Lífið

Diaz krefst hárra skaðabóta

Leikkonan Cameron Diaz hefur höfðað mál gegn slúðurblaðinu National Enquirer. Hún krefst tíu milljóna dollara miskabóta fyrir frétt þar sem sagt var að hún hefði haldið framhjá söngvaranum Justin Timberlake meðan þau voru saman. Með fréttinni var birt mynd af Diaz og sjónvarpsþáttaframleiðandanum Shane Nickerson fyrir utan sjónvarpsstúdíó í Los Angeles. National Enquirer sagði að þau hefðu verið að kyssast en bæði Diaz og Nickerson segja það helbera lygi; þau hafi verið að kveðjast með saklausu knúsi. Nickerson, sem er kvæntur, hefur einnig krafist tíu milljóna dollara í miskabætur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.