Fleiri fréttir

Sjötíu kíló á 10 mánuðum

Idolstjarnan fyrrverandi og Ólafsfirðingurinn Gísli Hvanndal Jakobsson hefur misst sjötíu kíló síðan hann fór í magaminnkunaraðgerð í maí á síðasta ári.

Dansmynd á toppinn

Dansmyndin Stomp the Yard fór beint á topp bandaríska aðsóknarlistans um síðustu helgi. Þar með lauk sigurgöngu myndar Ben Stiller, Night at the Museum, sem hafði setið í þrjár vikur á toppnum.

Hlynur með hauskúpubindi á Alþingi

„Ég myndi nú ekki taka svo djúpt á árinni að segja ég væri að innleiða nýja tískustrauma á Alþingi,“ segir Hlynur Hallsson, varaþingmaður Vinstri-grænna. Hlynur bindur bagga sína ekki sömu hnútum og flestir á þingi hvað klæðaburð snertir og þekkt er þegar hann mætti bindislaus í ræðustól um árið og fékk bágt fyrir.

Hvað leynist í skúffunum?

Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka efnir árlega til verðlaunasamkeppni og auglýsir eftir handritum að skáldsögum fyrir börn og unglinga. Sagan skal vera að lágmarki fimmtíu blaðsíður að lengd eða um tuttugu þúsund orð. Ekki er gert ráð fyrir því að verðlaunasagan verði myndskreytt.

Kylie veik

Ástralska söngkonan Kylie Minogue hefur hætt við að koma fram á tvennum tónleikum vegna veikinda. Kylie er um þessar mundir á tónleikaferð um Bretland sem ber heitið Showgirl Homecoming Tour.

Klám á heimasíðu Nylon

Spjallsvæði virðist vera óvarin fyrir ágangi klámsíðna og nú hefur stúlknasveitin Nylon orðið fyrir barðinu á óforskömmuðum netverjum. Tengla á klámsíður var að finna á spjallsvæði stúlknasveitarinnar Nylon sem starfrækt er á heimasíðu sveitarinnar og fór fréttin eins og eldur um sinu á netheimum í gær.

Öðruvísi saga - Fjórar stjörnur

Bókin hentar vel ungum lesendum og er ég viss um að fólk á þeim aldri hefur oft leitt hugann að svipuðum aðstæðum og Kæja hugsar um. Hugleiðingar hennar gætu þannig vakið fleiri spurningar og veitt kjörið tækifæri fyrir hina eldri að ræða við hina yngri um stríðsátök, söguna og ástandið í dag.

Hasarinn á vel við mig

Guðjón Davíð Karlsson leikari hefur leikið í tæplega 250 sýningum hjá Leikfélagi Akureyrar síðasta árið sem mun víst vera met. „Ég er búinn að leika í 248 sýningum á rúmlega 13 mánuðum,“ segir Guðjón Davíð Karlsson leikari sem mun á næstu dögum frumsýna sitt sjöunda leikrit með Leikfélagi Akureyrar.

Stiller leikstýrir Tropic Thunder

Gamanleikarinn Ben Stiller verður leikstjóri, aðalleikari og annar handritshöfunda kvikmyndarinnar Tropic Thunder sem er væntanleg í bíó á næsta ári.

Mjög stolt af starfinu

Það verður sérstök hátíðarsýning hjá Stoppleikhópnum í dag en þá heimsækja leikarar hans grunnskóla Kjalarness með fornkappa í farteskinu og leika hundruðustu sýninguna á leikgerð Íslendingasögunnar um Hrafnkel Freysgoða eftir Valgeir Skagfjörð.

Sendir frá sér ilmvatn

Christina Aguilera ætlar að gefa út ilmvatn undir sínu nafni. Söngkonan mun slást í lið með Procter and Gamble til að framleiða ilmvatnið, en hún segir fyrirtækið vera tilvalinn félaga.

