum er. Við höfum gert rosa fáar Vodafone auglýsingar undanfarið," segir Haukur sem sem hefur þó litlar áhyggjur af peningaleysinu almennt. „Mo money mo problems eins og Biggie Smalls sagði." „Við fengum með þessu endanlega staðfest að við og fjármál og peningar eigum svo til enga samleið. Við ætlum að einbeita okkur að því að vera frekar bara glaðir og hafa gaman af lífinu en að hafa áhyggjur af þeim," segir Haukur. Hann segist vona að sem flestir mæti og fagni fjárnáminu með þeim á Kaffibarnum á laugardaginn. „Það er frítt inn en það er hinsvegar skylduframlag í framkvæmdasjóð," segir Haukur og ítrekar að peningnum verði vel varið. „Hann fer alls ekki í neina vitleysu. Við ætlum bara að nota peninginn til að kaupa bjór til að gefa fólkinu í partýinu."
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira