Lífið

1. maí á Kaffi Hljómalind

Kaffi Hljómalind.
Kaffi Hljómalind. MYND/Hljómalind

Lífræna kaffihúsið, Kaffi Hljómalind, verður með lifandi dagskrá 1. maí til að fagna baráttudegi verkalýðsins. Starfsfólk samvinnurekna kaffihússins ákvað að hafa opið til þess að fagna baráttudeginum og stuðla að umræðu í samfélaginu um félagslegt réttlæti og önnur baráttumál. Allt starfsfólk gefur vinnu sína þennan dag til að sýna orð í verki.

Frá 14-16 verður Snobb fyrir Alla XVI þar sem átta hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands flytja verk eftir Gabrieli fyrir gesti og gangandi.

Grasrótarsamtökin Ísland Palestína verða með fund milli 16 og 17 þar sem fjallað verður um félagið og markmið þess auk þess sem neyðarsöfnun, kynningarborð og varningur til stuðnings mannúðarstarfa verður á staðnum.

Saving Iceland verður með kynningu á markmiðum, starfsemi og heimspeki sinni frá 17-18.

Ísland Panorama fjalla um and-rasisma og þjóðfélagsleg málefni frá 18-19.

Frá 19-20 verður fyrirlestur og umræða um anarkó feminsma og quere theoríu.

Kl. 21:30 munu hljómsveitirnar Spirit of Moonflower, The Custom og fiðluleikarinn Karl Pestka spila til lokunar.

Íslandsdeild Amnesty, Saving Iceland og Andspyrna verða með kynningarbás yfir daginn.

Þetta segir í fréttatilkynningu frá kaffihúsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.