Fleiri fréttir

Radcliffe rakar inn seðlum

Harry Potter-stjarnan Daniel Radcliffe er í hópi ríkustu ungmenna Bretlands. Eignir hans eru metnar á yfir milljarð króna sem gerir hann ríkari en marga þekkta fótboltamenn.

Þáttaraðir um æfi Bruce Lee

Kínverska sjónvarpið ætla að gera 40 þátta heimildamynd um ævi kung fu snillingsins Bruce Lee. Þáttaraðirnar bera nafnið "The Legend of Bruce Lee" og mun gerð þáttanna vera um 43 milljarðar íslenskra króna.

Hara skrifar undir samning við Concert

„Hljómsveitin byrjar að æfa strax á miðvikudag og Jógvan byrjar að syngja á fimmtudaginn,“ segir Einar Bárðarson en ráðgert er að fyrsta platan með færeyska söngvaranum Jógvan komi út strax í byrjun maí. Einar stóð uppi sem sigurvegari á föstudaginn langa þegar úrslitin í X-Factor voru kunngjörð en skjólstæðingur hans Jógvan hafði mikla yfirburði og sigraði með yfir sjötíu prósent allra atkvæða.

Gamlar gersemar

Kvikmyndasafn Íslands ­gref­ur upp gersemar úr sínum fórum og sýnir á næstu dögum nokkrar heimildarmyndir frá fornri tíð. Í kvöld og næstkomandi laugardag verðar sýndar myndir frá hnattflugi Nelsons og félaga hans sem komu við í Reykjavík árið 1924 og heimildarmynd um Ítalann Balbo sem flaug yfir Atlantshafið og drap niður fæti hér árið 1933.

Þriðja plata Kings of Leon

Rokksveitin Kings of Leon frá Nash­ville hefur sent frá sér sína þriðju plötu, Because of the Times. Hún inniheldur meðal annars smáskífulagið On Call sem hefur verið mikið spilað að undanförnu.

Eurovision liður í sjálfstæðisbaráttu

„Ég styð þá í hvaða vitleysu sem er eins og þar stendur. Sjálfsagt, fyrst keppnin hefur teygt sig svo langt landfræðilega að Ísraelsmenn eru með, að Palestínumenn taki líka þátt. Hafi þeir áhuga á því,” segir Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður félagsins Ísland-Palestína.

LCD Soundsystem: Sound of Silver -fjórar stjörnur

James Murphy, aðalhausinn á bak við LCD og stofnandi DFA plötufyrirtækisins, er án efa einn mest þenkjandi tónlistarmaður samtímans. Snilldin á bak við aðra plötu LCD Soundsystem er einfaldlega slík. Murphy hefur tekist að skapa danstónlistarkokteil sem á skilið allsherjar lýsingarorðakyn­svall, góðra að sjálfsögðu en einnig ögrandi og dónalegra.

Engar guðfræðilegar hártoganir

Séra Þórhallur Heimisson hefur samið við bókaútgáfuna Sölku um útgáfu á ævisögu Maríu Magdalenu. Þórhallur hefur gengið með hugmyndina í maganum síðan 2004 þegar hann byrjaði með námskeiðið um Da Vinci lykilinn en þar leikur María stórt hlutverk.

Science of Sleep - fjórar stjörnur

Nýjasta mynd franska leikstjórans Michel Gondry er óhefðbundin ástarsaga sem gerist í París og í undralandi draumanna. Aðalpersónan Stéphane (Bernal) gerir ekki greinarmun á þessum tveimur heimum, sérstaklega ekki eftir að hann kynnist listakonunni Stéphanie (Gainsbourg) sem býr á móti honum.

Avril Lavigne kaupir 10 baðherbergja villu

Söngkonan Avril Lavigne hefur fest kaup á stórhýsi í Los Angeles ásamt eiginmanni sínum Deryck Whibley, söngvara hljómsveitarinnar Sum 41. Baðherbergin í húsinu eru 10 talsins. Avril, sem er 22 ára, og Deryck, 27 ára keyptu húsið fyrir rúma 9,5 milljón dollara en það jafngildir rúmum 640 milljónum íslenskra króna.

