Lífið

Vala selur í Sjálandinu

Vala er mikil smekkkona.
Vala er mikil smekkkona. MYND/Stefán Karlsson
Lífsstílsgúrúið Valgerður Matthíasdóttir er búin að selja íbúð sína í Sjálandshverfinu í Garðabæ, og er á leiðinni niður í bæ. „Já, ég er að fara niður á Klapparstíg," segir Vala. „Þá er ég í göngufæri við krakkana mína sem eru að koma heim úr langskólanámi."

Vala segir dvölina í Sjálandshverfinu hafa verið yndislega. „Þetta er algjört himnaríki þarna, tala ekki um á þessum tíma þegar fuglarnir eru komnir og sólsetrin að verða frábær."

Það var arkitektinn Björn Ólafs sem hannaði Sjálandshverfið, hinn sami og hannaði Bryggjuhverfið, þar sem Vala hefur líka búið. „Ég hef verið svolítið mikið nálægt sjó," segir Vala, sem bregður ekki út af vananum nú. Nýja íbúðin hennar er á horni Klapparstígs og Skúlagötu, og sér Vala því út á sjóinn og yfir tónlistahúsið nýja sem er verði að byggja.

Hún er svo ekki ókunnug því hverfi, því fyrir nokkrum árum bjó hún í þessu sama húsi. „Ég bjó á númer fimm en nú er ég í næsta stigagangi," segir Vala. Þó það hljómi kannski svoleiðis segist Vala aðspurð ekki flytja svo oft. „Neinei, þetta er ekki árviss viðburður," segir hún hlæjandi að lokum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.