Fleiri fréttir

Christina Aguilera fæðir á morgun

Christina Aguilera mun ef að líkum lætur eignast barn á morgun. Söngkonan pantaði fyrir nokkru keisaraskurð þann tíunda janúar, til að fæða fyrsta barn hennar og eiginmannsins, Jordan Bratman. Kyn barnsins mun ekki koma meira á óvart en dagsetningin, en það mun vera drengur.

Vantar eitthvað í nærbuxurnar hans Davids Beckham?

Önnur auglýsingin með David Beckham í herferð fyrir Emporio Armani nærföt er komin í birtingu. Stinnir magavöðvarnir eru enn á sínum stað en eitthvað virðist vanta í kolsvartar nærbuxurnar. Í síðustu auglýsingu er fótboltakappinn í svipuðum stellingum, en þá vakti athygli með afbrygðum myndarleg kúla undir nærbuxunum. Sú virðist hafa gufað upp á nýjustu myndinni.

Siggi Hall hættir á Óðinsvéum

Meistarakokkurinn Siggi Hall er hættur á samnefndum veitingastað á Hóteli Óðinsvéum. Veitingastaðnum hafi verið lokað vegna breytinga og ráðgert sé að opna nýjan og stærri stað um miðjan febrúar.

Sonur Sigríðar Snævarr og Kjartans Gunnarssonar skírður

Litli sonur Sigríðar Snævarr og Kjartans Gunnarssonar var skírður á sunnudaginn. Hann hlaut nafnið Kjartan Gunnsteinn. Sigríður sagði í samtali við Vísi að Gunnsteins nafnið væri í höfuðið föður hennar, Gunnsteini Ármanni Snævarr.

PETA hlífir Spears

Dýraverndarsamtökin PETA hafa ákveðið að sjá aum á Britney Spears, og fjarlægja hana frá lista sínum yfir verst klæddu stjörnurnar. Listi PETA nær yfir þær stjörnur sem ganga í loðfeldum. Hinn frægi og illkvittni Mr. Blackwell fjarlægði einnig poppstjörnuna föllnu nýlega af frægum lista sínum yfir verst klædda fólkið.

Mýrin endurgerð í Hollywood

Kvikmyndaframleiðandinn Overtures hefur tryggt sér réttinn að því að endurgera mynd Baltasars Kormáks, Mýrina. Baltasar mun taka þátt í gerð myndarinnar, en fyrirtækið fór fram á að hann yrði einn framleiðanda. Overtures er með dreifingarsamning við Paramount, sem er eitt stærsta kvikmyndafyrirtækið og dreifingaraðilinn í Hollywood.

Mariah Carey myndi frekar syngja með svíni en J-Lo

Ofurdívan Mariah Carey er ekki hrifin af stallsystur sinni, Jennifer Lopez. Í viðtali við Inside Hollywood á dögunum var hún spurð að því hvort hún myndi syngja með J-Lo, en hún hélt ekki „Ég myndi frekar deila sviði með svíni! Jennifer Lopez og ég saman mun aldrei gerast."

Gengið frá samningum um kvikmyndun Grafarþagnar

Það er nóg um að vera hjá Baltasar Kormáki en hann og framleiðslufyrirtæki hans, Sögn, hafa tryggt sér kvikmyndaréttinn að Grafarþögn Arnalds Indriðasonar. Líklegt má teljast að kvikmynd um Grafarþögn yrði vel tekið, en bókin seldist í bílförmum á Íslandi.

Madeleine McCann - kvikmyndin

Foreldrar Madeleine McCann ráðgera nú að selja kvikmyndaréttinn að sögu hennar. Kate og Gerry McCann eru nú í viðræðum við IMG fyrirtækið um réttinn, sem gæti verið hundraða milljóna virði.

Læknar báðu Paul McCartney að hætta að drekka

Læknar sögðu Paul McCartney fyrir tveimur árum að hann þurfi að hætta endanlega að drekka vildi hann að hjartað dygði honum. Bítillinn, sem er 65 ára sem fór nýlega í aðgerð til að hreinsa út úr kransæðunum, lét leiðbeiningarnar hinsvegar sem vind um eyru þjóta, konu hans þáverandi til mikils ama.

Kidman á von á barni

Leikkonan Nicole Kidman á von á barni með manni sínum sveitasöngvaranum Keith Urban.

Golden Globe verðlaunahátíðin blásin af

Verkfall handritahöfunda í Hollywood gerir það að verkum að ákveðið hefur verið að hætta við Golden Globe verðlaunahátíðina og halda blaðamannafund í staðinn þar sem úrslitin verða kynnt.

Treystir sér ekki til að sýna viðtal við Britney Spears

Sjónvarpskóngurinn og sálfræðingurinn Dr. Phil McGraw hefur ákveðið að aflýsa klukkustundarlöngum þætti þar sem fjalla átti um nýjustu tíðindi af Britney Spears. Í yfirlýsingu sem birtist á vefsíðu hans segir að aðstæður poppstjörnurnar séu of erfiðar til að hægt sé að sýna þáttinn.

