Fleiri fréttir Destroy All Humans Mini-Leikur THQ fyrirtækið sett upp mini leik fyrir PlayStation 2 leikinn, Destroy All Humans, sem er væntanlegur á næstu vikum. Í leiknum fara leikmenn í hlutverk geimveru sem hefur það markmið eitt að rústa jörðinni og íbúum hennar. 9.6.2005 00:01 Vatni hleypt á nýja gosbrunninn Vatni var hleypt á nýjan gosbrunn í Tjörninni í Hljómskálagarðinum klukkan hálfellefu í morgun. Hann er nokkru minni en sá gamli en mun síður úða vatni yfir vegfarendur þegar hreyfir vind. 9.6.2005 00:01 SONY PSP (PlayStation Portable) Sony PSP tölvan, eða PlayStation Portable olli miklu fjaðrafoki um leið og Sony tilkynnti að þeir væru að útbúa leikjavél í vasastærð, enda er það markaður sem Nintendo hefur haft öll völd yfir undanfarin ár. Það þarf varla að nefna það að hörðustu tölvunördarnir hafa setið sveittir og beðið í eftirvæntingu eftir henni, og ég get viðurkennt það að ég er sekur um sama glæp. Því miður mun hinn íslenski almenningur þurfa að bíða nokkuð lengi í viðbót vegna þess að PSP tölvan kemur ekki á íslenskan markað fyrr en 1. september. Við vorum hinsvegar svo heppnir að við gátum útvegað okkur eitt eintak og við urðum ekki fyrir vonbrigðum. 9.6.2005 00:01 Kvennahlaupið á yfir 90 stöðum Kvennahlaup ÍSÍ fer fram á yfir 90 stöðum hérlendis næsta laugardag, 11. maí. Íslenskar konur á erlendri grund taka einnig þátt og í ár verða skipulögð hlaup m.a. í Álaborg, Brussel, Walvis Bay í Namibíu og Maryland í Bandaríkjunum. 9.6.2005 00:01 Járnagi á Járnfrúnni Tónleikar bresku þungarokkhljómsveitarinnar Iron Maiden fóru vel fram í gærkvöldi. Um tíu þúsund manns mættu í Egilshöll þar sem flugstjórinn, Bruce Dickinson, og félagar spiluðu klassísk rokklög frá fyrri hluta ferils hljómsveitarinnar. 8.6.2005 00:01 Niðurstöðu enn beðið Kviðdómurinn í kynferðisbrotamálinu gegn Michael Jackson hefur nú velt málinu fyrir sér í þrjá daga, án þess að komast að niðurstöðu. Hann hefur spurt dómarann einnar spurningar eftir að réttarhöldunum lauk en dómarinn neitar að skýra frá því um hvað var spurt. 8.6.2005 00:01 Forprufun á BF2 Senn líður að því að Battlefield 2 komi í verslanir (23.06.2005) og strax eru menn farnir að tryggja sér eintök í forsölu. Geim hefur undanfarna daga verið að spila nánast tilbúna útgáfu af leiknum og því viljum við gefa aðeins forsmekkinn á því sem koma skal. Það vita allir sem spila Battlefield að leikurinn var brautryðjandi á ýmsum sviðum í fjöldaspilunar fyrstu persónu skotleikjageiranum. Battlefield 2 færir sig framar í nýjungum og bætir ýmsa leikþætti til að auðvelda spilun og gera hana æsilegri. 8.6.2005 00:01 Nýtt Íslandshefti Merian Þýska ferðatímaritið Merian helgar nýjasta hefti sitt, sem kom út nú um mánaðamótin, umfjöllun um Ísland. Þetta er þriðja heftið um Ísland sem Merian gerir á þeirri rúmu hálfu öld sem þetta vandaða mánaðarrit hefur komið út; fyrsta Íslandsheftið kom út árið 1972 og annað árið 1989. 8.6.2005 00:01 Sýndu Jackson stuðning Aðdáendur Michaels Jackson komu saman fyrir framan búgarð stjörnunnar í gær til að sýna honum stuðning en lögmenn hafa lokið störfum og er beðið niðurstöðu kviðdómenda í málinu. Búist er við að ekki taki lengur en viku að klára málið. Jackson er ákærður fyrir að misnota 13 ára dreng kynferðislega og gæti átt yfir höfði sér margra tuga ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. 