Fann að þetta yrði dagurinn sinn: „Ætlaði að gefa vinkonu minni góða fæðingargjöf" Sæbjörn Steinke skrifar 1. mars 2023 23:36 Lovís Björt Henningsdóttir átti flottan leik fyrir Hauka í kvöld. Vísir/Bára Lovísa Björt Henningsdóttir átti virkilega góðan leik þegar Haukar unnu Val í toppbaráttuslag Subway-deildar kvenna í körfubolta. Haukar unnu fjórtán stiga sigur, lokatölur 63-77. Lovísa skoraði átján stig í leiknum (reyndar tuttugu ef marka má skortöfluna í Origo höllinni), tók þrjú fráköst og varði eitt skot. Hún klikkaði einungis á þremur skotum í leiknum og byrjaði á því að hitta úr fjórum fyrstu þriggja stiga skotum sínum í leiknum. „Ég er ánægð með mínar stelpur, við stóðum okkur vel og komum tilbúnar í þennan leik. Við vissum að Valur væri á toppnum en með sigri værum við með betri innbyrðisstöðu gegn þeim,“ sagði Lovísa, en fann hún það á sér að dagurinn í dag yrði dagurinn? „Já,vinkona mín var að eignast barn í dag og ég ætlaði að gefa henni góða fæðingargjöf. Ég var í stuði í dag, eins og allar aðrar.“ Leikurinn byrjaði 22 mínútum of seint vegna tæknilegra örðugleika. Hafði sú seinkun einhver áhrif? „Nei, svo sem ekki. Það er ekkert geðveikt að vera í alltof langri upphitun en þetta breytir ekki miklu.“ Lovísa segir kröftuga byrjun hafa verið lykill að sigrinum. „Við leyfðum þeim ekki að ýta okkur, byrjuðum að ýta þeim úr sínum aðgerðum. Svo hjálpaði að við vorum að setja skotin okkar í leiðinni.“ Haukar hafa nú unnið Val þrisvar sinnum í deildinni en Valur einungis unnið einn leik milli liðanna. Gefur það Haukum eitthvað aukalega upp á mögulega viðureign í úrslitakeppninni? „Nei, úrslitaserían er einstök eins og hún er. Það er alltaf gaman og erfitt að spila hana. Þetta er ógeðslega gott lið, erum búin að mæta þeim margoft á síðustu tímabilum. Við erum tilbúnar ef við mætum þeim en maður er alltaf jafn tilbúinn í öll lið.“ Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var til viðtals eftir leikinn og kom inn á frammistöðu Lovísu. „Körfubolti er ekki flókin íþrótt, til að eiga góðan leik þá þarftu að skjóta boltanum vel. Við fengum góð færi á mörgum stöðum sem við nýttum vel. Lovísa er að koma úr axlarmeiðslum og er búin að vera finna smátt og smátt skotið sitt. Það hjálpaði rosalega í dag að geta teygt á vellinum,“ sagði Bjarni. Subway-deild kvenna Haukar Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 63-77 | Haukar halda í við toppliðin Haukar unnu gríðarlega mikilvægan 14 stiga sigur er liðið heimsótti Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Með sigrinum komu Haukar í veg fyrir að Valskonur myndu endurheimta toppsætið og Haukar eru nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. 1. mars 2023 00:12 Mest lesið Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Enski boltinn Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona Fótbolti Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Körfubolti Vitor vann úrvalsdeildina í pílukasti Sport Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Handbolti Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Enski boltinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Íslenski boltinn Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Enski boltinn Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Enski boltinn Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Sjá meira
Lovísa skoraði átján stig í leiknum (reyndar tuttugu ef marka má skortöfluna í Origo höllinni), tók þrjú fráköst og varði eitt skot. Hún klikkaði einungis á þremur skotum í leiknum og byrjaði á því að hitta úr fjórum fyrstu þriggja stiga skotum sínum í leiknum. „Ég er ánægð með mínar stelpur, við stóðum okkur vel og komum tilbúnar í þennan leik. Við vissum að Valur væri á toppnum en með sigri værum við með betri innbyrðisstöðu gegn þeim,“ sagði Lovísa, en fann hún það á sér að dagurinn í dag yrði dagurinn? „Já,vinkona mín var að eignast barn í dag og ég ætlaði að gefa henni góða fæðingargjöf. Ég var í stuði í dag, eins og allar aðrar.“ Leikurinn byrjaði 22 mínútum of seint vegna tæknilegra örðugleika. Hafði sú seinkun einhver áhrif? „Nei, svo sem ekki. Það er ekkert geðveikt að vera í alltof langri upphitun en þetta breytir ekki miklu.“ Lovísa segir kröftuga byrjun hafa verið lykill að sigrinum. „Við leyfðum þeim ekki að ýta okkur, byrjuðum að ýta þeim úr sínum aðgerðum. Svo hjálpaði að við vorum að setja skotin okkar í leiðinni.“ Haukar hafa nú unnið Val þrisvar sinnum í deildinni en Valur einungis unnið einn leik milli liðanna. Gefur það Haukum eitthvað aukalega upp á mögulega viðureign í úrslitakeppninni? „Nei, úrslitaserían er einstök eins og hún er. Það er alltaf gaman og erfitt að spila hana. Þetta er ógeðslega gott lið, erum búin að mæta þeim margoft á síðustu tímabilum. Við erum tilbúnar ef við mætum þeim en maður er alltaf jafn tilbúinn í öll lið.“ Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var til viðtals eftir leikinn og kom inn á frammistöðu Lovísu. „Körfubolti er ekki flókin íþrótt, til að eiga góðan leik þá þarftu að skjóta boltanum vel. Við fengum góð færi á mörgum stöðum sem við nýttum vel. Lovísa er að koma úr axlarmeiðslum og er búin að vera finna smátt og smátt skotið sitt. Það hjálpaði rosalega í dag að geta teygt á vellinum,“ sagði Bjarni.
Subway-deild kvenna Haukar Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 63-77 | Haukar halda í við toppliðin Haukar unnu gríðarlega mikilvægan 14 stiga sigur er liðið heimsótti Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Með sigrinum komu Haukar í veg fyrir að Valskonur myndu endurheimta toppsætið og Haukar eru nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. 1. mars 2023 00:12 Mest lesið Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Enski boltinn Mbappé á skotskónum og Real Madrid getur tekið toppsætið af Barcelona Fótbolti Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Körfubolti Vitor vann úrvalsdeildina í pílukasti Sport Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Handbolti Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Enski boltinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Íslenski boltinn Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Enski boltinn Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Enski boltinn Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 63-77 | Haukar halda í við toppliðin Haukar unnu gríðarlega mikilvægan 14 stiga sigur er liðið heimsótti Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Með sigrinum komu Haukar í veg fyrir að Valskonur myndu endurheimta toppsætið og Haukar eru nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. 1. mars 2023 00:12