Lífið

Réðst harkalega að Jackson

Saksóknari réðst harkalega að Michael Jackson í lokaræðu sinni sem fór fram í gær og kallaði hann grimman barnaníðing sem ætti heima í fangelsi. Verjendur Jacksons léku sama leik og kölluðu fjölskyldu drengsins sem Jackson er ákærður fyrir að hafa misnotað kynferðislega lygara og svikara sem hafi það að atvinnu að komast yfir peninga annarra. Bandaríkjamenn veðja flestir á Jackson í málaferlunum en þrátt fyrir ljótar sögusagnir á hann enn stóran hóp dyggra stuðningsmanna og létu þeir sig ekki vanta fyrir framan dómshúsið í Kaliforníu í gær þegar lokaræður voru haldnar. Vænta má niðurstöðu innan nokkura daga.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.