7.6.2005 00:01 Mikilvægt að vera í góðu formi Björgvin Franz Gíslason leikari hreyfir sig reglulega og passar upp á heilsuna</font /></b /> 7.6.2005 00:01 Hristir af sér vetrarforðann Guðlaugur Þór Þórðarson leggur mikið upp úr hreyfingu og finnst fjölbreytni mikilvæg</font /></b /> 7.6.2005 00:01 Hangikjöt besti matur á fjöllum Þórhildur Marteinsdóttir veit fátt skemmtilegra en ferðast um landið. Hún var rétt um vikugömul þegar hún hélt í sína fyrstu útilegu og þó hún sé bara sjö ára hefur hún farið í ótal óbyggðaferðir. 7.6.2005 00:01 Hægt að dansa í eldhúsinu Kolbrún Björnsdóttir þáttastjórnandi nýtur þess að vera í stóru og björtu eldhúsi 7.6.2005 00:01 Grillmeistarar í hverjum garði Þröstur Björgvinsson, mjólkurfræðingur, hefur gaman af að spreyta sig í eldhúsinu, en langbestur er hann við grillið eins go svo margir kynbræður hans. Það sem af er sumri hefur hann grillað tvisvar til þrisvar í viku en reiknar með að úr þessu flytjist matseldin alfarið út í garð. 7.6.2005 00:01 Hemlar verða að vera í lagi Tími ferðalaganna er runninn upp og margir hafa tekið fram tjaldvagna og fellihýsi fyrir fríið. Að mörgu eru að huga áður en tjaldvagn eða fellihýsi er hengt aftan í bílinn -- ef búnaðurinn er ekki lagi getur farið illa. </font /></b /> 7.6.2005 00:01 Aldrei talað um lélegu túrana Finnur Kristinsson er yfirvélstjóri á Arnari HU frá Skagaströnd. Hann hóf sjómennskuna 13 ára og þótt hann sé enn á besta aldri þá man hann tímana tvenna.</font /></b /> 7.6.2005 00:01 Starfsumhverfi er mikið breytt Ráðningarþjónustan býður upp á alhliða ráðningarþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Mörg þúsund manns eru á skrá hjá fyrirtækinu. </font /></b /> 7.6.2005 00:01 John Terry í Pro Evolution Soccer John Terry, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins verður einn af þeim leikmönnum sem munu styðja og kynna nýjasta leikinn í Pro Evolution Soccer seríunni frá Konami. 7.6.2005 00:01 Stórstjörnur í Batman leiknum Electronic Arts og Warner Bros. Interactive Entertainment hafa tilkynnt að stórstjörnur myndarinnar Batman Begins muni taka þátt í gerð leiksins. Leikurinn mun innihalda raddir og andlit Christian Bale (Bruce Wayne/Batman), Michael Caine (Alfred Pennyworth), Liam Neeson (Henri Ducard), Katie Holmes (Rachel Dawes), Cillian Murphy (Dr. Jonathan Crane), Tom Wilkinson (Carmine Falcone) og Morgan Freeman (Lucius Fox), en öll munu þau leika þær persónur sem þau léku í myndinni sem er væntanleg 17.júní og er leikstýrt af Christopher Nolan. 7.6.2005 00:01 Flaug með aðdáendur til landsins Stórsveitin Iron Maiden heldur tónleika í Egilshöll í kvöld og komu tveir síðustu meðlimir sveitarinnar til landsins í hádeginu. Bruce Dickinson, söngvari og aðalsprauta sveitarinnar, var brosmildur við komuna til landsins en hann flaug sjálfur flugvéllinni. 7.6.2005 00:01 Rekinn fyrir að ráða klámstjörnu Forstjóri sænsku lyfjastofnunarinnar hefur verið rekinn fyrir að ráða klámdrottingu til starfa. Nýi starfsmaðurinn er dönsk klámmyndastjarna og reynir hún hún allt hvað hún getur til að halda starfinu en málið er orðið mikið vandræðamál fyrir stjórn stofnunarinnar sem vill losna við hana hið snarasta. 