Guli eðalvagninn til sölu á 25 milljónir

„Hún var bara skráð hjá okkur fyrir helgi,“ segir Þröstur Brynjólfsson hjá bílasölunni Bílalind en guli Hummer-eðalvagninn sem Ásgeir Davíðsson, oftast kenndur við Goldfinger, hefur gert út er til á sölu hjá bílasölunni. Þröstur segir að enn hafi ekki borist margar fyrirspurnir enda sé tiltölulega stuttur sölutími liðinn en hann bjóst fastlega við því að bílinn myndi seljast.

Höfðingleg jólagjöf Baltasars

„Þetta lítur vel út. En samt er enginn ofsagróði af Mýrinni eins og hjá bönkunum,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur aðspurður um hvort Mýrin reynist ekki sannkölluð gullnáma.

Britney gerist gjafmild

Britney Spears kom flækingi sem varð á vegi hennar í Los Angeles skemmtilega á óvart í síðustu viku, þegar hún gaf honum 300 dollara, eða um 21.000 krónur. Söngkonan hafði nýlega tekið háa upphæð út úr hraðbanka þegar hún staðnæmdist á rauðu ljósi.

Jessica enn í sárum

Jessica Simpson segist enn þjást eftir skilnaðinn við Nick Lachey. „Það koma enn stundir þegar ég þjáist svo mikið að ég get varla andað,“ segir Jessica. „Ég elska Nick af öllu hjarta og hann er enn góður vinur. Hann er hluti af mér enda ólumst við upp saman. Ég varð ástfangin af honum þegar ég var 19 ára. Það er ungt,“ segir hún enn fremur.

Leitar að barnfóstru

Madonna leitar nú logandi ljósi að barnfóstru fyrir son sinn, David Banda, sem hún ættleiddi frá Malaví í október. Leitin hefur staðið yfir frá því í desember og hefur söngkonan fengið vinkonur sínar, þær Stellu McCartney og Gwyneth Paltrow, í lið með sér.

Unnið með almenna ógæfu

Myndlistarmaðurinn Kolbeinn Hugi Höskuldsson heldur óvenjulega sýningu í Nýlistasafninu um þessar mundir. Yfirskrift hennar er „Still drinking about you“ en þar veitir hann gestum sínum „einstakt tækifæri til að skyggnast inn í íveru listamannsins jafnframt því að fjalla á fordómalausan hátt um sjúkan hugarheim fíkilsins“.

Úr skugga Davids Beckham

Félagaskipti Davids Beckham frá spænska stórliðinu Real Madrid til L.A. Galaxy hafa vakið furðu og undran margra knattspyrnuforkólfa. Victoria er hins vegar sögð vera í skýjunum.

The Prestige - Þrjár stjörnur

Þegar öllu er á botninn hvolft er The Prestige enn ein rósin í hnappagat Nolans; hugvitssamleg mynd sem hefði þó getað orðið enn betri ef betur hefði verið búið um hnútana í lokin.

40.000 dollara nótt Britneyjar og nýja kærastans í Vegas

Britney Spears og nýi fylgdarmaðurinn hennar, leikarinn og módelið, Isaac Cohen, sáust saman aðra helgina í röð, í þetta skiptið í Las Vegas á laugardagskvöldið. Þau eru sögð hafa gist í 810 fermetra sérsvítu á 34. hæð í Fantasy-turni The Palms hótelssins, svokallaðri Hugh Hefner Sky Villa, þar sem nóttin kostar 40.000 dollara (2,8 milljónir króna).

Stuttmyndir á netið

Á föstudag var tilkynnt að helmingur stuttmynda sem sýndar verða á Sundance-hátíðinni verði aðgengilegur á netinu í bás iTunes. Niðurhalið af iTunes gegn verði bætist við ókeypis strauminn á vefsíðu Sundance en opnað verður fyrir þær 18. janúar en þá hefst hátíðin.

