Lífið

Aðdáendurnir hættulegri en serbneski herinn

James Blunt hefur lifað vígvellina á Balkanskaga, en aðdáendur hans eru mun hættulegri. Söngfuglinn, sem starfaði áður sem friðargæsluliði NATO á Balkanskaga, hoppaði fram af sviðinu á tónleikum sínum í Ashville í Norður-Karólínu á dögunum. Brjálaðir aðdáendur eltu hann á röndum, og endaði eltingarleikurinn á því að Blunt braut litla fingur hægri handar.

Blunt getur enn spilað á gítar, en vilji hann spila almenninlega á píanó aftur þarf að brjóta fingurinn upp og láta hann gróa rétt saman. Það ætlar söngvarinn að gera, en hlakkar ekki til. „Ég vil að hann sé í lagi, en tilhugsunin um að láta þá taka hamar og brjóta puttann í tvennt er ekki frábær."

Þeir sem voru búnir að tryggja sér miða á tónleika Blunt í Laugardalshöll í júní þurfa ekki að örvænta. Hann ætlar ekki í aðgerðina fyrr en tónleikaferðalagi hans er lokið, og mun annar hljómsveitarmeðlimur spila á píanóið þangað til þá.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.