Körfubolti

„Ef þeir fara í um­spilið, guð blessi þá“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tekst þessum tveimur að enda í efstu sex sætunum í Vesturdeildinni?
Tekst þessum tveimur að enda í efstu sex sætunum í Vesturdeildinni? Ron Jenkins/Getty Images

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA-deildarinnar í körfubolta.

„Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, leggur fram fullyrðingu sem sérfræðingar þáttarins þurfa að taka afstöðu til og svo að rökstyðja. Sérfræðingar að þessu sinni voru Sigurður Orri Kristjánsson, Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson.

Ja Morant mun vinna til MVP-verðlauna á sínum ferli

Sigurður Orri svaraði þessu snögglega: „Nei, það eru bara of góðir gaurar í deildinni.“ Í kjölfarið var byssufíaskóið sem Morant stendur í rætt betur en sérfræðingarnir voru sammála um að það muni skemma fyrir Morant í framtíðinni.

Dallas Mavericks endar í topp 6 og fer beint í úrslitakeppnina

„Það gæti orðið svolítið basl,“ sagði Hörður Unnsteinsson en Dallas á nokkuð erfiða leiki eftir það sem eftir lifir deildarkeppni. „Eru komnir leik á eftir Minnesota Timberwolves og það eru lið í kringum þá sem eru að fara vinna fleiri leiki. Ef þeir fara í umspilið, guð blessi þá,“ bætti Hörður við en Dallas komst alla leið í úrslit Vesturdeildar á síðustu leiktíð.

Að lokum fóru menn í sögubækurnar. Var velt fyrir sér hvort Kobe Bryant er topp 10 leikmaður allra tíma og hvort Zion Williamson er Shareef Abdur-Rahim 21. aldarinnar.

Klippa: Lögmál leiksins: Ef þeir fara í umspilið, guð blessi þá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×