Nicole Kidman í faðmi fjölskyldunnar um páskana

Leikkonan Nicole Kidman og maður hennar, sveitasöngvarinn Keith Urban, eyddu helginni með fjölskyldu Nicole í Ástralíu. Byrjuðu þau páskahelgina á því að fara til kirkju í L.A. áður en þau flugu með einkaþotu til Sydney. Þar hitti parið í fyrsta sinn nýja systurdóttur Nicole, Sybellu, en systir Nicole, Antonia, eignaðist barnið barnið fyrir tveimur vikum.

Kevin á strípibúllu en Britney á Lakers leik

Britney og Kevin voru kát um páskahelgina, aðeins rúmri viku eftir að þau náðu samkomulagi um skilnað sinn. Kevin fór með nokkrum nánum vinum sínum til Las Vegas og var helgin sannkölluð ,,strákahelgi,” samkvæmt heimildum People en Britney skellti sér á körfuboltaleik og verslaði síðan svolítið.

Scarlett Johansson ekki að leita að kærasta

Leikkonan Scarlett Johansson, sem bendluð hefur verið við söngvarann Justin Timberlake, gefur lítið fyrir þær sögusagnir en sést hefur til þeirra úti að skemmta sér saman undanfarið.

Því styttra því betra

Flestar konur finna sér eina flík um ævina sem þær tileinka sér algjörlega og líður alltaf best í. Sumar fara aldrei úr gallabuxunum og aðrar hafa fundið sjötíu leiðir til að nota svartar síðbuxur. Hjá mér eru það pils, og þá er ég að meina stutt pils, sem alltaf hafa átt hug minn og hjarta. Ég fagna endurkomu ör-pilsanna í sumar, en persónulega fór aldrei úr þeim.

Barnið inni í Mr. Bean

Breski gamanleikarinn Rowan Atkinsson snýr aftur sem hinn óborganlega klaufi Mr.Bean í nýrri mynd um kappann sem frumsýnd er um helgina. Birgir Örn Steinarsson ræddi við Atkinsson á snjóþungum degi í Lundúnaborg.

Ég hef alltaf skilað auðu

Hæ Björk! Svaka æfingar hjá þér núna – hvaða fólk verður með þér á sviðinu? ,,Jónas Sen, 10 íslenskar brassstelpur, Damian Taylor, Chris Corsano og Mark Bell.”

Kate Beckinsale vill stærri brjóst

Margir telja leikkonuna Kate Beckinsale bera hið fullkomna útlit. Hún er þó ekki á sama máli þar sem hún vildi gjarnan vera barmstærri. Helst vilji hún jafn stóran barm og leikkonan Queen Latifah. Kemur þetta fram í maí útgáfu tímaritsins Glamour.

Geðæknir Önnu Nicole sætir rannsókn

Geðlæknir, sem skrifaði upp á 11 lyfjategundir sem fundust á hótelherbergi Önnu Nicole Smith við andlát hennar, sætir nú rannsókn læknaráðs Californiu.

Innihald dagbóka Önnu Nicole

Innihald tveggja dagbóka Önnu Nicole heitinnar er nú komið í fjölmiðla. Bækurnar hélt Anna Nicole á 10. áratuginum og má lesa úr þeim að hún var afar ástfangin af þáverandi eiginmanni, auðkýfingnum J. Howard Marshall II, en hafði miklar áhyggjur af þyngdinni og kynlífi.

Stórkostlegur heiður

Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, KK, var kjörinn Blúsmaður ársins við setningu Blúshátíðar í Reykjavík á Hótel Nordica í fyrrakvöld. Það var Blúsfélag Reykjavíkur sem sæmdi KK nafnbótinni. Þeir sem áður hafa hlotið þennan heiður eru Magnús Eiríksson (2004), Björgvin Gíslason (2005) og Andrea Gylfadóttir (2006).

