Leikjavísir

Drakk sig í hel af vatni

Vatn er gott, í hófi.
Vatn er gott, í hófi.

Vatn er hollt og mikið vatn er mjög hollt. Of mikið vatn getur hinsvegar verið lífshættulegt. Tuttugu og átta ára gömul bandarísk kona drakk sig í hel af vatni, til þess að vinna Nintendu leikjatölvu.

Jennifer Stange, sem var þriggja barna móðir, tók þátt í keppni hjá útvarpsstöð í Kaliforníu, um hver gæti drukkið mest af vatni án þess að þurfa að fara á klósettið. Verðlaunin voru Nintendo leikatölva. Ekki er vitað nákvæmlega hversu mikið Jennifer drakk af vatni.

Það er þó vitað að hún svolgraði í sig hverja vatnsflöskuna af annarri, þartil henni fór að líða illa og hún fékk höfuðverk. Þá fór hún heim, þar sem hún fannst látin síðar um daginn. Krufning leiddi í ljós að dánarorsökin var of mikið vatn á of skömmum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×