Lífið

Grillhátíð Krafts á morgun

Árleg grillhátíð Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein, verður haldin í Hellisgerði í Hafnarfirði á morgun, laugardag. Hátíðin hefst klukkan 14 og verður grillað og sungið fram eftir degi. Ættarbandið leikur og syngur fyrir gesti. Stjórn Krafts hvetur fólk til að koma með góða skapið og gleðjast saman. Það vill einnig benda fólki á að grípa með sér teppi og sólstóla. Annað veitir Kraftur í boði ýmissa fyrirtækja.  





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.