Antony Hegarty syngur með Björk í Höllinni

Antony Hegarty, betur þekktur sem Antony & the Johnsons, er væntanlegur til landsins í tengslum við Volta-tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur á annan í páskum. Hann kemur fram með Björk í 1-2 lögum á tónleikunum.

Svalasta blásaraveit landsins

„Ég hélt fyrst að það væri einhver að stríða mér þegar það var hringt í mig og spurt hvort ég vildi spila með Björk og fara í tónleikaferð með henni þannig að ég afþakkaði pent. Svo hugsaði ég smá um þetta og fattaði hvað ég hefði gert, hringdi til baka og endaði hér.” segir Valdís Þorkelsdóttir trompetleikari.

Passíusálmar í sjötta sinn

Megas flytur Passíusálma Hallgríms Péturssonar á hljómleikum í kirkju sálmaskáldsins í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd í tvígang laugardag fyrir páska: verða fyrri tónleikarnir kl. 16 en hinir síðari um kvöldið kl. 20.30. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá vígslu kirkjunnar sem menn hafa síðan kallað nýju kirkjuna á þessu andlega höfuðbóli Hvalfjarðar.

Zero Hour með tvenna tónleika

Bandaríska rokksveitin Zero Hour spilar á tvennum tónleikum hér á landi um páskana. Þeir fyrri verða á Grand Rokk laugardaginn 7. apríl og þeir síðari annan í páskum í Hellinum í Tónlistarþróunarmiðstöðinni.

Mika bætist við listann

Nýstirnið Mika er nýjasta stóra nafnið sem tilkynnt er á Hróarskelduhátíðina sem verður haldin í júlí. Fyrsta plata Mika, Life in Cartoon Motion, hefur fengið góða dóma og hefur tónlistinni verið líkt við blöndu af Queen, Elton John, Abba, Robbie Williams og Scissor Sisters. Hefur lagið Grace Kelly notið mikilla vinsælda.

Örvhenti urriðinn reyndist lax

„Hvað er lax að flækjast í Minnivallalæk í Landsveit? Mér fannst hann reyndar laxlegur. Urrrlax,“ segir Sigurður Sveinsson, handboltakappi með meiru.

Aldrei fór ég suður í beinni

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður send út í beinni útsendingu á netinu. Stendur útsendingin frá 19 til 00.30 á föstudaginn og frá 15 til 2.00 á laugardaginn.

Gefur laun sín til góðgerðarmála

„Jú það er satt, ég ætla að gefa öll launin sem ég fæ fyrir að kenna þennan áfanga til góðgerðarmála. Þrír hæstu nemendurnir fá að velja hvaða góðgerðarsamtök fá peningana og ég reikna með að hann skiptist milli tveggja eða þriggja samtaka,“ segir Raphael Wechsler, stundakennari við Háskólann í Reykjavík.

Höfuðborgin í algjöran forgang

Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, framkvæmda- og rekstraraðila Hvalfjarðarganga, og forstjóri Faxaflóahafna, hefur afar mótaðar hugmyndir um samgöngumál á láði og legi. Stígur Helgason ræddi við hann um fyrirhugaða tvöföldun Hvalfjarðarganga.

Fóru á Ólympíuleika pitsubakara

Jakob H. Magnússon og Valgerður Jóhannsdóttir, eigendur Hornsins, voru dómarar í fyrstu Ólympíuleikunum í pitsugerð sem haldnir voru á Ítalíu í síðustu viku. Ólöf, dóttir þeirra hjóna, og Mummi, sem hefur starfað sem pitsubakari á Horninu í um sjö ár, kepptu fyrir hönd Íslands á mótinu. Þau skutu ríkjandi Norðurlandameistara ref fyrir rass, og stefna á að taka þátt í komandi keppnum í Skandinavíu.

Stórhátíð í bíóhúsum

Páskarnir eru á góðri leið með að verða stórhátíð fyrir kvikmyndahúsagesti. Og á því verður engin breyting að þessu sinni því alls verða fjórar kvikmyndir frumsýndar fyrir páska. Sambíóin taka til sýninga nýjustu kvikmyndina um Mr. Bean.