Scorsese líklegur til afreka

Gullhnötturinn, eða Golden Globe, verður afhentur í kvöld en verðlaunin þykja gefa sterka vísbendingu um hvað koma skal á Óskarnum. Samkvæmt vefsíðunni Envelope.com er baráttan nokkuð hörð þetta árið enda hafa kvikmyndirnar skipt tilnefningum nokkuð jafnt sín á milli þetta árið.

Óttast mannrán

Lítið hefur sést til hinnar níu mánaða gömlu Suri Cruise, dóttur Katie Holmes og Tom Cruise, frá því að hún kom í heiminn. Fjölmiðlar hafa mikið velt því fyrir sér hvar barnið sé niður komið og hver ástæðan fyrir feluleiknum sé.

Metnaðarfull Paris

Hótelerfinginn Paris Hilton segist ætla að leggja metnað sinn í leiklist í nánustu framtíð og er sannfærð um að hún eigi eftir að ná langt á þessum vettvangi.

Ný smáskífa á leiðinni

Ný smáskífa frá Dr. Spock er væntanleg í búðir upp úr helgi. „Hún hefur verið í dálítilli biðstöðu, en hún er til og allt klárt,“ sagði Guðfinnur Karlsson, betur þekktur sem Finni, söngvari rokksveitarinnar.

James Jr. fær engan arf

Nafn fimm ára sonar James Brown og kærustu hans, Tomi Rae Hynie, James Jr., finnst ekki í erfðaskrá söngvarans. Samkvæmt erfðaskránni fá sex börn Brown sinn skerf úr dánarbúi hans en James Jr. fær ekki eyri. Lögfræðingur Hynie segist ekkert vita um erfðaskrána og skilur hvorki upp né niður í þessum fregnum. James Brown lést á jóladag, 73 ára að aldri.

Idolstjörnur áberandi í fyrsta holli Eurovision

„Ég tapaði veðmáli og þess vegna er ég með," segir Idolstjarnan Snorri Snorrason sem er einn þeirra söngvara sem flytja lag í fyrsta riðli undankeppni Eurovision á laugardaginn.

Harry prins til Íraks

Harry Bretaprins verður sendur á vígvöllinn í Írak innan tíðar samkvæmt fréttum breskra dagblaða í gær. Greint er frá því að hann verði sendur í sérstaka þjálfun í vikunni þar sem hermönnum er kennt að mæta skyndiárásum á vígvelli.

Gibson til Mexíkó

Leikstjórinn Mel Gibson verður viðstaddur frumsýningu myndar sinnar Apocalypto í Mexíkó í næstu viku. Myndin gerist fyrir fimm hundruð árum og fjallar um Maya-ættbálkinn sem byggði upp samfélag í Mexíkó, Gvatemala og Hondúras. Er hún öll töluð á tungumáli Maya.

Gefur út dúettaplötu

Platan Two"s Company – The Duets með Cliff Richard er komin út. Þar tekur Cliff lagið með flytjendum á borð við Elton John, Daniel O"Donnell, Dianne Warwick og Barry Gibb.

Fyrirspurnir frá draumaborginni hafa sexfaldast

„Það hefur átt sér stað mikil vakning um Ísland meðal erlendra kvikmyndagerðarmanna,“ segir Einar Tómasson hjá Film in Iceland. „Fyrirspurnir hafa sexfaldast á undanförnum árum og hækkun á endurgreiðslu í fjórtán prósent skipti þar miklu máli,“ útskýrir hann.

Frábærlega skemmtilegt frisbí

Innan veggja Háskóla Íslands starfar Flugdiskafélag stúdenta, fyrsta og eina íþróttafélag sinnar tegundar á landinu. Það kemur saman í Hagaskóla á mánudagskvöldum til að iðka íþrótt að nafni Ultimate frisbee. „Þetta er mjög einfalt sport og maður er fljótur að læra það. Ég kunni sjálf ekkert þegar ég byrjaði, hafði bara komið við frisbí í einhverju gríni,“ sagði Freydís Vigfúsdóttir, forseti frisbífélagsins.