Hamingjuleysi heilasmárra kvenna vinsælt

„Ekki jafn klúðurslegt kynlíf, færri meiriháttar rifrildi og aðeins minna óöryggi." Þetta er það sem Helgi Jean Claessen og Hjálmar Jóhannsson höfundar bókarinnar „Konur eru aldrei hamingjusamar af því þær eru með svo litlan heila og kallar rosa pirrandi." lofa að maður fái út úr lestrinum.

Britney Spears leikur lögfræðing

Vinir Britney Spears óttast að hún muni reyna að flytja mál sitt sjálf í forræðisdeilu hennar og Kevins Federline. Söngkonan var eins og frægt er orðið lögð inn á Cedars Sinai sjúkrahúsið eftir að hún neitaði að láta syni sína tvo af hendi til lífvarðar eiginmannsins fyrrverandi skömmu fyrir helgi.

Leiðtogafundurinn gott efni í hasarmynd

Leikstjórinn Ridley Scott ætlar að gera bíómynd um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986. Scott segir fundinn gott efni í hasarmynd. Hann hafi markað upphafið að enda kalda stríðsins, og veiti auk þess tækifæri til að skoða tvo af áhrifamestu leiðtogum 20. aldarinnar.

Sjónvarpsstjóri bauð upp á Bó Lite

Glöggir áhorfendur Stöðvar 2 í kvöld tóku eftir því að það var ekki gullbarki stórsöngvarans Björgvins Halldórssonar sem kynnti inn spennuþáttinn Pressunni heldur hinn geðþekki sjónarpsstjóri Stöðvar 2 Pálmi Guðundsson.

Sarkozy upp að altarinu?

Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, ætlar að gifta sig þann 9. febrúar. Þetta fullyrðir franska blaðið Journal du Dimanche í dag en Sarkozy hefur verið að hitta ítölsku söngkonuna og fyrirsætuna Cölu Bruni síðan í nóvember. Þá voru aðeins fjórar vikur síðan hann gekk frá skilnaði við eiginkonu sína.

Tónleikar krabbameinssjúkra barna 20. janúar

Tónleikar sem halda átti til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna milli jóla og nýárs en þurfti að fresta vegna veðurs, verða í Háskólabíói 2. janúar. Þetta er 9. árið í röð sem tónleikarnir eru haldnir. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 16:00 en húsið opnar klukkan 15:30

Dr. Phil hitti Britney á spítalanum

Spjallþáttasálfræðingurinn Dr. Phil McGraw, sem er áhorfendum Skjás Eins að góðu kunnur, mun á morgun taka upp heilan þátt sem mun einungis fjalla um málefni Britney Spears.

Eru þau ekta?

Kryddstúlkan Melanie B virðist hafa verið áhugasöm um myndarlegan barm Victoriu Beckham þegar þær stöllur komu sman fram á tónleikum í London í vikunni. Tónleikarnir voru hluti af tónleikaröð Krydstúlknanna sem eru

Britney missir forsjá

Britney Spears hefur misst forsjá yfir sonum hennar og Kevin Federline fyrrverandi eiginmanns hennar. Þá hefur heimsóknarrétti hennar verið frestað. Réttur í Bandaríkjunum komst að þessari niðurstöðu eftir að Britney var færð til geðrannsóknar á sjúkrahús í fyrrakvöld þegar lögregla var kvödd að heimili hennar.

26 milljónum veitt til menningarstarfsemi

Menningar- og ferðamálaráð boðaði til móttöku og blaðamannafundar í Iðnó í dag, í tilefni úthlutunar styrkja menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar og útnefningar Tónlistarhóps Reykjavíkur 2008. Þar gerði Margrét Sverrisdóttir formaður menningar- og ferðamálaráðs grein fyrir úthlutuninni og Ísafold - Kammersveit sem útnefnd var Tónlistarhópur Reykjavíkur 2008 lék að viðstöddum styrkþegum.

Baltasar kallar eftir kvikmyndaþorpi í Reykjavík

Baltasar Kormákur leikstjóri vill að byggt verði kvikmyndaþorp í Reykjavík. „Hugmyndin er að þjappa saman kvikmyndagerðarmönnum og þarna verði allt á sama stað, bæði stúdíó, hljóðvinnsluaðstaða og skrifstofuaðstaða fyrir kvikmyndafyrirtækin. Þetta er í raun þróuð hugmynd að kvikmyndaveri.“

Eli Roth veitir fyrsta viðtalið á Bylgjunni

Þeir félagar Eli Roth og Quentin Tarantino hafa ekki beinlínis verið í felum í fríi sínu á klakanum. Þeir hafa þó hingað til ekki viljað ræða við fjölmiða, en á því verður breyting í dag.

