Lífið

Miley Cyrus biðst afsökunar á dónamyndum

Myndirnar fara fyrir brjóstið á siðprúðum amerískum foreldrum.
Myndirnar fara fyrir brjóstið á siðprúðum amerískum foreldrum.
Táningastjarnan Miley Cyrus hefur með hlutverki sínu sem Hannah Montana, í samnefndum Disney-þáttum, leikið og sungið sér leið inn í hug og hjörtu þúsunda unglingsstúlkna. Þær, og ekki síst foreldrar þeirra eru ekki par hrifin af nýjasta viðtalinu við hana.

Í nýjasta hefti Vanity Fair er viðtal við Cyrus, og myndaþáttur með henni sem hin þekkta Annie Leibowitz tók. Á myndunum er leikkonan, sem er fimmtán ára, ber að ofan, en hylur nekt sína með laki.

Þetta er ekki alveg ímyndin sem Disney heldur á lofti, og líklega hefur Miley litla fengið skömm í hattinn fyrir. Hún gaf því frá sér yfirlýsingu, þar sem hún harmar myndirnar, og segist ekki hafa átt von á því að þær væru svona krassandi. „Ég sat fyrir í myndaþætti sem átti að vera listrænn, en þegar ég sé myndirnar og les viðtalið skammast ég mín svo mikið," sagði Cyrus. „Þetta átti aldrei að fara svona, og ég bið aðdáendur mína, sem mér þykir afar vænt um, innilegrar afsökunar."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.