Körfubolti

Durant rann í upphitun og missti af fyrsta heimaleiknum sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Durant hefur verið mjög óheppinn með meiðsli síðustu árin.
Kevin Durant hefur verið mjög óheppinn með meiðsli síðustu árin. AP/Chris Carlson

Ekkert varð af því að Kevin Durant spilaði fyrsta heimaleikinn sinn með Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Rétt rúmum klukkutíma fyrir leik var Durant að gera einstaklingsæfingu með þjálfurum Suns þegar hann rann á gólfinu þegar hann fór upp í skot.

Durant endaði á gólfinu en hélt áfram og kláraði æfinguna. Eftir hana tóku forráðamenn Phoenix Suns aftur á móti þá ákvörðun að hann myndi hvíla í leiknum af öryggisástæðum.

Durant var nýkominn til baka eftir sex vikna fjarveru vegna hnémeiðsla en hafði í millitíðinni verið skipti frá Brooklyn Nets til Phoenix Suns.

Suns liðið hafði unnið alla þrjá leikina með Durant en þeir höfðu allir verið á útivelli. Hann var með 26,7 stig í leik og 69 prósent skotnýtingu í þeim.

Hann yfirgaf höllina með gönguspelku um ökklann og er á leiðinni í frekari myndatökur.

Phoenix liðið vann öruggan 31 stigs sigur á Oklahoma City Thunder án KD en það var ekki síst fyrir frammistöðu Devin Booker sem skorðai 44 stig í leiknum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×