Lífið

Mariah Carey myndi frekar syngja með svíni en J-Lo

Ofurdívan Mariah Carey er ekki hrifin af stallsystur sinni, Jennifer Lopez. Í viðtali við Inside Hollywood á dögunum var hún spurð að því hvort hún myndi syngja með J-Lo, en hún hélt ekki „Ég myndi frekar deila sviði með svíni! Jennifer Lopez og ég saman mun aldrei gerast."

Söngkonan bar einnig af sér ásakanir um að hún væri erfið í samskiptum. ,,Ég er steinhissa, brugðið og fyllist viðbjóði yfir því að fólk skuli segja að ég sé með stjörnustæla," sagði Carey. ,,Ég hef aldrei hegðað mér eins og díva. Raunveruleg skilgreining á orðinu er kona sem syngur vel. Hin skilgreiningin er að það sé manneskja sem er erfitt að eiga við. Ég vona að sú fyrri eigi við mig, en ég er viss um að sú seinni gerir það ekki."

Höfundar bókarinnar „The Little Red Riders Book: The Backstage Requests Of Rock 'n' Roll's Most Famous Artists," eru líklega ekki sammála þessu. En í bókinni kemur fram að meðal þess sem Carey þarf að hafa baksviðs þegar hún heldur tónleika sé Cristal kampavín með röri, hvolpar, kettlingar og aðstoðarmaður til að henda notuðu tyggjói.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.