6.6.2005 00:01 Crowe handtekinn fyrir barsmíðar Hollywood-leikarinn Russel Crowe var handtekinn fyrir árás á hótelstarfsmann á Mercier-lúxushótelinu í New York í morgun. Leikarinn sló starfsmanninn í andlitið og henti myndavél í hann með þeim afleiðingum að hann marðist. Crowe hafði lent í rifrildi við starfsmanninn sem var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar eftir atburðinn. 6.6.2005 00:01 Mýrarljós með flestar tilnefningar Leikritið Mýrarljós hlýtur flestar tilnefningar, eða ellefu, til Íslensku leiklistarverðlaunanna, Grímunnar, sem veitt eru nú í þriðja sinn. Leikritið er m.a. tilnefnt sem sýning ársins og þá er Edda Heiðrún Bachman tilnefnd sem leikstjóri ársins. Þá hlýtur Héri Hérason sjö tilnefningar og Úlfhamssaga sex. 6.6.2005 00:01 Stærsta ljósaskilti Íslands Stærra er betra hugsa þeir greinilega hjá Bílanausti og létu því smíða fyri sig það sem að líkindum er stærsta ljósaskilti Íslandssögunnar. Unnið er að frágangi við nýja verslun fyrirtækisins og þar hafa verkamenn komið fyrir skilti sem er engin smásmíði heldur er það heilir 44 fermetrar að flatarmáli. 5.6.2005 00:01 Óútgefin Harry Potter bók til sölu Tveir menn voru handteknir í Bretlandi í dag fyrir að reyna að selja blaðamanni eintak af nýjustu Harry Potter bókinni sem á ekki að koma út fyrr en 16. júlí. Það voru blaðamenn slúðurblaðsins Sun sem lögðu gildru fyrir mennina. 4.6.2005 00:01 Leikferill Cruise á enda? Menn velta því nú fyrir sér hvort glæsilegur leikferill Toms Cruise sé senn á enda eftir furðulega framkomu hans í sjónvarpsþætti Opruh Winfrey. Þá þykir leikarinn farinn að blanda trú sinni á hinni svonefndu Vísindakirkju um of inn í starfið. 4.6.2005 00:01 Íslendingar Norðurlandameistarar Íslenskir vagnstjórar sigruðu kollega sína frá öðrum Norðurlöndunum auðveldlega í ökuleikniskeppni vagnstjóra sem fram fór við höfuðstöðvar Strætó að Kirkjusandi í gær. Urðu þeir alls 2500 sekúndum á undan Dönum sem komu næstir. 4.6.2005 00:01 Réðst harkalega að Jackson Saksóknari réðst harkalega að Michael Jackson í lokaræðu sinni sem fór fram í gær og kallaði hann grimman barnaníðing sem ætti heima í fangelsi. Verjendur Jacksons léku sama leik og kölluðu fjölskyldu drengsins sem Jackson er ákærður fyrir að hafa misnotað kynferðislega lygara og svikara sem hafi það að atvinnu að komast yfir peninga annarra. 3.6.2005 00:01 Mótmæla banni við gleðigöngu Hinsegin dagar í Reykjavík hafa sent bréf til borgarstjórans í Varsjá í Póllandi til að mótmæla því að hann ætlar að koma í veg fyrir að samkynhneigðir íbúar borgarinnar geti farið í gleðigöngu („gay parade“). 3.6.2005 00:01 Diaz krefst hárra skaðabóta Leikkonan Cameron Diaz hefur höfðað mál gegn slúðurblaðinu <em>National Enquirer</em>. Hún krefst tíu milljóna dollara miskabóta fyrir frétt þar sem sagt var að hún hefði haldið framhjá söngvaranum Justin Timberlake meðan þau voru saman. 3.6.2005 00:01 Cold Winter kominn út Vivendi Universal Games (VU Games) hafa gefið út hinn grófa og harða fyrstu-persónu skotleik Cold Winter . Leikurinn er gerður aðeins fyrir PlayStation 2, en þessi spennandi fyrstu-persónu skotleikur er spennutryllir sem gerist í nútímanum og inniheldur öflugan söguþráð þar sem fjallað er um heim njósnara. 