Bjartsýnn brúarsmiður

Kristín Steinsdóttir fagnar tuttugu ára rithöfundarafmæli sínu um þessar mundir en hún hlaut á dögunum sérstaka viðurkenningu fyrir nýjustu skáldsögu sína, Á eigin vegum. Kristrún Heiða Hauksdóttir kíkti í skonsur til Kristínar.

Feiminn við Björk

Stuðsveitin Hot Chip hitar upp fyrir Björk á tónleikum á mánudaginn. Steinþór Helgi Arnsteinsson sló á þráðinn til sveitarinnar. Joe Goddard, einn söngvari Hot Chip, lagahöfundur og hljómborðs­leikari sveitarinnar, var að vonum spenntur fyrir heimsókninni.

Píanóið til Memphis

Píanóið sem John Lennon notaði til að semja hið sígilda lag Imagine er á leiðinni til Memphis í Tennessee í tilefni þess að 39 ár eru liðin frá því að mannréttindaleiðtoginn Martin Luther King var myrtur.

Á nærbuxum á veitingahúsi

Halldór Bragason, blúsgítarleikari og blúskóngur Íslands, segir blúsinn gera lífið fegurra og Blúshátíðina umturna daufri dymbilviku í skemmtilega daga. Halldór er ekki aðeins blúsari af lífi og sál, heldur er hann golfari mikill og sporðdreki.

Bjarni Ben ætlar að hlaupa maraþon

„Við erum nokkrir saman sem höfum verið að hlaupa síðan í janúar,“ segir alþingismaðurinn Bjarni Benediktsson sem ætlar að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt nokkrum félögum sínum. „Það hefur gengið misjafnlega að koma sér virkilega vel í gang og ýmis meiðsl hafa verið að hrjá hópinn og ég sjálfur þurfti að taka mér smá pásu en er allur að koma til,“ bætir Bjarni við.

Travolta nauðlenti á Írlandi

John Travolta komst í hann krappann á mánudag þegar tæknilegir erfiðleikar komu upp í einkaþotu hans. Vélin var á leið frá Þýskalandi til New York. Henni var nauðlent á Shannon flugvellinum í Írlandi.

Cynthia Nixon rótar í ruslinu

Sex and the City stjarnan Cynthia Nixon er svo sannarlega ekki pjöttuð. Ónefndur gestur í Riverside Park garðinum í N.Y. hafði hent nammipoka sínum í rusl í garðinum, en það var ennþá smá sælgæti í pokanum.

Faðerni dóttur Önnu Nicole ennþá óljóst

Búist var við að niðurstöður DNA prófs, sem skera á úr um hver faðir dóttur Önnu Nicole heitinnar væri, kæmu fram í rétti í gær. Hafði dómari á Bahamaseyjum fyrirskipað DNA prófið. Dóttir Önnu Nicole, Dannielynn, er aðeins sex mánaða gömul.

Silvía Nótt og Trabant með tónleika á NASA í kvöld

Stórtónleikar verða á NASA í kvöld þar sem ofurstjarnan Silvía Nótt og electro-rokksveitin Trabant leiða saman hesta sína. Þá mun betri helmingur tvíeykisins Gullfoss og Geysir sjá um að magna upp stemningu áður en stjörnur kvöldsins stíga á stokk.

Tók pabba sinn í nefið - bókstaflega!

Keith Richards, gítarleikari Rolling Stones, viðurkenndi í blaðaviðtali að hann hefði tekið ösku föður síns og blandað við kókaín sem hann tók síðan í nefið. Aðspurður sagði hann að blandan hefði ekki verið slæm - hann væri jú ennþá á lífi. Faðir Keiths dó árið 2002. Enn fer engum sögum af viðbrögðum móður Keiths við fréttunum.

Mandy Moore ökklabrotin

Söngkonan Mandy Moore brákaðist á ökkla þegar hún var í myndatöku fyrir tímaritið Self. Var hún að hoppa af bát ofan í sjóinn þegar slysið átti sér stað. Átti slysið sér stað í Mexíko í lok febrúar samkvæmt talsmanni söngkonunnar.

Sjá næstu 50 fréttir