Körfubolti

Valdi bestu liðin skipuð uppöldum leikmönnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristófer Acox er alinn upp hjá KR í Vesturbænum en er að spila með Valsmönnum.
Kristófer Acox er alinn upp hjá KR í Vesturbænum en er að spila með Valsmönnum. Vísir/Bára

Þrjú félög gætu sett saman mjög öflug fimm mannna lið ef þau fengju að kalla til alla sína uppöldu stráka.

Sævar Sævarsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, skoðaði betur hvaða félög í deildinni væru að ala upp flesta leikmenn.

Hann tók síðan að sér það verkefni að velja þau þrjú félög sem geta stillt upp bestu liðum skipuð uppöldum leikmönnum.

„Ég fékk þá hugmynd í morgun að það væri gaman að skoða hvaða lið á Íslandi eru að framleiða bestu leikmennina og í framhaldinu búa til bestu þrjú liðin á Íslandi í dag ef þau væru eingöngu skipuð uppöldum leikmönnum úr yngri flokkunum,“ sagði Sævar Sævarsson.

„Þeir mættu þá taka þessa leikmenn aftur til baka til sína sama þótt þeir væru að spila með öðru liði í dag, í atvinnumennsku eða skóla úti,“ sagði Sævar.

„Áður en við skoðum efstu þrjú liðin þó voru alveg slatti af félögum sem komu til greina. Það lið sem var næst því að komast í þennan hóp var Þór Þorlákshöfn. Þeir komust ekki í verðlaunasætið,“ sagði Sævar.

Sævar fór síðan yfir bronsið, silfrið og gullið og má sjá það hér fyrir neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: Sævar valdi bestu liðin skipuð uppöldum leikmönnum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×