Lífið

Dvaldi á meðal götubarna

Ein mynda Guðmundar af sýningunni Börnin í ræsinu
Ein mynda Guðmundar af sýningunni Börnin í ræsinu

Guðmundur Tjörvi Guðmundsson opnar á morgun ljósmyndasýninguna Börnin í ræsinu en þar mun Guðmundur sýna myndir sem hann tók þegar hann dvaldi á meðal götubarna í Kænugarði í Úkraínu.

Guðmundur fylgdi götubörnunum í Úkraínu í fimm ár og vinnur nú að gerð heimildarmyndar um efnið. Myndband sem hann gerði fyrir hljómsveitina Mínus á dögunum, við lagið Throw Away Angel, vakti mikla athygli enda sýndi það við hversu sláandi aðstæður götubörnin í Úkraínu búa við.

Ljósmyndasýningu Guðmundar má sjá forsal Startart listasafnsins við Laugaveg 12b

Myndbandið sem Guðmundur gerði fyrir Mínus má sjá hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.