3.6.2005 00:01 E3 sýningin í Los Angeles E3 sýningin í ár var einhver sú glæsilegasta í sögunni og sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikill fjöldi af nýjum leikjatölvum, hálfberum kvenmönnum og flottum leikjum. En á sýninguna voru samankomin meira en 70.000 tölvunördar, jakkaföt og skutlur frá 79 löndum til að berja dýrðina augum. Alls voru á sýningunni meira en 5000 vörur, en 20% af þeim voru á sýningunni í fyrsta skipti og 80% af þessum vörum munu koma út á þessu ári. 3.6.2005 00:01 Grillhátíð Krafts á morgun Árleg grillhátíð Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein, verður haldin í Hellisgerði í Hafnarfirði á morgun, laugardag. Hátíðin hefst klukkan 14 og verður grillað og sungið fram eftir degi. Ættarbandið leikur og syngur fyrir gesti. 3.6.2005 00:01 Stærðarinnar tískusýning Mosaic Tískukeðjan Mosaic, sem er að mestum hluta í eigu Baugs, heldur tískusýningu í Skautahöllinni næstkomandi föstudag. Um 500 manns hefur verið boðið á sýninguna, þar á meðal 200 frá Bretlandi. 3.6.2005 00:01 Rjómaslettur flugu á Lækjartorgi Rjómasletturnar flugu í allar áttir á Lækjartorgi um hádegisbilið í dag þegar komið var að ögurstundu hjá Strákunum á Stöð 2. Þeir ákváðu að gefa öllum þeim sem töldu sig eiga harma að hefna - og reyndar öðrum eins og handboltalandsliðinu - kost á að hefna sín með rjómatertukasti. 3.6.2005 00:01 Blóðbankahlaup í Laugardalnum Í tilefni af Alþjóðlega blóðgjafadeginum efnir Blóðbankinn til fjölskylduskokks í Laugardalnum á morgun, laugardag. Hlaupið hefst klukkan 13 og munu blóðgjafar og fjölskyldur þeirra sem taka þátt í deginum hlaupa 3 km leið um Laugardalinn. Að loknu hlaupinu fá allir þeir sem komast í mark verðlaunapening sem Blóðgjafafélag Íslands gefur og ýmis annað góðgæti. 3.6.2005 00:01 Kvöld í Hveró - Hjálmar Hjálmar efna til tónleika í Hveragerðiskirkju föstudaginn 3. júní. Tónleikarnir eru lokakonsert tónleikaraðarinnar Kvöld í Hveró sem fram hefur farið í kirkjunni nú á vormánuðum. Helgi Valur Ásgeirsson trúbador frá Hveragerði hitar upp fyrir Hjálma og flytur lög af nýútkominni sólóplötu sinni. 2.6.2005 00:01 MX vs ATV: Unleashed MX vs ATV er kappaksturs og torfæruleikur sem gefur manni tækifæri til að upplifa þá spennu og þann hasar sem fylgir því að vera atvinnumaður í torfæruakstri. Eins og nafnið gefur til að kynna er hægt að velja á milli tveggja farartækja, torfæruhjóla eða fjórhjóla. MX vs ATV býður eiginlega upp á allt sem aðdáendur torfæruíþrótta gætu óskað sér. 2.6.2005 00:01 Bjóða upp persónulega muni Monroe Persónulegir munir leik- og söngkonunnar Marilyn Monroe boðnir upp í vikunni í Los Angeles. Um er að ræða nærri þrjú hundruð hluti, föt, myndir og skartgripi, sem stjarnan notaði. Þá verður einnig hægt að festa kaup á skilnaðarpappírum stjörnunnar og hafnarboltahetjunnar Joes DiMaggios frá árinu 1955. 1.6.2005 00:01 GTA LIBERTY CITY STORIES Rockstar fyrirtækið, sem framleitt hefur Grand Theft Auto leikina, hefur tilkynnt um útgáfu á nýjum Grand Theft Auto leik fyrir nýju PSP leikjavélina frá Sony Computer. Leikurinn mun verða gefinn út 1.september eða sama dag og PSP tölvan verður gefin út í Evrópu. 1.6.2005 00:01 Náið ykkur niður á Strákunum Strákarnir ætla að bjóða þeim áhorfendum Stöðvar 2 sem finnst sér misboðið að taka út gremju sína á þeim föstudaginn 3. júní. Strákarnir verða á Lækjartorgi (við klukkuna) á slaginu 12 á hádegi þar sem þeir koma til með að selja rjómatertur og egg sem fólk getur keypt og síðan grýtt þá með. Ágóði af sölunni rennur til langveikra barna. 1.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Destroy All Humans Mini-Leikur THQ fyrirtækið sett upp mini leik fyrir PlayStation 2 leikinn, Destroy All Humans, sem er væntanlegur á næstu vikum. Í leiknum fara leikmenn í hlutverk geimveru sem hefur það markmið eitt að rústa jörðinni og íbúum hennar. 9.6.2005 00:01
