Lífið

Sturla kosinn formaður Stéttarfélags leikstjóra í Kanada

Leikstjórinn Sturla Gunnarsson hefur verið kjörinn formaður Stéttarfélags leikstjóra í Kanada.

Um er að ræða félag sem telur tæplega 4.000 manns sem eru í lykilstöðum í kvikmynda- og sjónvarpsgeira landsins.

Sturla er best þekktur hér á landi fyrir að hafa leikstýrt myndinni Bjólfskviðu árið 2005. Er það eina myndin sem hann hefur gert hérlendis. Sturla flutti til Kanada 7 ára gamall og þar hefur hann leikstýrt fjölda kvikmynda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.