Fleiri fréttir

„Lætur öllum líða vel í kringum sig“

Hildur Björg Kjartansdóttir, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hætti í atvinnumennsku í nóvember og er komin aftur heim til Íslands. Hildur Björg klárar tímabilið með Val í Subway deild kvenna.

Umfjöllun og viðtal: Keflavík-Höttur 71-62 | Keflavík lengdi taphrinu Hattar

Keflavík og Höttur mættust fyrr í kvöld í níundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Höttur byrjaði betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta 8-19 en Keflavík náði yfirhöndinni undir lok annars leikhluta og var yfir 29-27 í hálfleik. Hattarmenn gáfust ekki upp og náðu að halda sér í leiknum fram í seinni hluta fjórða leikhluta en Keflavík vann að lokum níu stiga sigur 71-62.

„Kannski munur á að heita Taylor Johns eða vera í íslenska landsliðinu og heita Kristófer Acox“

Ísak Wíum, þjálfari ÍR, tók sér góðan tíma til að kæla sig niður fyrir viðtal kvöldsins eftir grátlegt tap gegn Valsmönnum í leik sem var æsispennandi allt fram á síðustu sekúndurnar. Leikurinn hefði í raun getað fallið hvoru liðinu sem var í skaut og ÍR-ingar fengu ekkert fyrir sinn snúð þrátt fyrir að hafa selt sig dýrt í seinni hálfleik og unnið sig inn í leikinn aftur eftir að hafa verið 11 stigum undir í hálfleik.

Dagný Lísa handleggsbrotin: „Það er á­kveðinn skellur“

Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, var svekkt með tapið gegn Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld en stolt samt sem áður af sínu liði enda tveir erlendir leikmenn liðsins fárveikur og þá handleggsbrotnaði Dagný Lísa Davíðsdóttir í leiknum.

Ekkert fær Boston hrað­lestina stöðvað

Boston Celtics er án efa besta lið NBA deildarinnar i körfubolta um þessar mundir. Liðið vann þægilegan sextán stiga útisigur á Toronto Raptors í nótt, 100-116, og er til alls líklegt. Sem stendur er Boston með 80 prósent sigurhlutfall en liðið hefur unnið 20 af 25 leikjum sínum til þessa.

Nike slítur samstarfinu vegna hegðunar Irving

Nike hefur slitið samningi sínum við körfuboltamanninn Kyrie Irving úr Brooklyn Nets einum mánuði eftir að hann auglýsti heimildamynd sem inniheldur gyðingahatur á samfélagsmiðlum.

„Þetta er bara Jokić og ekki neitt fyrir mér“

Körfuboltaspekúlantinn Tómas Steindórsson hefur enga trú á að Denver Nuggets geti gert atlögu að meistaratitli NBA deildarinnar í körfubolta. Hann segir að liðið sé einfaldlega Nikola Jokić „og ekki neitt.“

Davis gefur Lakers von

Los Angeles Lakers er farið að láta sig dreyma um að komast í úrslitakeppnina í NBA deildinni í körfubolta. Ástæðan þar á bakvið er einföld, Anthony Davis.

„Hann er með eiginleika sem er erfitt að kenna“

Hinn tvítugi Sigurður Pétursson hefur heillað marga í Subway-deildinni á þessu tímabili. Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi fóru yfir frammistöðu Sigurðar í þættinum á föstudagskvöldið.

Gott gengi Golden State á heimavelli heldur áfram

Steph Curry og Andrew Wiggins voru í aðalhlutverki hjá Golden State Warriors í nótt þegar liðið lagði Houston Rockets á heimavelli. Rudy Gobert hjá Minnesota Timberwolves var rekinn út úr húsi fyrir að fella mótherja.

Vandræði Tryggva og félaga halda áfram

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Basket Zaragoza töpuðu sínum öðrum leik í röð í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar þeir lutu í lægra haldi fyrir Unicaja Malaga, 104-78.

„Dómarar elska að taka ástríðuna úr leiknum“

Brynjar Þór Björnsson var allt annað en ánægður með tæknivillur sem dæmdar voru á Pétur Rúnar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leik gegn Haukum í Subway-deildinni. Brynjar Þór vill að leikmenn fái að sýna meiri tilfinningar inni á vellinum.

Fjörutíu stig Antetokounmpos dugðu ekki gegn Lakers

Anthony Davis skoraði 44 stig og tók 10 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann góðan sigur á Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Lebron James fór uppfyrir Magic Johnson á lista yfir stoðsendingahæstumenn sögunnar.

Sjá næstu 50 fréttir