Vatni hleypt á nýja gosbrunninn Vatni var hleypt á nýjan gosbrunn í Tjörninni í Hljómskálagarðinum klukkan hálfellefu í morgun. Hann er nokkru minni en sá gamli en mun síður úða vatni yfir vegfarendur þegar hreyfir vind. 9.6.2005 00:01
SONY PSP (PlayStation Portable) Sony PSP tölvan, eða PlayStation Portable olli miklu fjaðrafoki um leið og Sony tilkynnti að þeir væru að útbúa leikjavél í vasastærð, enda er það markaður sem Nintendo hefur haft öll völd yfir undanfarin ár. Það þarf varla að nefna það að hörðustu tölvunördarnir hafa setið sveittir og beðið í eftirvæntingu eftir henni, og ég get viðurkennt það að ég er sekur um sama glæp. Því miður mun hinn íslenski almenningur þurfa að bíða nokkuð lengi í viðbót vegna þess að PSP tölvan kemur ekki á íslenskan markað fyrr en 1. september. Við vorum hinsvegar svo heppnir að við gátum útvegað okkur eitt eintak og við urðum ekki fyrir vonbrigðum. 9.6.2005 00:01
Kvennahlaupið á yfir 90 stöðum Kvennahlaup ÍSÍ fer fram á yfir 90 stöðum hérlendis næsta laugardag, 11. maí. Íslenskar konur á erlendri grund taka einnig þátt og í ár verða skipulögð hlaup m.a. í Álaborg, Brussel, Walvis Bay í Namibíu og Maryland í Bandaríkjunum. 9.6.2005 00:01
Járnagi á Járnfrúnni Tónleikar bresku þungarokkhljómsveitarinnar Iron Maiden fóru vel fram í gærkvöldi. Um tíu þúsund manns mættu í Egilshöll þar sem flugstjórinn, Bruce Dickinson, og félagar spiluðu klassísk rokklög frá fyrri hluta ferils hljómsveitarinnar. 8.6.2005 00:01
Niðurstöðu enn beðið Kviðdómurinn í kynferðisbrotamálinu gegn Michael Jackson hefur nú velt málinu fyrir sér í þrjá daga, án þess að komast að niðurstöðu. Hann hefur spurt dómarann einnar spurningar eftir að réttarhöldunum lauk en dómarinn neitar að skýra frá því um hvað var spurt. 8.6.2005 00:01
Forprufun á BF2 Senn líður að því að Battlefield 2 komi í verslanir (23.06.2005) og strax eru menn farnir að tryggja sér eintök í forsölu. Geim hefur undanfarna daga verið að spila nánast tilbúna útgáfu af leiknum og því viljum við gefa aðeins forsmekkinn á því sem koma skal. Það vita allir sem spila Battlefield að leikurinn var brautryðjandi á ýmsum sviðum í fjöldaspilunar fyrstu persónu skotleikjageiranum. Battlefield 2 færir sig framar í nýjungum og bætir ýmsa leikþætti til að auðvelda spilun og gera hana æsilegri. 8.6.2005 00:01
Nýtt Íslandshefti Merian Þýska ferðatímaritið Merian helgar nýjasta hefti sitt, sem kom út nú um mánaðamótin, umfjöllun um Ísland. Þetta er þriðja heftið um Ísland sem Merian gerir á þeirri rúmu hálfu öld sem þetta vandaða mánaðarrit hefur komið út; fyrsta Íslandsheftið kom út árið 1972 og annað árið 1989. 8.6.2005 00:01
Sýndu Jackson stuðning Aðdáendur Michaels Jackson komu saman fyrir framan búgarð stjörnunnar í gær til að sýna honum stuðning en lögmenn hafa lokið störfum og er beðið niðurstöðu kviðdómenda í málinu. Búist er við að ekki taki lengur en viku að klára málið. Jackson er ákærður fyrir að misnota 13 ára dreng kynferðislega og gæti átt yfir höfði sér margra tuga ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. 7.6.2005 00:01
Mikilvægt að vera í góðu formi Björgvin Franz Gíslason leikari hreyfir sig reglulega og passar upp á heilsuna</font /></b /> 7.6.2005 00:01
Hristir af sér vetrarforðann Guðlaugur Þór Þórðarson leggur mikið upp úr hreyfingu og finnst fjölbreytni mikilvæg</font /></b /> 7.6.2005 00:01
Hangikjöt besti matur á fjöllum Þórhildur Marteinsdóttir veit fátt skemmtilegra en ferðast um landið. Hún var rétt um vikugömul þegar hún hélt í sína fyrstu útilegu og þó hún sé bara sjö ára hefur hún farið í ótal óbyggðaferðir. 7.6.2005 00:01
Hægt að dansa í eldhúsinu Kolbrún Björnsdóttir þáttastjórnandi nýtur þess að vera í stóru og björtu eldhúsi 7.6.2005 00:01
Grillmeistarar í hverjum garði Þröstur Björgvinsson, mjólkurfræðingur, hefur gaman af að spreyta sig í eldhúsinu, en langbestur er hann við grillið eins go svo margir kynbræður hans. Það sem af er sumri hefur hann grillað tvisvar til þrisvar í viku en reiknar með að úr þessu flytjist matseldin alfarið út í garð. 7.6.2005 00:01
Hemlar verða að vera í lagi Tími ferðalaganna er runninn upp og margir hafa tekið fram tjaldvagna og fellihýsi fyrir fríið. Að mörgu eru að huga áður en tjaldvagn eða fellihýsi er hengt aftan í bílinn -- ef búnaðurinn er ekki lagi getur farið illa. </font /></b /> 7.6.2005 00:01
Aldrei talað um lélegu túrana Finnur Kristinsson er yfirvélstjóri á Arnari HU frá Skagaströnd. Hann hóf sjómennskuna 13 ára og þótt hann sé enn á besta aldri þá man hann tímana tvenna.</font /></b /> 7.6.2005 00:01
Starfsumhverfi er mikið breytt Ráðningarþjónustan býður upp á alhliða ráðningarþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Mörg þúsund manns eru á skrá hjá fyrirtækinu. </font /></b /> 7.6.2005 00:01
John Terry í Pro Evolution Soccer John Terry, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins verður einn af þeim leikmönnum sem munu styðja og kynna nýjasta leikinn í Pro Evolution Soccer seríunni frá Konami. 7.6.2005 00:01
Stórstjörnur í Batman leiknum Electronic Arts og Warner Bros. Interactive Entertainment hafa tilkynnt að stórstjörnur myndarinnar Batman Begins muni taka þátt í gerð leiksins. Leikurinn mun innihalda raddir og andlit Christian Bale (Bruce Wayne/Batman), Michael Caine (Alfred Pennyworth), Liam Neeson (Henri Ducard), Katie Holmes (Rachel Dawes), Cillian Murphy (Dr. Jonathan Crane), Tom Wilkinson (Carmine Falcone) og Morgan Freeman (Lucius Fox), en öll munu þau leika þær persónur sem þau léku í myndinni sem er væntanleg 17.júní og er leikstýrt af Christopher Nolan. 7.6.2005 00:01
Flaug með aðdáendur til landsins Stórsveitin Iron Maiden heldur tónleika í Egilshöll í kvöld og komu tveir síðustu meðlimir sveitarinnar til landsins í hádeginu. Bruce Dickinson, söngvari og aðalsprauta sveitarinnar, var brosmildur við komuna til landsins en hann flaug sjálfur flugvéllinni. 7.6.2005 00:01
Rekinn fyrir að ráða klámstjörnu Forstjóri sænsku lyfjastofnunarinnar hefur verið rekinn fyrir að ráða klámdrottingu til starfa. Nýi starfsmaðurinn er dönsk klámmyndastjarna og reynir hún hún allt hvað hún getur til að halda starfinu en málið er orðið mikið vandræðamál fyrir stjórn stofnunarinnar sem vill losna við hana hið snarasta. 6.6.2005 00:01
