Bannað börnum 4. janúar 2008 06:00 Litríkt sælgæti er vissulega heillandi fyrir barnsaugað, en nú er bannað að auglýsa sælgæti í breskum barnatímum í sjónvarpi. Blátt bann við auglýsingum á skyndibita í bresku barnasjónvarpi tók gildi um áramótin. Í nýju reglugerðinni liggur strangt bann við auglýsingum á óhollum mat og drykk í kringum barnaefni sem ætlað er börnum yngri en sextán ára, en til þessa hefur bannið einungis náð til barna sem eru tíu ára og yngri. Auglýsingabannið nær til allra matar- og drykkjarvara sem auðugar eru af fitu, salti og sykri, og er liður í viðleitni stjórnvalda til að sporna við offitu barna á Bretlandi. Barnasjónvarpsstöðvum verður leyft að innleiða bannið í áföngum til ársloka 2008, en árangur auglýsingabannsins verður skoðaður á hausti komanda.- þlg Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið
Blátt bann við auglýsingum á skyndibita í bresku barnasjónvarpi tók gildi um áramótin. Í nýju reglugerðinni liggur strangt bann við auglýsingum á óhollum mat og drykk í kringum barnaefni sem ætlað er börnum yngri en sextán ára, en til þessa hefur bannið einungis náð til barna sem eru tíu ára og yngri. Auglýsingabannið nær til allra matar- og drykkjarvara sem auðugar eru af fitu, salti og sykri, og er liður í viðleitni stjórnvalda til að sporna við offitu barna á Bretlandi. Barnasjónvarpsstöðvum verður leyft að innleiða bannið í áföngum til ársloka 2008, en árangur auglýsingabannsins verður skoðaður á hausti komanda.- þlg
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið