Fleiri fréttir Kristín Matthíasdótir: Hattar eru punkturinn yfir i-ið Ungt fólk ófeimið við hattana Í fimbulkuldanum þessa dagana skarta margir skjólgóðum höfuðfatnaði en það færist í vöxt að Íslendingar beri ekki aðeins kauðslegar lopakollur eða merkjaskreyttan íþróttavarning sér til hlífðar. Hattar virðast í miklum móð og má sjá fólk á öllum aldri og báðum kynjum bera þá við öll möguleg tækifæri. 14.1.2007 09:00 Zidane vinsæl jólagjöf í Frakklandi Kvikmyndin Zidane: Andlit 21. aldarinnar sló heldur betur í gegn hjá Frökkum um jólin en dvd-diskur myndarinnar seldist í yfir hundrað þúsund eintökum. 13.1.2007 16:00 Talsett og döbbuð Lipsynch er heitið á nýrri sýningu kanadíska leikstjórans og leikhúsmannsins Robert Lepage. Þar fléttir hann sjö sögum saman í stóra myndræna heild og verður verkið flutt á vegum Ex Machina og Théâtre San Frontières í Newcastle í febrúar. 13.1.2007 15:30 Staðfesta skilnað Leikkonan Cameron Diaz og popparinn Justin Timberlake hafa staðfest skilnað sinn eftir þriggja ára ástarsamband. 13.1.2007 14:30 Nýárstónleikar Tríó Artis Tríó Artis heldur árlega nýárstónleika sína í Mosfellskirkju í Mosfellsdal á morgun sunnudag. Þetta er í fjórða skiptið sem tónleikarnir eru haldnir en á efnisskrá er jafnan ljúf tónlist fyrir flautu, víólu og hörpu. 13.1.2007 14:00 Mannamyndir á söfnum Þrjár stórsýningar hafa verið uppi í London á þessu hausti: Mannamyndasýningu Þjóðverjans Hans Holbein (1497/98-1543) lauk í Tate-safninu síðasta sunnudag. 13.1.2007 13:30 Ljúka nýrri plötu á árinu Hljómsveitin Sigur Rós hefur undanfarna tvo mánuði verið upptekin í hljóðveri sínu, Sundlauginni, í Mosfellsbæ við að taka upp lög á nýja plötu. 13.1.2007 13:00 Hvetur til ættleiðinga Söngkonan Madonna hefur hvatt fólk til að ættleiða börn frá Afríku þrátt fyrir það fjaðrafok sem ættleiðing hennar á malavískum dreng olli. Sagðist hún í spjalli við David Letterman hafa bjargað lífi með því að ættleiða drenginn, sem er eins árs. Hún sagðist hafa verið vöruð við því að ættleiðingin gæti gengið erfiðlega fyrir sig en átti ekki von á svona mikilli gagnrýni. Madonna á einnig níu ára dóttur og sex ára son. 13.1.2007 12:30 Gísli Marteinn verður mér innan handar Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur hefur verið úthlutað hið vandasama verk að vera kynnir í undankeppni Sjónvarpsins fyrir Euro-vision en fyrsta undankvöldið verður á dagskrá eftir viku. „Ég er enginn Gísli Marteinn eða Logi Bergmann,“ svarar Ragnhildur þegar hún er spurð hvort Euro-vision sé mikið áhugamál hjá sér. „Er svona meðalmanneskja í þessu,“ bætir hún við. 13.1.2007 11:30 Drottningin leiðir kapphlaupið Kvikmyndin The Queen fékk tíu tilnefningar til bresku Bafta-verðlaunanna sem tilkynntar voru í gær. 13.1.2007 11:00 Bók um Mikines hrósað Nesútgáfunnar um færeyska málarann Samal Joensen-Mikines sem Aðalsteinn Ingólfsson er aðalhöfundurinn að fær framúrskarandi umsögn hjá Peter Michael Hornung í Politiken um helgina. Ein glæsilegasta útgáfa ársins segir gagnrýnandinn og hrósar aðstandendum útgáfunnar fyrir metnað í öllum frágangi verksins. 13.1.2007 10:30 Aron Pálmi heim í ágúst „Já, hann er búinn að bóka ferð heim þessi gleymdi sonur Íslands,” segir Einar S. Einarsson talsmaður RFS-hópsins sem barist hefur fyrir frelsun og heimkomu Arons Pálma Ágústssonar. 13.1.2007 10:00 Bláminn indigo Þjóð sem klæðir sig árið um kring í bláar gallabuxur ætti ekki að kippa sér upp við að myndlistarmenn setji saman sýningu með yfirskriftinni Indigo. Á hverju ári er baðmullin í gallabuxunum lituð blá með tilbúnum indigo-lit sem hefur um langt árabil tekið við af hinum forna dimmbláa lit. 13.1.2007 09:30 Best í heimi aftur í Iðnó Rauði þráðurinn hefur auglýst að teknar verði upp sýningar í Iðnó frá og með næsta laugardegi á spunaverkinu Best í heimi sem María Reyndal setti upp fyrir jól við gríðargóðar undirtektir. 13.1.2007 09:00 Wilson Muuga: samkomulag kynnt í hádeginu Samkomulag á milli íslenska ríkisins og eigenda Wilson Muuga um aðgerðir til að fjarlægja flak Wilson Muuga úr Hvalsnessfjöru verður kynnt við strandstað í hádeginu í dag. Wilson Muuga, sem setið hefur fastur í fjöruborðinu síðan 19. desember, verður sen ... 12.1.2007 00:01 James Bond etur kappi við Bretadrottningu Hennar hátign, Bretadrottning og starfsmaður í þjónustu hennar, James nokkur Bond, takast á um toppsæti BAFTA verðlaunanna. Tilnefningar til verðlaunanna voru kynntar í dag. Nýja James Bond kvikmyndin, Casino Royale, fékk alls níu tilefningar en The Queen, þar sem Helen Mirren leikur Bretadrottningu í krísu vegna láts Díönu prinsessu fær 10 tilnefningar. 12.1.2007 16:40 Johnny Depp leikur Litvinenko Hollywoodleikarinn Johnny Depp ætlar að gera kvikmynd um rússneska njósnarann Litvinenko, dramatískt dauðastríð hans eftir póloneitrun og reyfarakennda leitina að morðingja hans. Sagt er að Depp ætli einnig að leika aðalhlutverkið sjálfur. 12.1.2007 13:14 Slægur fer gaur með gígju Á sunnudaginn var hófst endurflutningur á sjö þátta seríu um Bob Dylan frá árinu 1989. Umsjónarmaður þáttanna er Magnús Þór Jónsson, öðru nafni Megas og eru þættirnir á dagskrá Rásar 2 á sunnudagskvöldum klukkan 20:00. 12.1.2007 11:57 Jackson gerir ekki Hobbit Deilurnar milli Peter Jackson og kvikmyndafyrirtækisins New Line Cinema hafa blossað upp að nýju eftir ummæli forstjóra fyrirtækisins í sjónvarpsþætti. 12.1.2007 10:00 Kennir aðdáendum að spila lögin sín Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison eins og hann er jafnan kallaður, hefur bryddað upp á skemmtilegri nýjung á heimasíðu sinni, Mugison.com. Þar hefur kappinn tekið upp gítarkennslu fyrir aðdáendur sína. Mugison skrifar að aðdáendur hans óski oft eftir upplýsingum um hvaða grip hann noti í hverju lagi og hann hafi ákveðið að bæta úr skorti á þessum upplýsingum. 12.1.2007 09:45 Nafn komið á nýja plötu Næsta plata bresku hljómsveitarinnar Kaiser Chiefs mun heita Yours Truly, Angry Mob og er hún væntanleg 26. febrúar. 12.1.2007 09:30 Orð eins árs Haldið verður upp á eins árs afmæli hip hop-þáttarins Orð á Barnum í kvöld. Fyrsti árslisti þáttarins, sem er á dagskrá Flass 104,5, var fluttur í síðasta þætti og samanstóð hann af 25 bestu plötum ársins 2006 og 34 bestu lögunum. 12.1.2007 09:15 Piparsveinn í fjárhagskröggum „Það fór eiginlega allt illa sem gat farið illa á meðan þessu Bacheolor-dæmi stóð,“ segir piparsveinninn víðfrægi Steingrímur Randver Eyjólfsson. Í Lögbirtingarblaðinu kemur fram að bú Steingríms verði tekið til gjaldþrotaskipta þann 19. mars. 12.1.2007 09:00 Aðdáendur hóta aðgerðum gegn yfirvöldum Magna Ásgeirssyni hefur verið neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna en hann er bókaður í tónleikaferð þar með Rock Star: Supernova. 12.1.2007 09:00 Skiptar skoðanir um Middleton á Íslandi Breska konungsfjölskyldan hefur verið í kastljósinu undanfarna daga, sér í lagi Vilhjálmur og kærasta hans, Kate Middleton og gera fjölmiðlar þvi skóna að trúlofun sé handan við hornið. Middleton hefur þegar unnið hug og hjörtu bresku þjóðarinnar en á Íslandi eru skoðanir skiptar meðal aðdánda aðalsfólks. 12.1.2007 08:30 Steinunn í Florida Steinunn Þórarinsdóttir á verk á listaverkamessunni í Palm Beach 3 Contemporary Art Fair í Flórida.Það eru um níutíu gallerí sem þar sýna og er Samuel Osborne galleríið í Mayfair sem höndalr alla jafna með verk Steinunnar sem sýnir þar syðra. 12.1.2007 08:15 Söngleikjafár á fjölunum á næstunni Fimm íslenskir söngleikir eru væntanlegir á fjalirnar í vor og haust og má því með sanni segja að söngleikjafár ríði nú yfir landið. 12.1.2007 08:00 Tónleikum frestað Tónleikum sænsku hljómsveitarinnar Peter, Bjorn & John, sem áttu að fara fram hér á landi 27. janúar, hefur verið frestað til 31. mars vegna óviðráðanlegra orsaka. 12.1.2007 07:45 Tvö lög frumflutt Hljómsveitin Manic Street Preachers frumflutti nýverið tvö lög á tónleikum í Manchester. Sveitin hefur ekkert starfað síðan þeir James Dean Bradfield og Nicky Wire hófu sólóferil en ætlar nú að reyna fyrir sér á nýjan leik eftir tveggja ára hlé. Platan Send Away the Tigers er væntanleg í vor og lofa þeir félagar góðri endurkomu þar sem ferskleikinn verður í fyrirrúmi. 12.1.2007 07:30 Ætlar ekki að gefast upp Tónlistarmaðurinn og annar af meirihlutaeigendum húsnæðis Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar, Danny Pollock, játar að allt líti út fyrir að efnaðir menn ætli sér að kaupa húsnæðið, eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær. 12.1.2007 06:45 Ítölsk-íslensk veisla í kvöld Ítölsk-íslensk raftónlistarveisla verður haldin í Stúdentakjallaranum í kvöld. Fram koma Evil Madness, Fabrizio Modonese Palumbo og Paul Beauchamp. 12.1.2007 04:00 Græðir á tá og fingri Robbie Williams græddi vel á síðasta ári. Alls rakaði breski hjartaknúsarinn inn rétt tæpum milljarði íslenskra króna sem verður að teljast ansi gott. Velta fyrirtækis Robbie, The In Good Company Co Ltd, var 2,4 milljarðar króna en árið áður var veltan tveir milljarðar. 12.1.2007 03:30 Garðar Thór bjartasta vonin í Bretlandi Breska tímaritið Classic FM Magazine gerir ferli stórsöngvarans Garðars Thórs Cortes góð skil í febrúarhefti sínu og segir hann vera björtustu vonina í óperuheiminum um þessar mundir, eða „Hot Property“. 12.1.2007 02:30 Byggingalist í ráðhúsinu Það er ekki á hverjum degi sem almenningi gefst kostur á að sjá sæmilegt yfirlit um íslenska byggingarlist en nú gefst slíkt tækifæri: Sýning um byggingarlist á Íslandi á síðustu árum verður uppi í Tjarnarsal, Ráðhússins í Reykjavík frá föstudeginum 12. til 28. janúar. 12.1.2007 02:00 Barrymoore á lausu Drew Barrymore hefur sagt skilið við kærasta sinn til nokkurra ára, trymbilinn Fabrizio Moretti úr hljómsveitinni The Strokes. Ekki er langt um liðið síðan Barrymore ræddi um ást sína á Moretti í blaðaviðtali en vinir leikkonunnar segja að þau hafi smám saman rekið í sundur. „Drew fannst tímabært að þau tækju sér hlé frá hvort öðru.“ 12.1.2007 01:30 Á hraðbáti með Cohen Söngkonan Britney Spears er sögð eiga í ástarsambandi við fyrirsætuna og leikarann Isaac Cohen. Sáust þau sigla saman í hraðbáti undan ströndum Kaliforníu um síðustu helgi og létu þau vel hvort að öðru. 12.1.2007 01:00 Aldrei of seint fyrir Noruh Bandaríska tónlistarkonan Norah Jones gefur út sína þriðju sólóplötu 29. janúar næstkomandi. Platan nefnist Not Too Late og hefur að geyma þrettán glæný lög. 12.1.2007 00:30 Regnskogahasar Það er heldur betur sláttur á Mel Gibson í Apocalypto sem á ýmislegt sameiginlegt með fyrri leikstjórnarverkefnum hans, Braveheart og The Passion of the Christ. Helsti snertiflöturinn er grafískt ofbeldið sem hann veltir sér upp úr af miklum áhuga og list. 12.1.2007 00:01 Fyrsta ást Hilmis Snæs Leikritið Dagur Vonar, var fyrsta ást Hilmis Snæs Guðnasonar í leikhúsinu. Hann sá verkið fyrir 20 árum í Iðnó og ákvað eftir þá upplifun að gerast leikari. Hilmir leikstýrir þessu verki í kvöld í Borgarleikhúsinu. Viðtalið verður birt í heild sinni í Íslandi í dag á Stöð2 í kvöld. 11.1.2007 13:55 Vinsælustu lög Ladda Tvöföld safnplata með Ladda, Hver er sinnar kæfu smiður, kemur út á mánudag. Á plötunum tveimur er að finna öll vinsælustu lögin í flutningi Ladda og spanna þau langan feril hans. 11.1.2007 17:00 Uppgjör ársins 2006 Sjötta platan í Rokklands-seríunni, Rokkland 2006, kemur út á mánudag. Þetta er fyrsta útgáfa Senu á árinu 2007. 11.1.2007 16:30 Unnur Birna leikur í bíómynd Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrum alheimsfegurðardrottning, hefur tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni Stóra planið í leikstjórn Ólafs Jóhnnessonar en tökur á henni hefjast í apríl á þessu ári. Þetta er fyrsta kvikmyndahlutverk Unnar Birnu en móðir hennar, Unnur Steinsson, lék eins og frægt er orðið í sjónvarpsmyndinni „Þegar það gerist“ eftir Hrafn Gunnlaugsson. 11.1.2007 16:00 Um stolin þjóðkvæði og frumleikakröfuna Nigel Watson er enn á ný kominn í heimsókn til Íslands, en hann er eins og flækingsfuglarnir, fer víða og tekur ástfóstri við suma staði. Nigel var áhrifamikill í leikhúslífi hér á áttunda áratugnum en hann rak þá leikhóp með Ingu Bjarnason. 11.1.2007 15:30 Heimilisbragur - þrjár stjörnur Litprentuð ljósmyndabók Gunnars Sverrissonar með myndasyrpum af íslenskum heimilum sem þær Elsa Ævarsdóttir og Halla Bára Gestsdóttir völdu, kom út fyrir jól hjá forlagi Nennu. Hún er með inngangi á ensku og íslensku, er með mjúkum spjöldum, fallega prentuð og vönduð í öllum frágangi. 11.1.2007 15:00 Sólarljóð í myndum Listmálarinn, blaðamaðurinn, ritstjórinn og ferðabókahöfundurinn Gísli Sigurðsson hefur gefið Garðabæ, þar sem hann býr, myndröð eftir sjálfan sig sem gerð er eftir Sólarljóðum. 11.1.2007 14:30 Sjá næstu 50 fréttir
Kristín Matthíasdótir: Hattar eru punkturinn yfir i-ið Ungt fólk ófeimið við hattana Í fimbulkuldanum þessa dagana skarta margir skjólgóðum höfuðfatnaði en það færist í vöxt að Íslendingar beri ekki aðeins kauðslegar lopakollur eða merkjaskreyttan íþróttavarning sér til hlífðar. Hattar virðast í miklum móð og má sjá fólk á öllum aldri og báðum kynjum bera þá við öll möguleg tækifæri. 14.1.2007 09:00
Zidane vinsæl jólagjöf í Frakklandi Kvikmyndin Zidane: Andlit 21. aldarinnar sló heldur betur í gegn hjá Frökkum um jólin en dvd-diskur myndarinnar seldist í yfir hundrað þúsund eintökum. 13.1.2007 16:00
Talsett og döbbuð Lipsynch er heitið á nýrri sýningu kanadíska leikstjórans og leikhúsmannsins Robert Lepage. Þar fléttir hann sjö sögum saman í stóra myndræna heild og verður verkið flutt á vegum Ex Machina og Théâtre San Frontières í Newcastle í febrúar. 13.1.2007 15:30
Staðfesta skilnað Leikkonan Cameron Diaz og popparinn Justin Timberlake hafa staðfest skilnað sinn eftir þriggja ára ástarsamband. 13.1.2007 14:30
Nýárstónleikar Tríó Artis Tríó Artis heldur árlega nýárstónleika sína í Mosfellskirkju í Mosfellsdal á morgun sunnudag. Þetta er í fjórða skiptið sem tónleikarnir eru haldnir en á efnisskrá er jafnan ljúf tónlist fyrir flautu, víólu og hörpu. 13.1.2007 14:00
Mannamyndir á söfnum Þrjár stórsýningar hafa verið uppi í London á þessu hausti: Mannamyndasýningu Þjóðverjans Hans Holbein (1497/98-1543) lauk í Tate-safninu síðasta sunnudag. 13.1.2007 13:30
Ljúka nýrri plötu á árinu Hljómsveitin Sigur Rós hefur undanfarna tvo mánuði verið upptekin í hljóðveri sínu, Sundlauginni, í Mosfellsbæ við að taka upp lög á nýja plötu. 13.1.2007 13:00
Hvetur til ættleiðinga Söngkonan Madonna hefur hvatt fólk til að ættleiða börn frá Afríku þrátt fyrir það fjaðrafok sem ættleiðing hennar á malavískum dreng olli. Sagðist hún í spjalli við David Letterman hafa bjargað lífi með því að ættleiða drenginn, sem er eins árs. Hún sagðist hafa verið vöruð við því að ættleiðingin gæti gengið erfiðlega fyrir sig en átti ekki von á svona mikilli gagnrýni. Madonna á einnig níu ára dóttur og sex ára son. 13.1.2007 12:30
Gísli Marteinn verður mér innan handar Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur hefur verið úthlutað hið vandasama verk að vera kynnir í undankeppni Sjónvarpsins fyrir Euro-vision en fyrsta undankvöldið verður á dagskrá eftir viku. „Ég er enginn Gísli Marteinn eða Logi Bergmann,“ svarar Ragnhildur þegar hún er spurð hvort Euro-vision sé mikið áhugamál hjá sér. „Er svona meðalmanneskja í þessu,“ bætir hún við. 13.1.2007 11:30
Drottningin leiðir kapphlaupið Kvikmyndin The Queen fékk tíu tilnefningar til bresku Bafta-verðlaunanna sem tilkynntar voru í gær. 13.1.2007 11:00
Bók um Mikines hrósað Nesútgáfunnar um færeyska málarann Samal Joensen-Mikines sem Aðalsteinn Ingólfsson er aðalhöfundurinn að fær framúrskarandi umsögn hjá Peter Michael Hornung í Politiken um helgina. Ein glæsilegasta útgáfa ársins segir gagnrýnandinn og hrósar aðstandendum útgáfunnar fyrir metnað í öllum frágangi verksins. 13.1.2007 10:30
Aron Pálmi heim í ágúst „Já, hann er búinn að bóka ferð heim þessi gleymdi sonur Íslands,” segir Einar S. Einarsson talsmaður RFS-hópsins sem barist hefur fyrir frelsun og heimkomu Arons Pálma Ágústssonar. 13.1.2007 10:00
Bláminn indigo Þjóð sem klæðir sig árið um kring í bláar gallabuxur ætti ekki að kippa sér upp við að myndlistarmenn setji saman sýningu með yfirskriftinni Indigo. Á hverju ári er baðmullin í gallabuxunum lituð blá með tilbúnum indigo-lit sem hefur um langt árabil tekið við af hinum forna dimmbláa lit. 13.1.2007 09:30
Best í heimi aftur í Iðnó Rauði þráðurinn hefur auglýst að teknar verði upp sýningar í Iðnó frá og með næsta laugardegi á spunaverkinu Best í heimi sem María Reyndal setti upp fyrir jól við gríðargóðar undirtektir. 13.1.2007 09:00
Wilson Muuga: samkomulag kynnt í hádeginu Samkomulag á milli íslenska ríkisins og eigenda Wilson Muuga um aðgerðir til að fjarlægja flak Wilson Muuga úr Hvalsnessfjöru verður kynnt við strandstað í hádeginu í dag. Wilson Muuga, sem setið hefur fastur í fjöruborðinu síðan 19. desember, verður sen ... 12.1.2007 00:01
James Bond etur kappi við Bretadrottningu Hennar hátign, Bretadrottning og starfsmaður í þjónustu hennar, James nokkur Bond, takast á um toppsæti BAFTA verðlaunanna. Tilnefningar til verðlaunanna voru kynntar í dag. Nýja James Bond kvikmyndin, Casino Royale, fékk alls níu tilefningar en The Queen, þar sem Helen Mirren leikur Bretadrottningu í krísu vegna láts Díönu prinsessu fær 10 tilnefningar. 12.1.2007 16:40
Johnny Depp leikur Litvinenko Hollywoodleikarinn Johnny Depp ætlar að gera kvikmynd um rússneska njósnarann Litvinenko, dramatískt dauðastríð hans eftir póloneitrun og reyfarakennda leitina að morðingja hans. Sagt er að Depp ætli einnig að leika aðalhlutverkið sjálfur. 12.1.2007 13:14
Slægur fer gaur með gígju Á sunnudaginn var hófst endurflutningur á sjö þátta seríu um Bob Dylan frá árinu 1989. Umsjónarmaður þáttanna er Magnús Þór Jónsson, öðru nafni Megas og eru þættirnir á dagskrá Rásar 2 á sunnudagskvöldum klukkan 20:00. 12.1.2007 11:57
Jackson gerir ekki Hobbit Deilurnar milli Peter Jackson og kvikmyndafyrirtækisins New Line Cinema hafa blossað upp að nýju eftir ummæli forstjóra fyrirtækisins í sjónvarpsþætti. 12.1.2007 10:00
Kennir aðdáendum að spila lögin sín Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison eins og hann er jafnan kallaður, hefur bryddað upp á skemmtilegri nýjung á heimasíðu sinni, Mugison.com. Þar hefur kappinn tekið upp gítarkennslu fyrir aðdáendur sína. Mugison skrifar að aðdáendur hans óski oft eftir upplýsingum um hvaða grip hann noti í hverju lagi og hann hafi ákveðið að bæta úr skorti á þessum upplýsingum. 12.1.2007 09:45
Nafn komið á nýja plötu Næsta plata bresku hljómsveitarinnar Kaiser Chiefs mun heita Yours Truly, Angry Mob og er hún væntanleg 26. febrúar. 12.1.2007 09:30
Orð eins árs Haldið verður upp á eins árs afmæli hip hop-þáttarins Orð á Barnum í kvöld. Fyrsti árslisti þáttarins, sem er á dagskrá Flass 104,5, var fluttur í síðasta þætti og samanstóð hann af 25 bestu plötum ársins 2006 og 34 bestu lögunum. 12.1.2007 09:15
Piparsveinn í fjárhagskröggum „Það fór eiginlega allt illa sem gat farið illa á meðan þessu Bacheolor-dæmi stóð,“ segir piparsveinninn víðfrægi Steingrímur Randver Eyjólfsson. Í Lögbirtingarblaðinu kemur fram að bú Steingríms verði tekið til gjaldþrotaskipta þann 19. mars. 12.1.2007 09:00
Aðdáendur hóta aðgerðum gegn yfirvöldum Magna Ásgeirssyni hefur verið neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna en hann er bókaður í tónleikaferð þar með Rock Star: Supernova. 12.1.2007 09:00
Skiptar skoðanir um Middleton á Íslandi Breska konungsfjölskyldan hefur verið í kastljósinu undanfarna daga, sér í lagi Vilhjálmur og kærasta hans, Kate Middleton og gera fjölmiðlar þvi skóna að trúlofun sé handan við hornið. Middleton hefur þegar unnið hug og hjörtu bresku þjóðarinnar en á Íslandi eru skoðanir skiptar meðal aðdánda aðalsfólks. 12.1.2007 08:30
Steinunn í Florida Steinunn Þórarinsdóttir á verk á listaverkamessunni í Palm Beach 3 Contemporary Art Fair í Flórida.Það eru um níutíu gallerí sem þar sýna og er Samuel Osborne galleríið í Mayfair sem höndalr alla jafna með verk Steinunnar sem sýnir þar syðra. 12.1.2007 08:15
Söngleikjafár á fjölunum á næstunni Fimm íslenskir söngleikir eru væntanlegir á fjalirnar í vor og haust og má því með sanni segja að söngleikjafár ríði nú yfir landið. 12.1.2007 08:00
Tónleikum frestað Tónleikum sænsku hljómsveitarinnar Peter, Bjorn & John, sem áttu að fara fram hér á landi 27. janúar, hefur verið frestað til 31. mars vegna óviðráðanlegra orsaka. 12.1.2007 07:45
Tvö lög frumflutt Hljómsveitin Manic Street Preachers frumflutti nýverið tvö lög á tónleikum í Manchester. Sveitin hefur ekkert starfað síðan þeir James Dean Bradfield og Nicky Wire hófu sólóferil en ætlar nú að reyna fyrir sér á nýjan leik eftir tveggja ára hlé. Platan Send Away the Tigers er væntanleg í vor og lofa þeir félagar góðri endurkomu þar sem ferskleikinn verður í fyrirrúmi. 12.1.2007 07:30
Ætlar ekki að gefast upp Tónlistarmaðurinn og annar af meirihlutaeigendum húsnæðis Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar, Danny Pollock, játar að allt líti út fyrir að efnaðir menn ætli sér að kaupa húsnæðið, eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær. 12.1.2007 06:45
Ítölsk-íslensk veisla í kvöld Ítölsk-íslensk raftónlistarveisla verður haldin í Stúdentakjallaranum í kvöld. Fram koma Evil Madness, Fabrizio Modonese Palumbo og Paul Beauchamp. 12.1.2007 04:00
Græðir á tá og fingri Robbie Williams græddi vel á síðasta ári. Alls rakaði breski hjartaknúsarinn inn rétt tæpum milljarði íslenskra króna sem verður að teljast ansi gott. Velta fyrirtækis Robbie, The In Good Company Co Ltd, var 2,4 milljarðar króna en árið áður var veltan tveir milljarðar. 12.1.2007 03:30
Garðar Thór bjartasta vonin í Bretlandi Breska tímaritið Classic FM Magazine gerir ferli stórsöngvarans Garðars Thórs Cortes góð skil í febrúarhefti sínu og segir hann vera björtustu vonina í óperuheiminum um þessar mundir, eða „Hot Property“. 12.1.2007 02:30
Byggingalist í ráðhúsinu Það er ekki á hverjum degi sem almenningi gefst kostur á að sjá sæmilegt yfirlit um íslenska byggingarlist en nú gefst slíkt tækifæri: Sýning um byggingarlist á Íslandi á síðustu árum verður uppi í Tjarnarsal, Ráðhússins í Reykjavík frá föstudeginum 12. til 28. janúar. 12.1.2007 02:00