Fox á sér myrka hlið

Matthew Fox, sem leikur lækninn Jack Shepard í þáttunum Lost, segist eiga sér myrka hlið. „Ég er lygari, svikari og þjófur og vef fólki um fingur mér. Ég lýg á hverjum einasta degi,“ sagði hinn fertugi Fox í viðtali við tímaritið Men"s Journal.

Britney eldist hratt

Britney Spears er farið að taka sinn toll. Þekktur lýtalæknir segir hana hafa elst um 10-15 ár á tveimur árum.

Breyttist í Idi Amin

Leikarinn Forest Whitaker sökkti sér svo djúpt í hlutverk einræðisherrans Idi Amin í kvikmyndinni The Last King of Scotland að eiginkona og börnin hans voru hætt að tala við hann.

Aniston ekki í sárum

Lýtaaðgerðasérfræðingar í Hollywood eru sannfærðir um að Jennifer Aniston hafi farið í brjóstastækkun og að það sjáist berlega á myndum frá People‘s Choice Awards.

Afmælisrit um Melaskóla

Út er komin hjá Skruddu glæsilegt afmælisrit um Melaskólann sem varð 60 ára í október síðastliðinn. Þar eru birtar skrár um alla nemendur sem þaðan luku barnaskólaprófi frá upphafi til þessa dags ásamt bekkjarmyndum.

Afdrifaríkur undirbúningur

Í Silfurtunglinu er ung kona að undirbúa stefnumót við mikilvægasta mann í heimi – manninn sem hún ætlar að elska til æviloka. Þá er jú vissara að vera búin að æfa sig aðeins.

50 cent gerir smokka

50 cent leggur nú hönd á plóginn í baráttunni við alnæmi. Hann fer þó sínar eigin leiðir, að vanda, og ætlar að styrkja málefnið með því að leggja nafn sitt við smokkalínu.

Lohan sökuð um lygi

Eins og sagt hefur verið frá gekkst ungstirnið Lindsay Lohan undir uppskurð fyrr í mánuðinum vegna botnlangabólgu. Lohan var lögð inn á sjúkrahús og botnlangi hennar fjarlægður 4. janúar. Leikkonan var svo útskrifuð degi síðar.

Drakk sig í hel af vatni

Vatn er hollt og mikið vatn er mjög hollt. Of mikið vatn getur hinsvegar verið lífshættulegt. Tuttugu og átta ára gömul bandarísk kona drakk sig í hel af vatni, til þess að vinna Nintendu leikjatölvu.

Verulegar hækkanir á nýjum matseðlum

„Jájá, það er rétt. Ég er að láta prenta nýjan matseðil,” segir Örn Guðmundsson eigandi hins ágæta Grillhúss við Tryggvagötu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru veitinghús landsins mörg hver að láta prenta nýja matseðla, ekki til að kynna nýja rétti, heldur ný verð á gömlum og góðum réttum. .

Streep í Mamma Mia!

Óskarsverðlaunaleikkonan Meryl Streep mun leika aðalhlutverkið í söngvamyndinni Mamma Mia! sem er byggð á samnefndum söngleik sem hefur notið mikilla vinsælda.

Close to Paradise - fjórar stjörnur

Á hverju ári í janúar, rekst maður á plötur eins og þessa, sem er stórkostleg en var samt af einhverjum ástæðum hvergi að finna á árslistum gagnrýnenda.

Hefner vill Victoriu Beckham

Sala knattspyrnukappans David Beckham frá spænska stórliðinu Real Madrid til bandaríska liðsins L.A Galaxy hefur að mati bresku fjölmiðlanna opnað nýjar dyr fyrir spússu hans, Victoriu Beckham.

Sjá næstu 50 fréttir