Crowe handtekinn fyrir barsmíðar Hollywood-leikarinn Russel Crowe var handtekinn fyrir árás á hótelstarfsmann á Mercier-lúxushótelinu í New York í morgun. Leikarinn sló starfsmanninn í andlitið og henti myndavél í hann með þeim afleiðingum að hann marðist. Crowe hafði lent í rifrildi við starfsmanninn sem var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar eftir atburðinn. 6.6.2005 00:01
Mýrarljós með flestar tilnefningar Leikritið Mýrarljós hlýtur flestar tilnefningar, eða ellefu, til Íslensku leiklistarverðlaunanna, Grímunnar, sem veitt eru nú í þriðja sinn. Leikritið er m.a. tilnefnt sem sýning ársins og þá er Edda Heiðrún Bachman tilnefnd sem leikstjóri ársins. Þá hlýtur Héri Hérason sjö tilnefningar og Úlfhamssaga sex. 6.6.2005 00:01
Stærsta ljósaskilti Íslands Stærra er betra hugsa þeir greinilega hjá Bílanausti og létu því smíða fyri sig það sem að líkindum er stærsta ljósaskilti Íslandssögunnar. Unnið er að frágangi við nýja verslun fyrirtækisins og þar hafa verkamenn komið fyrir skilti sem er engin smásmíði heldur er það heilir 44 fermetrar að flatarmáli. 5.6.2005 00:01
Óútgefin Harry Potter bók til sölu Tveir menn voru handteknir í Bretlandi í dag fyrir að reyna að selja blaðamanni eintak af nýjustu Harry Potter bókinni sem á ekki að koma út fyrr en 16. júlí. Það voru blaðamenn slúðurblaðsins Sun sem lögðu gildru fyrir mennina. 4.6.2005 00:01
Leikferill Cruise á enda? Menn velta því nú fyrir sér hvort glæsilegur leikferill Toms Cruise sé senn á enda eftir furðulega framkomu hans í sjónvarpsþætti Opruh Winfrey. Þá þykir leikarinn farinn að blanda trú sinni á hinni svonefndu Vísindakirkju um of inn í starfið. 4.6.2005 00:01
Íslendingar Norðurlandameistarar Íslenskir vagnstjórar sigruðu kollega sína frá öðrum Norðurlöndunum auðveldlega í ökuleikniskeppni vagnstjóra sem fram fór við höfuðstöðvar Strætó að Kirkjusandi í gær. Urðu þeir alls 2500 sekúndum á undan Dönum sem komu næstir. 4.6.2005 00:01
Réðst harkalega að Jackson Saksóknari réðst harkalega að Michael Jackson í lokaræðu sinni sem fór fram í gær og kallaði hann grimman barnaníðing sem ætti heima í fangelsi. Verjendur Jacksons léku sama leik og kölluðu fjölskyldu drengsins sem Jackson er ákærður fyrir að hafa misnotað kynferðislega lygara og svikara sem hafi það að atvinnu að komast yfir peninga annarra. 3.6.2005 00:01
Mótmæla banni við gleðigöngu Hinsegin dagar í Reykjavík hafa sent bréf til borgarstjórans í Varsjá í Póllandi til að mótmæla því að hann ætlar að koma í veg fyrir að samkynhneigðir íbúar borgarinnar geti farið í gleðigöngu („gay parade“). 3.6.2005 00:01
Diaz krefst hárra skaðabóta Leikkonan Cameron Diaz hefur höfðað mál gegn slúðurblaðinu <em>National Enquirer</em>. Hún krefst tíu milljóna dollara miskabóta fyrir frétt þar sem sagt var að hún hefði haldið framhjá söngvaranum Justin Timberlake meðan þau voru saman. 3.6.2005 00:01
Cold Winter kominn út Vivendi Universal Games (VU Games) hafa gefið út hinn grófa og harða fyrstu-persónu skotleik Cold Winter . Leikurinn er gerður aðeins fyrir PlayStation 2, en þessi spennandi fyrstu-persónu skotleikur er spennutryllir sem gerist í nútímanum og inniheldur öflugan söguþráð þar sem fjallað er um heim njósnara. 3.6.2005 00:01
