Fann að þetta yrði dagurinn sinn: „Ætlaði að gefa vinkonu minni góða fæðingargjöf" Sæbjörn Steinke skrifar 1. mars 2023 23:36 Lovís Björt Henningsdóttir átti flottan leik fyrir Hauka í kvöld. Vísir/Bára Lovísa Björt Henningsdóttir átti virkilega góðan leik þegar Haukar unnu Val í toppbaráttuslag Subway-deildar kvenna í körfubolta. Haukar unnu fjórtán stiga sigur, lokatölur 63-77. Lovísa skoraði átján stig í leiknum (reyndar tuttugu ef marka má skortöfluna í Origo höllinni), tók þrjú fráköst og varði eitt skot. Hún klikkaði einungis á þremur skotum í leiknum og byrjaði á því að hitta úr fjórum fyrstu þriggja stiga skotum sínum í leiknum. „Ég er ánægð með mínar stelpur, við stóðum okkur vel og komum tilbúnar í þennan leik. Við vissum að Valur væri á toppnum en með sigri værum við með betri innbyrðisstöðu gegn þeim,“ sagði Lovísa, en fann hún það á sér að dagurinn í dag yrði dagurinn? „Já,vinkona mín var að eignast barn í dag og ég ætlaði að gefa henni góða fæðingargjöf. Ég var í stuði í dag, eins og allar aðrar.“ Leikurinn byrjaði 22 mínútum of seint vegna tæknilegra örðugleika. Hafði sú seinkun einhver áhrif? „Nei, svo sem ekki. Það er ekkert geðveikt að vera í alltof langri upphitun en þetta breytir ekki miklu.“ Lovísa segir kröftuga byrjun hafa verið lykill að sigrinum. „Við leyfðum þeim ekki að ýta okkur, byrjuðum að ýta þeim úr sínum aðgerðum. Svo hjálpaði að við vorum að setja skotin okkar í leiðinni.“ Haukar hafa nú unnið Val þrisvar sinnum í deildinni en Valur einungis unnið einn leik milli liðanna. Gefur það Haukum eitthvað aukalega upp á mögulega viðureign í úrslitakeppninni? „Nei, úrslitaserían er einstök eins og hún er. Það er alltaf gaman og erfitt að spila hana. Þetta er ógeðslega gott lið, erum búin að mæta þeim margoft á síðustu tímabilum. Við erum tilbúnar ef við mætum þeim en maður er alltaf jafn tilbúinn í öll lið.“ Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var til viðtals eftir leikinn og kom inn á frammistöðu Lovísu. „Körfubolti er ekki flókin íþrótt, til að eiga góðan leik þá þarftu að skjóta boltanum vel. Við fengum góð færi á mörgum stöðum sem við nýttum vel. Lovísa er að koma úr axlarmeiðslum og er búin að vera finna smátt og smátt skotið sitt. Það hjálpaði rosalega í dag að geta teygt á vellinum,“ sagði Bjarni. Subway-deild kvenna Haukar Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 63-77 | Haukar halda í við toppliðin Haukar unnu gríðarlega mikilvægan 14 stiga sigur er liðið heimsótti Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Með sigrinum komu Haukar í veg fyrir að Valskonur myndu endurheimta toppsætið og Haukar eru nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. 1. mars 2023 00:12 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Lovísa skoraði átján stig í leiknum (reyndar tuttugu ef marka má skortöfluna í Origo höllinni), tók þrjú fráköst og varði eitt skot. Hún klikkaði einungis á þremur skotum í leiknum og byrjaði á því að hitta úr fjórum fyrstu þriggja stiga skotum sínum í leiknum. „Ég er ánægð með mínar stelpur, við stóðum okkur vel og komum tilbúnar í þennan leik. Við vissum að Valur væri á toppnum en með sigri værum við með betri innbyrðisstöðu gegn þeim,“ sagði Lovísa, en fann hún það á sér að dagurinn í dag yrði dagurinn? „Já,vinkona mín var að eignast barn í dag og ég ætlaði að gefa henni góða fæðingargjöf. Ég var í stuði í dag, eins og allar aðrar.“ Leikurinn byrjaði 22 mínútum of seint vegna tæknilegra örðugleika. Hafði sú seinkun einhver áhrif? „Nei, svo sem ekki. Það er ekkert geðveikt að vera í alltof langri upphitun en þetta breytir ekki miklu.“ Lovísa segir kröftuga byrjun hafa verið lykill að sigrinum. „Við leyfðum þeim ekki að ýta okkur, byrjuðum að ýta þeim úr sínum aðgerðum. Svo hjálpaði að við vorum að setja skotin okkar í leiðinni.“ Haukar hafa nú unnið Val þrisvar sinnum í deildinni en Valur einungis unnið einn leik milli liðanna. Gefur það Haukum eitthvað aukalega upp á mögulega viðureign í úrslitakeppninni? „Nei, úrslitaserían er einstök eins og hún er. Það er alltaf gaman og erfitt að spila hana. Þetta er ógeðslega gott lið, erum búin að mæta þeim margoft á síðustu tímabilum. Við erum tilbúnar ef við mætum þeim en maður er alltaf jafn tilbúinn í öll lið.“ Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var til viðtals eftir leikinn og kom inn á frammistöðu Lovísu. „Körfubolti er ekki flókin íþrótt, til að eiga góðan leik þá þarftu að skjóta boltanum vel. Við fengum góð færi á mörgum stöðum sem við nýttum vel. Lovísa er að koma úr axlarmeiðslum og er búin að vera finna smátt og smátt skotið sitt. Það hjálpaði rosalega í dag að geta teygt á vellinum,“ sagði Bjarni.
Subway-deild kvenna Haukar Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 63-77 | Haukar halda í við toppliðin Haukar unnu gríðarlega mikilvægan 14 stiga sigur er liðið heimsótti Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Með sigrinum komu Haukar í veg fyrir að Valskonur myndu endurheimta toppsætið og Haukar eru nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. 1. mars 2023 00:12 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 63-77 | Haukar halda í við toppliðin Haukar unnu gríðarlega mikilvægan 14 stiga sigur er liðið heimsótti Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Með sigrinum komu Haukar í veg fyrir að Valskonur myndu endurheimta toppsætið og Haukar eru nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. 1. mars 2023 00:12