Barrymoore á lausu Drew Barrymore hefur sagt skilið við kærasta sinn til nokkurra ára, trymbilinn Fabrizio Moretti úr hljómsveitinni The Strokes. Ekki er langt um liðið síðan Barrymore ræddi um ást sína á Moretti í blaðaviðtali en vinir leikkonunnar segja að þau hafi smám saman rekið í sundur. „Drew fannst tímabært að þau tækju sér hlé frá hvort öðru.“ 12.1.2007 01:30
Á hraðbáti með Cohen Söngkonan Britney Spears er sögð eiga í ástarsambandi við fyrirsætuna og leikarann Isaac Cohen. Sáust þau sigla saman í hraðbáti undan ströndum Kaliforníu um síðustu helgi og létu þau vel hvort að öðru. 12.1.2007 01:00
Aldrei of seint fyrir Noruh Bandaríska tónlistarkonan Norah Jones gefur út sína þriðju sólóplötu 29. janúar næstkomandi. Platan nefnist Not Too Late og hefur að geyma þrettán glæný lög. 12.1.2007 00:30
Regnskogahasar Það er heldur betur sláttur á Mel Gibson í Apocalypto sem á ýmislegt sameiginlegt með fyrri leikstjórnarverkefnum hans, Braveheart og The Passion of the Christ. Helsti snertiflöturinn er grafískt ofbeldið sem hann veltir sér upp úr af miklum áhuga og list. 12.1.2007 00:01
Fyrsta ást Hilmis Snæs Leikritið Dagur Vonar, var fyrsta ást Hilmis Snæs Guðnasonar í leikhúsinu. Hann sá verkið fyrir 20 árum í Iðnó og ákvað eftir þá upplifun að gerast leikari. Hilmir leikstýrir þessu verki í kvöld í Borgarleikhúsinu. Viðtalið verður birt í heild sinni í Íslandi í dag á Stöð2 í kvöld. 11.1.2007 13:55
Vinsælustu lög Ladda Tvöföld safnplata með Ladda, Hver er sinnar kæfu smiður, kemur út á mánudag. Á plötunum tveimur er að finna öll vinsælustu lögin í flutningi Ladda og spanna þau langan feril hans. 11.1.2007 17:00
Uppgjör ársins 2006 Sjötta platan í Rokklands-seríunni, Rokkland 2006, kemur út á mánudag. Þetta er fyrsta útgáfa Senu á árinu 2007. 11.1.2007 16:30
Unnur Birna leikur í bíómynd Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrum alheimsfegurðardrottning, hefur tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni Stóra planið í leikstjórn Ólafs Jóhnnessonar en tökur á henni hefjast í apríl á þessu ári. Þetta er fyrsta kvikmyndahlutverk Unnar Birnu en móðir hennar, Unnur Steinsson, lék eins og frægt er orðið í sjónvarpsmyndinni „Þegar það gerist“ eftir Hrafn Gunnlaugsson. 11.1.2007 16:00
Um stolin þjóðkvæði og frumleikakröfuna Nigel Watson er enn á ný kominn í heimsókn til Íslands, en hann er eins og flækingsfuglarnir, fer víða og tekur ástfóstri við suma staði. Nigel var áhrifamikill í leikhúslífi hér á áttunda áratugnum en hann rak þá leikhóp með Ingu Bjarnason. 11.1.2007 15:30
Heimilisbragur - þrjár stjörnur Litprentuð ljósmyndabók Gunnars Sverrissonar með myndasyrpum af íslenskum heimilum sem þær Elsa Ævarsdóttir og Halla Bára Gestsdóttir völdu, kom út fyrir jól hjá forlagi Nennu. Hún er með inngangi á ensku og íslensku, er með mjúkum spjöldum, fallega prentuð og vönduð í öllum frágangi. 11.1.2007 15:00
Sólarljóð í myndum Listmálarinn, blaðamaðurinn, ritstjórinn og ferðabókahöfundurinn Gísli Sigurðsson hefur gefið Garðabæ, þar sem hann býr, myndröð eftir sjálfan sig sem gerð er eftir Sólarljóðum. 11.1.2007 14:30