Lífið

Britney missir forsjá

Britney var haldið í skefjum þegar hún var flutt af heimili sínu í sjúkrabíl.
Britney var haldið í skefjum þegar hún var flutt af heimili sínu í sjúkrabíl.

Britney Spears hefur misst forsjá yfir sonum hennar og Kevin Federline fyrrverandi eiginmanns hennar. Þá hefur heimsóknarrétti hennar verið frestað. Réttur í Bandaríkjunum komst að þessari niðurstöðu eftir að Britney var færð til geðrannsóknar á sjúkrahús í fyrrakvöld þegar lögregla var kvödd að heimili hennar þar sem hún hafði ekki skilað drengjunum til föður þeirra á réttum tíma. Hún var flutt í sjúkrabifreið á sjúkrahús og sögð undir áhrifum óþekkts efnis.

Áður hefði Federline fengið bráðabirgðaforsjá yfir sonunum Sean Preston og Jayden James. Fyrirtaka var fyrirhuguð í forsjárdeilu fyrrverandi hjónanna 14. janúar næstkomandi, en þá verður líklega tekin ákvörðun um hvenær Britney fær að hitta börnin á ný.

Áður hefði Federline fengið bráðabirgðaforsjá yfir sonunum Sean Preston og Jayden James. Hatrömm forsjárdeila hefur staðið á milli foreldranna og Britney hefur fengið að hitta drengina einn dag í viku. 

Lögmenn poppstjörnunnar hafa óskað eftir því fyrir rétti að vera leystir frá störfum sínum, þeir segja samskiptin við hana ekki ganga upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.