Við erum ekki ofbeldismenn

„Fazmo er eitthvað sem er ekki til í dag. Það er með öllu ólýðanlegt og óþolandi að verið sé að bendla mig og Hallgrím ítrekað við eitthvað sem við komum ekki nálægt,“ segir Ingvar Þór Gylfason gjarnan kenndur við hina svokölluðu Fazmoklíku.

Miðasala hafin á Tommy Lee og Dj Aero

Miðasala á Burn Partýið á Nasa 25 janúar þar sem Tommy Lee og Dj Aero munu gera allt vitlaust hefst í dag á midi.is. Tommy Lee þarf varla að kynna fyrir neinum. Hann stofnaði Mötley Crüe, lék annað aðalhlutverka í hressilegu heimamyndbandi með eiginkonu sinni Pamelu Anderson, var með sína eigin sjónvarpsþætti og lamdi Kid Rock í beinni á MTV verðlaunaafhendingunni, auk þess að vera einn meðlima í hinni Magna-lausu hljómsveit Supernova.

Britney gæti misst forræðið fyrir fullt og allt

Havaríið í kringum Britney Spears í nótt gæti endanlega kostað hana forræðið yfir sonum sínum tveimur. Dómari veitti Kevin Federline, fyrrverandi eiginmanni hennar, tímabundið forræði yfir drengjunum í haust, en Britney hefur haft umgengnisrétt við þá. Það skilyrði var sett að hjónin fyrrverandi neyttu hvorki áfengis né fíkniefna á meðan börnin væru hjá þeim.

Lindsay dottin í það

Lindsay Lohan er nýkomin úr þriggja mánaða meðferð - annarri tveggja sem hún fór í á síðasta ári - en hún lætur það ekki stöðva sig í að fá sér kampavínstár á gamlárskvöld.

Viðar nýr stjórnanandi Útvarpsleikhússins

Viðar Eggertsson leikstjóri hefur verið ráðinn stjórnandi Útvarpsleikhússins sem verkefnisstjóri leiklistar á Rás 1 Ríkisútvarpsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu.

Britney sótt á sjúkrabíl til geðrannsóknar

Sjúkrabíll sótti Britney Spears að heimili hennar í Beverly Hills í nótt og flutti hana á Cedars-Sinai sjúkrahúsið til geðrannsóknar. Britney var heima í annarlegu ástandi með syni sína tvo þegar lögregla hugðist sækja þá og skila þeim til föður síns. Á tímabili var fjöldi lögreglumanna, slökkvilið, tveir sjúkrabílar og lögregluþyrla á staðnum, en engan sakaði í atgangnum.

Bannað börnum

Blátt bann við auglýsingum á skyndibita í bresku barnasjónvarpi tók gildi um áramótin.

Hver fer til Belgrad?

Það kemur í ljós laugardagskvöldið 23. febrúar hvaða lag verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Belgrad í maí. Keppnin hefur sem kunnugt er farið fram í Laugardagslögunum og það eru enn sjö þættir eftir. Fyrirkomulag keppninnar þykir nokkuð flókið og því er ekki úr vegi að útskýra næstu skref.

Afmælisdagurinn gæti komið þér í belgíska sjónvarpið

Belgíska ríkissjónvarpið leitar nú að þáttakendum í nýrri heimildarmynd sem fjallar um misjöfn örlög fólks sem á það eitt sameiginlegt að hafa fæðst sama dag. Í myndinni er fylgst með fólki sem fæðist á sama degi á mismunandi stöðum í heiminum, og er tilgangurinn að reyna svara spurningunni um hvernig líf fólks væri hefði það fæðst í öðrum heimshluta.

Katrin Jakobsdóttir eignaðist áramótadreng

,,Ég var búin að kaupa í matinn fyrir gamlárskvöld og undirbúa eitthvað allt annað." sagði Katrín Jakobsdóttir þingmaður hlæjandi, en hún eignaðist dreng snemma á gamlársdag. Litli drengurinn var fjórtán merkur og rúmir fimmtíu sentimetrar, og gekk fæðingin eins og í sögu. Katrín var sett á gamlárs, eða nýarsdag, en þar sem hún hafði gengið framyfir með eldri son sinn átti hún ekkert frekar von á hinum litla svona snemma. Sá eldri fæddist raunar líka í desember, og hefur parið því nokkra reynslu af því að verja jólum og áramótum í ungbarnaumsjón.

Rooney gaf kærustunni Range Rover í jólagjöf

Það eru ekki bara íslenskir viðskiptamenn, humarsúpusalar og Geir Ólafs sem keyra um á Range Rover. Coleen McLoughlin, kærasta Wayne Rooney renndi upp að hárgreiðslustofunni sinni á nýársdag í spánýnum silfurlitum Range Rover.

Bjöguð byrjun á brúðkaupsferð Katherine Heigl

Brúðkaup Gray's Anatomy stjörnunnar Katherine Heigl og Josh Kelley á að sögn viðstaddra að hafa verið afar fagurt og vel hepppnað, en brúðkaupsferð þeirra hjóna byrjaði ekki jafn vel.

Sjá næstu 50 fréttir