E3 sýningin í Los Angeles E3 sýningin í ár var einhver sú glæsilegasta í sögunni og sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikill fjöldi af nýjum leikjatölvum, hálfberum kvenmönnum og flottum leikjum. En á sýninguna voru samankomin meira en 70.000 tölvunördar, jakkaföt og skutlur frá 79 löndum til að berja dýrðina augum. Alls voru á sýningunni meira en 5000 vörur, en 20% af þeim voru á sýningunni í fyrsta skipti og 80% af þessum vörum munu koma út á þessu ári. 3.6.2005 00:01
Grillhátíð Krafts á morgun Árleg grillhátíð Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein, verður haldin í Hellisgerði í Hafnarfirði á morgun, laugardag. Hátíðin hefst klukkan 14 og verður grillað og sungið fram eftir degi. Ættarbandið leikur og syngur fyrir gesti. 3.6.2005 00:01
Stærðarinnar tískusýning Mosaic Tískukeðjan Mosaic, sem er að mestum hluta í eigu Baugs, heldur tískusýningu í Skautahöllinni næstkomandi föstudag. Um 500 manns hefur verið boðið á sýninguna, þar á meðal 200 frá Bretlandi. 3.6.2005 00:01
Rjómaslettur flugu á Lækjartorgi Rjómasletturnar flugu í allar áttir á Lækjartorgi um hádegisbilið í dag þegar komið var að ögurstundu hjá Strákunum á Stöð 2. Þeir ákváðu að gefa öllum þeim sem töldu sig eiga harma að hefna - og reyndar öðrum eins og handboltalandsliðinu - kost á að hefna sín með rjómatertukasti. 3.6.2005 00:01
Blóðbankahlaup í Laugardalnum Í tilefni af Alþjóðlega blóðgjafadeginum efnir Blóðbankinn til fjölskylduskokks í Laugardalnum á morgun, laugardag. Hlaupið hefst klukkan 13 og munu blóðgjafar og fjölskyldur þeirra sem taka þátt í deginum hlaupa 3 km leið um Laugardalinn. Að loknu hlaupinu fá allir þeir sem komast í mark verðlaunapening sem Blóðgjafafélag Íslands gefur og ýmis annað góðgæti. 3.6.2005 00:01
Kvöld í Hveró - Hjálmar Hjálmar efna til tónleika í Hveragerðiskirkju föstudaginn 3. júní. Tónleikarnir eru lokakonsert tónleikaraðarinnar Kvöld í Hveró sem fram hefur farið í kirkjunni nú á vormánuðum. Helgi Valur Ásgeirsson trúbador frá Hveragerði hitar upp fyrir Hjálma og flytur lög af nýútkominni sólóplötu sinni. 2.6.2005 00:01
MX vs ATV: Unleashed MX vs ATV er kappaksturs og torfæruleikur sem gefur manni tækifæri til að upplifa þá spennu og þann hasar sem fylgir því að vera atvinnumaður í torfæruakstri. Eins og nafnið gefur til að kynna er hægt að velja á milli tveggja farartækja, torfæruhjóla eða fjórhjóla. MX vs ATV býður eiginlega upp á allt sem aðdáendur torfæruíþrótta gætu óskað sér. 2.6.2005 00:01
Bjóða upp persónulega muni Monroe Persónulegir munir leik- og söngkonunnar Marilyn Monroe boðnir upp í vikunni í Los Angeles. Um er að ræða nærri þrjú hundruð hluti, föt, myndir og skartgripi, sem stjarnan notaði. Þá verður einnig hægt að festa kaup á skilnaðarpappírum stjörnunnar og hafnarboltahetjunnar Joes DiMaggios frá árinu 1955. 1.6.2005 00:01
GTA LIBERTY CITY STORIES Rockstar fyrirtækið, sem framleitt hefur Grand Theft Auto leikina, hefur tilkynnt um útgáfu á nýjum Grand Theft Auto leik fyrir nýju PSP leikjavélina frá Sony Computer. Leikurinn mun verða gefinn út 1.september eða sama dag og PSP tölvan verður gefin út í Evrópu. 1.6.2005 00:01
Náið ykkur niður á Strákunum Strákarnir ætla að bjóða þeim áhorfendum Stöðvar 2 sem finnst sér misboðið að taka út gremju sína á þeim föstudaginn 3. júní. Strákarnir verða á Lækjartorgi (við klukkuna) á slaginu 12 á hádegi þar sem þeir koma til með að selja rjómatertur og egg sem fólk getur keypt og síðan grýtt þá með. Ágóði af sölunni rennur til langveikra barna. 1.6.2005 00:01