Lífið

Barnfóstra Rob Lowe segir eiginkonuna hafa áreitt sig

Önnur fyrrverandi barnfóstra hjá Rob Lowe og fjölskyldu hefur komið fram með ásakanir um kynferðislega áreitni.

Í þetta sinn er hinn meinti perri ekki Rob, heldur eiginkona hans Sheryl. Samkvæmt kæru sem fjölmiðlarvestanhafs hafa undir höndum átti barnapían Laura Boyce skrautlega vist hjá þeim hjónum.

Boyce segir að Sheryl hafi gengið nakin um húsið fyrir framan sig og börnin. Hún hafi sýnt kynlífi sínu og kærastans sérstakan áhuga, og ítrekað spurt um stærð getnaðarlims hans. Þá hafi hún einnig spurt hvernig væri að sofa hjá svona hávöxnum manni, en kærastinn er fyrrverandi NBA leikmaður

Sheryl hafi líka líst kynlífi sínu og Rob í smáatriðum, og grínast með að þau hefðu eyðilagt typpahringina hans í hamaganginum.

Talsmenn hjónanna neita ásökununum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.