Fleiri fréttir

NBA hetja handtekin vegna skotárásar

Fyrrum NBA-stjarnan Shawn Kemp, sem lék lengst af með Seattle SuperSonics, var handtekinn í gær í tengslum við skotárás í Tacoma í Washington-fylki.

Vilja binda enda á tímabundna lausn sem staðið hefur í níu ár

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur lagt fram tillögu til breytinga á lögum KKÍ er varða stöðu formanns og framkvæmdastjóra sambandsins. Hannes S. Jónsson er sem stendur bæði framkvæmdastjóri og formaður KKÍ en kosið verður um tillöguna á komandi ársþingi.

Ja Morant sleppur án ákæru eftir byssumyndbandið

Ja Morant leikmaður Memphis Grizzlies verður ekki ákærður fyrir að hafa borið byssu á næsturklúbbi í Colorado umm síðastliðna helgi. Lögreglan greindi frá þessu í tilkynningu og segist ekki hafa nægar sannanir.

Bryndís: Við erum að byggja upp lið til framtíðar

Bryndís Gunnlaugsdóttir var afar kát eftir sannfærandi sigur gegn Breiðablik í 24. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum á miðvikudagskvöldið. Grindavíkurkonur voru sterkari allan leikinn og tóku stigin tvö með sér heim eftir samheldna liðsframmistöðu sem einkenndist af snerpu og drifkrafti sem Blikar réðu ekki við, lokatölur 75-109.

Sigrar hjá Njarðvík og Val

Njarðvík vann góðan sigur á Fjölni þegar liðin mættust í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Þá vann Valur stórsigur á ÍR.

Stórt tap hjá liði Elvars

Elvar Friðriksson og félagar hans í Rytas máttu þola stórt tap gegn Bonn í Meistaradeildinni í körfuknattleik í kvöld.

„Veigar Áki steig heldur betur upp“

Farið var yfir stöðu KR-liðsins í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Staða liðsins er vægast sagt svört og fallið blasið við. Samt sem áður náði liðið í sigur gegn Keflavík og átti Veigar Áki Hlynsson sinn þátt í því.

Körfuboltakvöld: Hvernig var þetta leyft?

Tindastóll sótti sigur í Smárann í síðustu umferð Subway deildar karla þrátt fyrir að hafa lent 21 stigi undir í leiknum. Þar munaði miklu um frábæran stuðning sem liðið fékk á áhorfendapöllunum.

Helgi tók út and­vöku­næturnar um jólin: „Það sem gerist, gerist“

„Ég er glaður, það er gaman að vinna. Mér fannst liðið spila vel í dag sem er ánægjulegt. Við vorum mjög agaðir varnarlega,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, aðspurður hver lykillinn að sigrinum gegn Keflavík hefði verið. Með sigrinum heldur KR sér á lífi í Subway-deild karla í körfubolta. Það þarf hins vegar allt að ganga upp til að það gerist.

„Erum búnir að vera ó­geðs­lega lé­legir í þrjá leiki í röð“

„Hvað við vorum ógeðslega lélegir, hvað við erum búnir að vera ógeðslega lélegir í þrjá leiki í röð,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson aðspurður hvaða hugsanir færu í gegnum höfuðið á sér strax eftir leik. Hjalti er þjálfari Keflavíkur sem tapaði í kvöld sínum þriðja leik í röð.

Gleðin við völd á Nettó-mótinu

Mikil gleði var í Reykjanesbæ um helgina er Nettó-mótið í körfubolta fór fram. Yfir eitt þúsund keppendur tóku þátt á mótinu.

Umfjöllun: Höttur - Valur 81-90 | Valsmenn halda toppsætinu

Topplið Vals vann góðan níu stiga sigur er liðið sótti Hött heim í 18. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 81-90, og sigurinn þýðir að Valsmenn halda toppsæti deildarinnar fram að næstu umferð í það minnsta.

„Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið“

Það mátti sjá á Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindavíkur, að það var þungu fargi af honum létt eftir sigur hans manna á Stjörnunni í kvöld. Grindvíkingar unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, lokatölur 99-88, sem þýðir að heimamenn færast aðeins fjær hinni þéttu fallbaráttu í Subway-deild karla. Jóhann viðurkenndi fúslega að sigurinn hefði verið sætur.

Tryggvi og félagar unnu óvæntan sigur gegn Barcelona

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza gerðu sér lítið fyrir og unnu afar óvæntan tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Barcelona í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í kvöld, 85-83.

„Erfið áskorun fyrir dómara að dæma þessa leiki“

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var gífurlega ánægður eftir hetjulega baráttu sinna leikmanna í erfiðum útisigri gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í kvöld. Njarðvík vann leikinn með 15 stigum, 72-87.

Sjá næstu 50 fréttir