Njarðvík sat í fjórða sæti Subway-deildarinnar fyrir leikinn í kvöld en það er síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Fjölnir var hins vegar í 6.sætinu en liðið hefur verið að spila vel að undanförnu eftir að Brittany Dinkins gekk til liðs við liðið.
Njarðvík tók frumkvæðið í byrjun og leiddi 31-20 eftir fyrsta leikhlutan. Fjölniskonur vöknuðu hins vegar í öðrum leikhluta og minnkuðu muninn fyrir hlé. Staðan í hálfleik 45-38 fyrir Njarðvík.
Leikurinn var áfram jafn og spennandi í síðari hálfleik. Fjölnisliðið minnkaði muninn í fjögur stig í þriðja leikhluta en annars munaði yfirleitt um tíu stigum á liðunum.
Það voru síðan Njarðvíkurkonur sem höfðu sigur að lokum. Lokatölur 80-73 og þær styrkja þar með stöðu sína í fjórða sætinu. Aliyah Collier var stigahæst hjá Njarðvík með 20 stig og tók þar að auki níu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Brittany Dinkins skoraði 24 stig fyrir Fjölni.

Á heimavelli ÍR tóku Breiðhyltingar á móti Val. ÍR er í neðsta sæti deildarinnar á meðan Haukar eru í toppbaráttu og því var fyrirfram búist við frekar ójöfnum leik.
Sú varð raunin. Valur leiddi 48-34 í hálfleik en bætti í eftir hlé. ÍR skoraði aðeins fimm stig í þriðja leikhluta og að lokum munaði meira en fjörtíu stigum á liðunum. Lokatölur 94-53.
Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði 22 stig hjá Val og var stigahæst í þeirra liði. Greta Uuprus og Aníka Linda Hjálmarsdóttir voru stigahæstar hjá ÍR með tíu stig hvor.