Óvíst hvenær Morant snýr aftur eftir byssuuppákomuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2023 14:30 Ja Morant er í vondum málum. getty/Tim Nwachukwu Óvíst er hvenær Ja Morant snýr aftur í lið Memphis Grizzlies eftir að myndband af honum veifa byssu inni á skemmtistað birtist á Instagram-síðu hans. Eftir að myndbandið birtist á laugardaginn sagði Memphis að Morant hefði verið sendur í tveggja leikja leyfi. Í myndbandinu virtist Morant veifa byssu á skemmtistað, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að Memphis tapaði fyrir Denver Nuggets, 113-97. NBA er með mál Morants til skoðunar. Þjálfari Memphis, Taylor Jenkins, tjáði sig um mál Morants á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Los Angeles Clippers í nótt. Memphis tapaði leiknum, 135-129. „Við sögðum að þetta yrðu að minnsta kosti tveir leikir. Þetta er ferli. Það er enginn tímarammi á þessu,“ sagði Jenkins. Hann sagði að félagið myndi hjálpa Morant á þessum erfiðu tímum en hann yrði líka að taka ábyrgð á gjörðum sínum. „Við tökum þetta mjög alvarlega. Við styðjum við bakið á einstaklingi sem þarf að lagast og fá hjálp. En það er líka ábyrgðarþáttur sem hann þarf að standa við.“ Klippa: Ja Morant með byssu á skemmtistað Morant er einn besti leikmaður NBA en hefur verið duglegur að koma sér í klandur utan vallar. Fyrir rúmum mánuði var hann ásamt vinum sínum sakaðir um að beina rauðum laser á liðsrútu Indiana Pacers og um að hóta öryggisverði í verslunarmiðstöð síðasta sumar. Þá er Morant einnig sakaður um að hafa lamið sautján ára dreng ítrekað er þeir spiluðu körfubolta á heimili hans, fjórum dögum eftir að hann hótaði öryggisverðinum. Hann og vinir hans eru sagðir hafa slegið drenginn til jarðar og eftir að slagsmálunum lauk hafi Morant farið inn á heimili sitt og komið aftur út með byssu. Morant, sem er 23 ára, er níundi stigahæsti leikmaður NBA á tímabilinu með 27,1 stig að meðaltali í leik. Þá er hann með 6,0 fráköst og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. NBA Skotvopn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Eftir að myndbandið birtist á laugardaginn sagði Memphis að Morant hefði verið sendur í tveggja leikja leyfi. Í myndbandinu virtist Morant veifa byssu á skemmtistað, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að Memphis tapaði fyrir Denver Nuggets, 113-97. NBA er með mál Morants til skoðunar. Þjálfari Memphis, Taylor Jenkins, tjáði sig um mál Morants á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Los Angeles Clippers í nótt. Memphis tapaði leiknum, 135-129. „Við sögðum að þetta yrðu að minnsta kosti tveir leikir. Þetta er ferli. Það er enginn tímarammi á þessu,“ sagði Jenkins. Hann sagði að félagið myndi hjálpa Morant á þessum erfiðu tímum en hann yrði líka að taka ábyrgð á gjörðum sínum. „Við tökum þetta mjög alvarlega. Við styðjum við bakið á einstaklingi sem þarf að lagast og fá hjálp. En það er líka ábyrgðarþáttur sem hann þarf að standa við.“ Klippa: Ja Morant með byssu á skemmtistað Morant er einn besti leikmaður NBA en hefur verið duglegur að koma sér í klandur utan vallar. Fyrir rúmum mánuði var hann ásamt vinum sínum sakaðir um að beina rauðum laser á liðsrútu Indiana Pacers og um að hóta öryggisverði í verslunarmiðstöð síðasta sumar. Þá er Morant einnig sakaður um að hafa lamið sautján ára dreng ítrekað er þeir spiluðu körfubolta á heimili hans, fjórum dögum eftir að hann hótaði öryggisverðinum. Hann og vinir hans eru sagðir hafa slegið drenginn til jarðar og eftir að slagsmálunum lauk hafi Morant farið inn á heimili sitt og komið aftur út með byssu. Morant, sem er 23 ára, er níundi stigahæsti leikmaður NBA á tímabilinu með 27,1 stig að meðaltali í leik. Þá er hann með 6,0 fráköst og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik.
NBA Skotvopn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum